Sælir hugarar. Hérna kemur ritgerð sem að ég skilaði fyrir skólann um Ástandið.
Njótið :)
Hið svokallaða ástand, sem síðar varð heildarheiti yfir náin kynni íslenska kvenna og hermannana, geysaði hér á landi á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hér á eftir ætla ég að skrifa um það. Bæði góðu hliðar þess og þær slæmu.
Það má eiginlega segja að þetta byrjaði allt þann 10.maí 1940 þegar 2000 breskir hermenn komu hingað til lands og hernámu landið, en þeir sögðu að allt þetta væri nú gert í öryggisskyni. Í rauninni voru menn bara fegnir að þetta voru ekki Þjóðverjarnir.
Bretunum fjölgaði ört og þegar júní var um það bil hálfnaður voru þeir orðnir 20.000. En Bretar stoppuðu ekki lengi. Snemmsumars 1941 gerðu þeir samning við Bandaríkin, sem Íslendingar samþykktu, um að þeir tækju við hersetunni hérna á Íslandi og í júlí sama ár voru þeir komnir.
Á heimstyrjaldarárunum var æska Reykjavíkur oft harðlega gagnrýnd, m.a. fyrir að vera of opin, að mati eldra fólksins, fyrir erlendum áhrifum og nýjungum, og var nú ekki talað um að hafa náin kynni við hermennina eins og átti eftir að aukast næstu árin.
En það var nú eitthvað sem að ungu blómarósir bæjarins sá við þessa ungu, einkennisklæddu, erlendu hermenn, enda átti maður að koma fram við þá eins og gesti sagði forsætisráðherrann og þær voru sko gestrisnar. Spurning um að forsætisráðherranum fyndist þetta nú ekki einum of?
Fólkið í bænum var farið að hafa áhyggjur af hverning ungu stúlkurnar og konurnar í bænum voru farnar að láta, en þetta var bara rétt að byrja. Það var mikið skrifað og spjallað um ástandið næstu mánuði og ár og slúðursögurnar fóru eins og eldur í sinu út um allan bæ, en var fólk nú að taka þessu misvel. Þegar líða tók á ástandið gátu stúlkurnar átt von á því að vera stimplaðar lauslætisdrósir á því einu að tala lítillega við hermennina. Það var ein ung stúlka sem að kynntist voða góðum hermanni en þá taldist hún vera í ástandinu og þá gott sem hætti hún vegna þess að hún vildi ekki tapa mannorði sínu.
Já, það var mikið talað um greyið átands konurnar og stúlkurnar og var fólk farið að líta þessu illu auga.
Nú var komið svo að Landlæknir skipaði ástandsnefnd sem átti að komast af því hve margar konur og ungar stúlkur voru í ástandinu. Í nefndinni sátu þrír ungir menntamenn og gerðu þeir skýrslu, ástandsskýrsluna. Þar töluðu þeir við 450 konur sem voru í ástandinu. Þessar 450 konur sem voru í ástandinu voru milli 12 og 61 árs og þar af voru 152 undir lögaldri, en þá var ekki til nein barnaverndarnefnd til að “bjarga málunum”, að minnsta kosti ekki ennþá. Sem dæmi má nefna að það voru 39 stúlkur milli 13 og 14 ára
sem voru í ástandinu, semsagt á mínum aldri, og á ég einhvernvegin mjög erfitt með að ímynda mér það. Að 13 og 14 ára stelpur séu eitthvað að “dingla” sér með 17-25 ára hermönnum. Ég held að það myndi ekki gerast núna í dag, rúmlega 60 árum síðar.
Ástandsstúlkurnar fengu nú að kynnast hvernig Ameríkanarnir skemmtu sér. Framandi tónlistin, áfengið, dansinn og allt fjörið. Þær urðu nú tíðir gestir á skemmtilstöðum Kananna og þar voru þær meira en velkomnar.
Svo varð Barnaverndarnefnd og Ungmennadómstóllinn stofnuð. Þau reyndu að gera allt til að bæta hag unga fólksins. Meðal verka sem að þau gerðu var að loka skemmtilstöðum fyrir 16 ára og yngri og koma upp upptökueimili fyrir börn og unglinga sem átti að taka við þeim börnum og unglingum eftir skipun eða úrskurð barnaverndarnefndar.
Þetta var ekki uppáhaldstími íslensku karlmannanna má segja. Ég meina, hvaða íslenski karlmaður væri ánægður ef að 20.000 erlendir hermenn kæmu til landsins og gjörsamlega “stælu” konunum þeirra? En ef maður hugsar út í það, hefðu þá ekki karlarnir brugðist eins við og konurnar ef að þetta hefðu allt verið kvenmenn.
Það má eiginlega segja að þetta voru slæmu hliðar ástandsins, þó svo að stofnun barnaverndarnefndar og ungmennadómstólsins voru jákvæðar ásamt mörgu fleiru. Ástandskonurnar voru ekki allar einhverjar lauslætisdrósir eins og var svo mikið einblínt á. Sumar urðu ástfangnar, giftust hermönnunum og fluttu jafnvel út með þeim eftir að stríði lauk. En svo gat líka gerst að hermennirnir voru giftir líka úti í Bretlandi eða Bandaríkjunum og þá var ævintýrið yfirleitt búið fyrir ástandskonurnar.
Á ástandsárunum fæddust mörg börn. Enda ekkei mikið um getnaðarvarnir. En það var alveg ótrúlegt hvað konurnar vissu lítið hvað varðaði kynferðismál og óléttuhættuna. Ein þeirra sagði til dæmis: ,,Ég held ég verði ekki ófrísk vegna þess að hann meiddi mig ekki neitt." Þetta útskýrir það að mestu leyti.
Já, svona var ástandstíminn að einhverju leyti. Ég held að það hefði verið gaman að vissu leyti að vera til á þessum tíma en ekki jafn gaman á vissum tímapunktum. Allt slúðrið, hneykslið og svo var fólk jafnvel farið að kalla þetta vændi. En ég hafði allavegana gaman af því að skrifa þetta og ég vona að þér hafi fundist gaman að lesa þetta. =D
-erlam89