Mannfall helztu ríkja í síðari heimsstyrjöldinni Mannfall helztu ríkja í síðari heimsstyrjöldinni

Hér að neðan er listi yfir mannfall helztu ríkja vegna síðari heimsstyrjaldarinnar, raðað eftir því hvað hvert ríki missti mikið í hermönnum og óbreyttum borgurum.

SOVÉTRÍKIN:
Um 10 milljónir hermanna
Um 10 milljónir borgara

KÍNA:
Um 3,5 milljónir hermanna
Um 10 milljónir borgara

ÞÝZKALAND:*
Um 3,5 milljónir hermanna
Um 3,8 milljónir borgara

PÓLLAND:
Um 120 þúsund hermenn
Um 5,3 milljónir borgara**

JAPAN:
Um 1,7 milljónir hermanna
Um 380 þúsund borgara***

JÚGÓSLAVÍA:
Um 300 þúsund hermenn
Um 1,3 milljónir borgara

RÚMENÍA:
Um 200 þúsund hermenn
Um 465 þúsund borgarar

FRAKKLAND:
Um 250 þúsund hermenn
Um 360 þúsund borgarar****

BREZKA HEIMSVELDIÐ:*****
Um 452 þúsund hermenn
Um 60 þúsund borgarar

ÍTALÍA:
Um 330 þúsund hermenn
Um 80 þúsund borgara******

BANDARÍKIN:
Um 407 þúsund hermenn
Nánast ekkert

UNGVERJALAND:
Um 120 þúsund hermenn
Um 280 þúsund borgarar

TÉKKOSLÓVAKÍA:
Um 10 þúsund hermenn
Um 330 þúsund borgarar

Nokkrar athugasemdir:

* Inni í tölum Þýzkalands munu ennfremur vera tölur um mannfall Austurríkismanna eftir því sem ég kemst næst.

** Inni í tölum Pólverja um fallna óbreytta borgara munu m.a. vera pólskir gyðingar sem drepnir voru af nazistum.

*** Í tölum um mannfall Japana meðal óbreyttra borgara munu einungis vera þeir óbreyttu borgarar sem féllu á meðan að á styrjöldinni stóð og því ekki þeir sem hafa látizt síðar vegna kjarnorkuárásanna á Japan.

**** Inni í tölum Frakklands yfir fallna óbreytta borgara má fastlega gera ráð fyrir að séu franskir gyðingar sem voru drepnir af nazistum og í flestum tilfellum framseldir til þeirra af frönsku Vichy-stjórninni.

***** Tölur um mannfall Brezka heimsveldisins eru mannfallstölur allra aðildarríkja þess samnlagt, þ.á.m. Bretlands, Kanada, Ástralíu, S-Afríku og Nýja Sjálands.

****** Inni í mannfallstölum Ítala yfir óbreytta borgara munu m.a. vera ítalskir gyðingar drepnir af nazistum.

Aðrir punktar:

Heildarmannfall bandamanna í stríðinu var um 44 milljónir manna. Heildarmannfall öxulríkjanna var 11 milljónir manna.

Eins og sjá má á tölunum misstu Þjóðverjar fleiri óbreytta borgara en hermenn, 3,5 milljónir hermanna á móti 3,8 milljónum óbreyttra borgara. Eitthvað af þessum 3,8 milljónum borgara eru að öllum líkindum þýzkir gyðingar sem nazistar drápu en þó ekki nema að hluta. Mjög sennilegt er að þeir hafi verið í mesta lagi um 300 til 400 þúsund. Afgangurinn af þessum 3,8 milljónum þýzkra borgara skrifast á reikning bandamanna, þá fyrst og fremst vegna loftárása þeirra.

Sumir hafa komið með þá skoðun sína að árásin á Dresden t.d. (sem var aðallega framkvæmd af Bretum) hefði einungis verið hefnd fyrir árásir Þjóðverja á brezkar borgir. Dálagleg hefnd það, um 60 þúsund óbreyttir borgarar hjá Brezka heimsveldinu á móti 3,8 milljónum óbreyttra borgara hjá Þjóðverjum.

Sumar þessara talna eru svolítið á reiki, sumar meira en aðrar, en ég held að þetta séu nokkurn veginn réttar tölur. Sel þetta að öðru leyti ekki dýrara en ég keypti það. Ef aðrir telja sig hafa nákvæmari og/eða réttari upplýsingar mega þeir endilega láta vita af þeim :)

Hjörtur J.
Með kveðju,