Ég hef verið heillaður af Grikkjum frá því ég lærði fyrst um þá. Það er margt við þá sem mér finnst spennandi en mér finnst goðafræðin sem tengist þeim ótrúlega skemmtileg.
Ég tók fyrst eftir goðafræðinni fyrir fjórum árum þegar ég fékk tölvuleikja-demódisk með blaði sem ég var áskrifandi að. Á þessum diski voru nokkrir leikir og einn af þeim var Master of Olympus: Zeus, sem var PC leikur þar sem maður á að byggja upp gamla gríska borg og í hana byggir maður hof til goðanna og þarf að viðhalda ánægju þeirra.
Það sem ég er mest heillaður af í sambandi við grísku goðafræðina er það að goðin hafa (ólíkt öðrum goðum) mannleg vandamál. Til dæmis má nefna Seif sem hafði það óspennandi áhugmál að hafa þá “löngun” að halda framhjá konunni sinni, Heru. Afleiðing eins framhjáhaldsins var svo hetjan sem flestir þekkja Herkúles (eða Herakles eins og hann er líka kallaður). Eftir að hafa lesið söguna um hann hef ég komist að því að Hera var ekki móðir hans né stjúpmóðir heldur hataði hún hann það mikið að hún reyndi alloft að drepa hann (ekki að það hafi tekist).
Uppáhaldsgoðið mitt er hún Aþena (visku- og stríðsgyðja og verndargyðja borgarinnar Aþenu) vegna þess að hún er í fyrsta lagi kvenleg stríðsgyðja, sem er mjög sjaldséð, og í öðru lagi finnst mér uglan hennar “kúl” (einnig má geta þess að það er Aþenu og uglunni hennar að þakka að uglur eru notaðar sem tákn um gáfur) og að hún fæddist með því að “poppa” út úr hausnum á Seifi.
Jæja, þá ætla ég að binda endi á þessa (vonandi) ágætu grein.
Bless og takk, ekkert snakk ;)