Hernám Íslands

Ég var að gera þessa ritgerð fyrir skólann og ákvað að deila hanni með ykkur kæru hugarar.

Föstudaginn 10. maí 1940 vöknuðu Íslendingar við vondan draum, það var verið að hertaka Ísland. Herskip sigldu að höfninni, flugvélar sveimuðu yfir landinu og 2000 landgönguliðar stigu á land. Íslendingar urðu skelfingu lostnir því að þeir héldu að þetta væru Þjóðverjar á ferðinni. Svo kom í ljós að svo var ekki heldur voru þetta Bretar, Íslendingum til fagnaðar þar sem að Þjóðverjar höfðu nýlega hertekið Danmörku og Noreg og Íslendingar höfðu frétt að ástandið þar var alls ekki gott.

Eins og áður sagði þá voru Þjóðverjar búnir að hertaka Danmörku og Noreg og voru þannig komnir með frábæra aðstöðu fyrir kafbátahernað á Atlantshafi. Þá var aðeins eitt til ráða hjá Bretum, það var að hertaka Ísland (sem hafði verið hlutlaust land síðan 1918) til að ná völdum yfir Atlandshafi. Bretar sögðu að hernám Ísland væri í öryggisskini.

Stuttu eftir hernámið fyrirskipaði Hitler að hernema landið en ekki gekk það eftir. Íslenska ríkisstjórnin mótmælti hernáminu harðlega í orðum, en ekki í verki. Jafnvel þó að ríkisstjórnin mótmælti hernáminu þá aðstoðaði hún breska herinn eins mikið og unnt var til þess að reyna að koma í veg fyrir árekstra á milli Breta og Íslendinga. Fyrsta sem Bretarnir gerðu á Íslandi var að taka fastan ræðismann Þjóverja hér á landi hann Werner Gerlach og aðra Þjóðverja. Hermennirnir lokuðu öllum vegum út út Reykjavík (en það var aðeins tímabundið) einnig tóku þeir yfir Landssímahúsið og Ríkisútvarpið og lokuðu þannig á öll fjarskipti og loftskeyti Íslendinga.

Sumarið 1941 voru hermennirnir kallaðir til brýnni verka annarstaðar í Evrópu. Bretarnir vildu samt ekki skilja Ísland eftir óvarið og báðu Bandaríkjamenn um að taka að sér hervernd Íslands, jafnvel þó að þeir væru ekki formlega inni í Seinni heimsstyrjöldinni. Fyrstu bandarísku hermennirnir stigu á land 8. júlí 1941 en það var ekki fyrr en 27. apríl 1942 að því var formlega lýst yfir. Talið var að um 40-50 þúsund hafi verði á Íslandi en Íslendingar voru aðeins 120 þúsund.

Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervernd landsins efldust varnirnar til munar t.d. ný vopn (vopn Bretanna voru flest ú fyrri heimstyrjöldinni) einnig komu þeir líka með fjöldann allan af varningi sem íslenska þjóðin kynntist.

Bandaríkjamenn sögðust ekki ætla að vera hér á landi degi lengur en nauðsynlegt væri.

Herverndarsamningar

Árið 1946 gerðu Íslendingar og Bandaríkjamenn nýjan hervermdarsamning sem kallaður var Keflavíkursamningurinn. Í þessum samningi fólst það að Bandaríkjamenn myndu fara innan hálfs árs og Íslendingar fengju að eiga Keflavíkurflugvöll. Með þessum samningi féll gamli samningurinn úr gildi.

Árið 1951 var gerður nýr samningur á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Í þessum hervermdarsamning áttu Bandaríkjamenn að taka að sér hervernd Íslend um ótiltekin tíma. Með honum féll Keflavíkursamningurinn úr gildi.

Viðburðarríkur dagur

Viðtal við Eyjólf Jónsson sundkappa um hernám Íslands.

Þann 10. maí 1940 var Eyjólfur Jónsson sem var þá 15 ára var að keyra út fisk á hjólinu sínu Seltjarnarnesi. Á leiðinni á nesið sá hann að hópur fólks hafði safnast samam og var að tala um að nasistarnir væru komnir. Fólkið sagð Eyjólfi að fara ekki áfram því að gann gæti einfaldlega verið drepinn, en Eyjólfur sem var fullur af ævintýraþrá hlustaði ekki á fólkið og hélt áfram ferðar sinnar. Hann kom að loftskeytastöð nokkuri þar sem að hermennirnir voru. Þeir sýndu honum plagg sem að sýndi að þeir voru Bretar.

Síðar átti hann leið framhjá þýska sendiráðinu. Eyjólfur sá Bretana fara inn í sendiráðið. Hann staldraði aðeins við og sá þá að verið var að handtaka dr. Werner Gerlach og menn hans sem síðar voru fluttir í herskip og síðan í fangabúðir í Bretlandi.

En hann þurfti víst að vinna sína vinnu og hélt áfram hringinn sinn og sá að Bretarnir voru komnir út um alla borgina. Eyjólfur seldi alltaf einni fjöldskyldu á Seltjarnarnesinu grásleppu. Þessi fjöldskylda var gyðingar sem voru flóttamenn frá Þýskalandi. Þegar Eyjólfur kom að húsinu þeirra sá hann að fjöldskyldan sat á tröppunum grátandi og leið því að þau vissu ef að Þjóðverjarnir næðu þeim þá myndi þeir drepa þau.

Konan gekk að Eyjólfi og spurði “Eru nasistarnir að koma?!” Eyjólfur sagði henni að þetta voru ekki Þjóðverjar heldur Bretar. Konan virtist ekki hafa heyrt í honum og spurði hann aftur “Eru nasistarnir að koma?!” Eyjólfur útskýrði aftur að þetta voru Bretar. Hann sá að konunni var mikið létt og hún faðmaði hann og kyssti og þakkaði fyrir að þetta voru ekki Þjóðverjar.