Ég veit ekkert hvort þetta hæfi þessu hér, en hérna kemur þetta nú samt…
Réttlæti, er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við daglega. Réttlæti gegn konum, gegn körlum, gegn fólki sem er með annan hörunds lit en við, allir eiga sinn rétt, þar með er svart fólk talið með. Ég get talið upp endalausar ástæður afhverju fólk af svartri kynslóð eigi sömu rétti og við. En það sem ég vil koma á framfæri er afhverju kynþáttahatur er ekki eðlilegur.
Svart fólk er líka fólk, það er ekkert öðruvísi nema hörundslitur þeirra, auðvitað hefur fólk sínar ástæður fyrir þessum hatri, en ég get fullvissað fólk um að það hatar enginn einhvern bara út af engu, það hafa allir ástæðu. Ég þekki strák sem að hatar svart fólk vegna þess að það var svartur maður sem að svaf hjá frænku hans, en síðan bara talaði hann ekki við hana aftur og svaf hjá öðrum stelpum og framvegis. Þetta skapaði hatur á öllu svörtu fólki og þessi maður gaf stráknum ranghugmyndir um svörtu kynslóðina.
Svo ég taki dæmi um hvernig farið var með svart fólk þegar litið er aftur í tímann.
Í hernum voru svartir menn settir fremst í víglínuna þannig að það var pottþétt að þeir yrðu drepnir, með einum hætti eða öðrum. Aðeins svart fólk voru þrælar. Svartir nutu ekki sama réttinda og hvíta fólkið. Margir hópar hafa myndast á síðustu áratugunum gagnvart svörtu, svo má nefna KKK (Ku Kux Klan), þessi hópur hefur helgað sig hatri á svörtu fólki. Í KKK eru sögð orð eins og ,,White power”, allt þetta hefur einnig skapað hatur svartra fólks í garð hvítra manna. Það eru einnig til félög sem hafa helgað sig hatri gagnavart hvítu fólki. Svona hefur þetta gengið í áratugi, ef ég gæti ráðið myndi ég útrýma þessum félögum og opna augu fólks svo það gæti séð hversu óréttlát mannkynið er í dag.
Eitt af mínum uppáhaldslögum er ,,Black or white” með Michael Jackson, í því lagi syngur hann einmitt um að það skipti ekki máli hvort að maður sé svartur eða hvítur.
,,Boy is that girl with you
Yes we're one and the same”
Með þessu er hann að segja að hann og stelpan sem hann er með eru eitt og saman, hún er sem sagt hvít og hann svartur. Ef aðeins þetta viðhorf næði til allra þá væri heimurinn betri.
Persónulega þoli ég ekki fólk sem er fordómafullt, ekki aðeins gegn svörtu fólki heldur líka gegn samkynhneigð eða sýna hatur gegn fólki af annari þjóð. Ég þekki mann, sem við skulum kalla Björn, sem er fordómafullur, hann kalla svertingja surta, helvítis negra og fleirum ógeðfeldum nöfnum. Ég spurði þennann fyrrnefndan mann hvaða ástæðu hann hefði fyrir þessum hatri, hann svaraði mér með ófullnægjandi svari. Ég gæti kannski skilið ef hann hefði einhverja góða ástæðu fyrir þessum hatri, en þetta fyrirleit ég og geri það enn.
Ég hef horft á allskonar bíómyndir sem eru um þrælahald og hvernig hatur á svertingjum jókst og varð meiri og meiri meðan árin liðu, aldrei hef ég séð kvikmyndir um hatur svarta manna í garð hvítra manna. Það hefur örugglega verið þannig meðal sumra, en hvíta fólkið var völdugra en svartir, afhverju það hafi verið? Afhverju gerði svarta fólkið ekki uppreisn? Afhverju lét það fara svona með sig og sitt fólk?
Við getum spurt okkur endalaust en aldrei finnst svar.
Þannig að stóra spurningin sem ég leitaði svars við er, afhverju?
Það sem að ég get sagt eftir að hafa skrifað þessa rigerð eða svo kallaðan fyrirlestur um kynþáttafordóma er að ég hef ekki enn fundið svar mitt, og mun ég áfram halda að leita svars. Ég mun fara fram á að fá fullnægjandi svar, og ég mun ekki líða það að umgangast fólk sem ber hatur í garð fólks af annari þjóð, hefur annan hörundslit eða laðast að sama kyni. Ég mun ekki líða að fyrrtöldu fái ekki sömu réttindi og við. Ég mun ekki líða að fólk standi ekki upp og tali fyrir hönd sína og sinna! Réttlæti fyrir alla!