Gísla saga Súrsonar
Vésteinn Vésteinsson
Vésteinn Vésteinsson er ein af aðalpersónum í Gíslasögu Súrsonar. En er hann drepinn í þeirri bók og ætla ég að “reyna” að varpa ljósi á þann atburð. Hver var það sem drap Véstein og afhverju? Hvernig þekkti hann Gísla Súrson? og hvað gerðist með fóstbræðralagið? Ég vonasat til að geta svarað þessum spurningum í þessari ritgerð og vona að þú njótir lestursins.
Vésteinn hét austmaður sem nam land í Önundarfirði. Hann átti dóttur sem Auður hét og son er Vésteinn hét og átti hann tvo syni með konu sinni Gunnhildi, þá Helga og Vak. Gísli Súrson giftist Auði systur Véstins og gerði það hann mág Vésteins. Núna leið að vorþingi og fóru þeir Gísli og Vésteinn þangað ásamt öllum Sýrdælingum, þar er að segja Þorgrími Goða og Þorkeli bróður Gísla .
Á þinginu var mikið fjör og sátu Sýrdælingar og drukku öl á meðan verið var að dæma mennina þeirra. Þá kemur maður inn og segir þeim að fólki finnist ekki hægt að þeir séu að skemmta sér á meðan verið Sé að dæma mennina þeirra, og fara þeir þá og verja menn sína.
Svo kemur að því að maður nokkur er Gestur hét kemur með spádóm um að innan 3 sumra verði vinátta þeirra ekki eins skrautleg og hún sé nú.
Gísli fréttir af þessu og reynir að sporna við þessu og ætlar að fá Sýrdælinga til að ganga í fóstbræðralag með Vésteini en þegar komið var að því að skiptast á blóði neita Þorgrímur og Þorkell að verja Véstein og einungis Gísli verður fóstbróðir Vésteins.
Næsta sumar fara þeir Vésteinn og Gísli utan. Þeir lentu í miklum ógöngum í þessari ferð og vor meira en hundrað daga og brutu skip sitt en töpuðu þó hvorki mönnum né fjármunum. Maður að nafni Skegg-Bjálfi lánaði þeim síðan skip og hjálpaði þeim komast til Danmerkur.
Þegar til Danmerkur er komið fengu þeir Gísli Vésteinn og Bjálfi að gista um veturinn hjá manni að nafni Sigurhaddur, og svo um vorið býr Bjálfi skip sitt og fer til Íslands. Sigurður sem var félagi Vésteins í Englandi, sendir nú þau boð að hann vilji slíta félagskap sínum við Véstein og Biður Vésteinn þá um leyfi til að fara og hitta hann. Þá segir Gísli “ Því skaltu heita mér að þú farir aldrei brott af Íslandi ef þú kemur heill út nema ég leyfi þér”.
Vésteinn felst á þetta og fer að gera sig kláran fyrir för sína til Englands. Morguninn eftir fer Gísli út í skemmu og býr til pening sem er hægt að brjóta í sundur og setja svo aftur saman og gefur Vésteini anna hlutann og biður hann að hafa hann alltaf við höndina því ef annar okkar er í hættu þá sendum við hvor öðrum peningshlutann sem viðvörun.
Vésteinn fer nú vestur til Englands. Auður systir Vésteins og Ásgerður kona Þorkels eru eitthvað að tala saman og Ásgerður játar að hafa verið hrifin af Vésteini en Þorkell heyrði þetta og varð fúll, mjög líklega útí Véstein og þá segir Auður þessa frægu setningu “oft stendur illt af kvennahjali”. Ásgerður fær Þorkell til að sættast við sig en samt flytur Þorkell yfir til Þorgríms Goða og bendir það til þess að þeir ætli að plana eitthvað. Nokkru seinna heldur Gísli veislu og er þar ekkert til sparað en Auður vill að Gísli bjóði Vésteini líka en Gísli segist ekki vilja hafa hann í veislunni. Maður að nafni Þorgrímur nef var mikillgaldra kall og fengu Þorgrímur og Þorkell hann til að smíða sverð úr Grásíðubroddinum en eins og þið munið var hver sá er bar grásíðu ósigrandi svo það var til mikils að vinna. Á sama tíma fréttir Gísli af því að Vésteinn sé kominn til landsins og sendir tvo húskarla sína, Hallvarð og Hávarð, á móti honum með helminginn af peningnum og áttu þeir að segja honum að koma ekki. Það sem Gísli er að reyna að gera er að hann ætlar að reyna að bjarga lífi Vésteins þar sem hann veit að Þorkell og Þorgrímur eru báðir eitthvað fúlir út í hann, en þeir fóru á mis við Véstin, fóru sitt hvoru megin við eitthvera hæð og misstu af honum. En þeir snúa til baka eins fljótt og þeir geta og ná sambandi við Véstein og gefa honum peninginn. Hann segir þá “nú falla öll vötn til Dýrafjarðar” og að þeir séu of seinir. Hallvarður og Hávarður segja Gísla frá en Vésteinn fer að hitta frænku sína Lútu við Gemlufjall. Hún varar hann við og fer Vésteinn þá til Þingeyar og hittir þar mann sem heitir Þorvaldur gneisti og segir hann honum að vera var um sig. Hann kemur þá að Sæbóli og hittir þar Geirmund og Rannveigu en þegar spurt er hver þetta hafi verið þá ljúga þau um það. Gísli fer nú með gjafir frá Vésteini til Þorkels og Þorgríms en vilja þeir ekkert með þær hafa og bendir það til þess að þeir hafi virkilega haft eitthvað á móti honum “eigi eru launin sýnni en svo”. Nótt eina er svo mikið óveður að Gísli þarf að fara með menn og bjarga þakinu en Auður, Vésteinn og þrællinn Þórður hinn huglausi eru inni og þá er Vésteinn drepinn. Auður vaknar við það og biður Þórð að taka spjótið (grásíðu) úr sárinu því að hún vill ekki að Gísli þyrfi að hætta lífi sínu til að hefna. Hann þorir því ekki svo að Gísli tekur spjótið burt án þess að nokkur sjái það. Guðríður var þá send að Sæbóli og þar sátu allir í vígklæðum, biðu þess að gerð væri árás sem bendir til þess að einhver þaðan hafi drepið Véstein en Guðríður segir frá morðinu og tekur eftir því að Þorgrímur (goði) er í öllum vígklæðum og eins vopnaður og hægt er. Nú er komið að útför Vésteins og er þar fjölmennt þar á meðal Þorgrímur og Þorkell. Þorgrímur býðst til að binda Vésteini helskó svo að hann gangi ekki aftur og segir “eigi kann ég helskó að binda ef þessir losna”. Hann lítur nú út fyrir að vera að koma í veg fyrir að hann gangi aftur og hrelli hann, sem bendir til þess að hann hafi drepið hann.
Nokkru seinna eru haldnir leikar og berjast Gísli og Þorgrímur þar svo að Þorgrímur slasast lítilega en þá segir Þorgrímur “Geirr í gumna sárum gnast; kannkat þat lasta”. (Spjót brakaði í sárum mannsins; ekki get ég lastað það. Og ef þetta var ekki játning um morðið þá hvað.
Ég held að Þorgrímur Goði hafi drepið Véstein, hann kippti burt hendini í fóstbræðralaginu, sat mest vígbúin eftir víg vésteins, batt honum fasta helskó og bölvaði honum á leikunum. Persónulega finnst mér þetta augljóst en hver veit það er alltaf eitthvað sem gæti bent til þess að Þorkell hafi gert það. Þetta var fyrsta svona fornaldar saga sem mér hefur fundist skemmtilegt að lesa en hér líkur minni frásögn af lífi Vésteins Vésteinssonar.