Jæja, þetta er söguritgerð sem ég gerði í skóla. Ég var nokkuð stoltur yfir henni og ég vona að þið hafið gaman af henni. Hún er nokkuð löng en ég svo sem séð og jafnvel lesið lengri á þessu áhugamáli.
Í upphafi
Í byrjun nítjándu aldar gilti hugtakið Þýskaland yfir allt það þýskumælandi svæði frá norður Ítalíu og suður Austurríki upp til Slésvík-Holstein héraðanna að botni Danmerkur. Að nafninu til þá tilheyrði allt þetta svæði hinu heilaga rómverska ríki en í raun voru þetta mest allt smávægileg sjálfstæð furstadæmi. Tvö stór ríki voru þó innan þessa svæðis: Austuríska keisaraveldið sem var stýrt af Habsborgaraættinni sem í orði kveðnu var keisaraætt alls Þýskalands og Prússland sem einnig var stýrt af keisaraætt. Prússland hafði við byrjun átjándu aldar verið vanmáttugt smáríki sem takmarkaðist við Brandenburg hérað (Berlín í dag). Á átjándu öld hafði Prússland stækkað á kostnað Póllands, Austurríkis og ýmissa smárra furstadæma. Prússland og Austurríki voru svarnir óvinir, Prússar höfðu meðal annars hertekið svæði í eigu Austurríkis á tímum sjö ára stríðsins, en sökum þess hve Austurríki hafði verið upptekið af ógn Ottómanaveldisins í suðri hafði það aldrei getað tekið á þessu freka smáríki í norðri. Þessu tvö ríki grófu þó stríðsöxina sín á milli í byrjun nítjándu aldar þegar en stærri ógn en tyrkjaveldi kom í ljós úr vestri.
Þetta var herforinginn Napóleon sem sigraði bæði þessi ríki í stríði og leysti upp hið heilaga rómverska ríki. Þegar Napóleon var loks sigraður var ekki gerð tilraun til að reisa það við.
En hvað var hið heilaga rómverska ríki? Til þess að komast að því verðum við að líta aftur í aldir til níundu aldar. Árið 800 krýnir páfinn Karl hin mikla konung frankneska keisaraveldisins. Það nær frá Róm alveg upp til Danmerkur, frá Póllandi og niður til norður Spánar. Árið 843 er ríkinu svo skipt milli þriggja bræðra. Karl hin sköllótti fær núverandi frakkland, Loðvík hin þýski tekur núverandi Þýskaland, norður og mið ítalíu og Loþar fær svæðið á milli þessara tveggja bræðra. Loðvík hin þýski er svo samkvæmt hefðinni krýndur af páfanum. Þetta svæði verður Hið heilaga keisaraveldi, þar sem keisarinn er blessaður af sjálfum páfanum. Svo þegar Napóleon þvingar Austurríska keisarinn til að afsala sér völdum í hinu heilaga rómverska keisaraveldi þá riftar hann þar með þúsund ára hefð.
Staða Þýskalands
Þýskaland í dag er ríflega 356,866 ferkílómetrar en það þýskaland sem um var að ræða þá var talsvert stærra. Það strekkti sig langt inn í Pólland, Tékknesku Súdetahéröðin, Frakkland, Austurríki og Ítalíu. Ef allt þýska fólkið í evrópu væri sameinað undir eitt ríki þá væri það stærsta ríki Evrópu að Rússlandi undanskildu og það fjölmennasta. Þeir sem höfðu mestar áhyggjur af sameiningu Þýskalands voru Frakkar en vissulega vakti þetta ugg í Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum. Frakkar höfðu miklar áhyggjur af því hve langt þeir voru að dragast aftur úr þýsku ríkjunum, bæði í iðnaði og í fólksfjölda. Eina þjóðin sem ekki virtist hafa einhverjar áhyggjur voru Rússar en í þeirra augum væri sameinað Þýskaland alveg jafnmikið dvergríki Austurríki og Prússland í sitthvoru lagi. Rússar vöktu kannski en meiri ugg heldur en Þjóðverjar, í krímstríðinu sameinuðust Bretar, Frakkar, Grikkir og Ítalir á það að hindra framgang þeirra í suðurátt. En sannleikurinn var sá að þrátt fyrir stærð og fólksfjölda Rússlands þá var ríkið ákaflega vanþróað. Þýskaland aftur á móti hafði verið miðpunktur tækniþróunnar í Evrópu og mögulega í heiminum alveg síðan á síðmiðöldum.
*Í nokkrum afmörkuðum héruðum í Þýskalandi eins og t.d. Rínarhéruðunum og Slesíu, var iðnvæðingin snemma á ferðinni. Hefðbundinn handiðnaður var áfram við lýði, en jafnframt var aukin áhersla lögð á vefnaðar, járn og stálframleiðslu. En stjórnarfarsleg skipting landsins með mörgum tollmúrum tafði mjög fyrir vexti þýsks iðnaðar. Þetta vandamál var þó að mestu leyst með lögum um afnám tolla frá 1834, sem gerði öll þýsk ríki, að Austurríki undanskildu, að einum markaði.
Iðnvæðinginn
Með öðrum orðum þýsku ríkin sáu sér vissan hag í aukinni samvinnu. Áður fyrr þau höfðu þau verið komin upp á náð stærri ríkja, eins Frakklands sem margoft hafði hertekið smærri þýsk ríki til að auka veldi sitt. Út um allt Þýskaland voru lagðar járnbrautir. Það og aukning iðnaðar leiddi til þess að Þýskaland öðlaðist aftur sess sinn sem miðdepill efnahagslífs Evrópu sem það hafði misst í hendur Breta og Spánverja þegar sjóleiðin til Ameríku og Indlands fannst.
Þótt að iðnbyltinginn hefði hafist í Bretlandi þá náðu Þjóðverjar forskoti með því að leggja aukna áherslu á tæknimenntun. Í raun hafa Þjóðverjar haldið þessu forskoti yfir evrópuþjóðunum en í dag, þar sem þeir eru þriðja stærsta efnahagsveldi heims á eftir Bandaríkjunum og Japan.
Hinar þjóðirnar
Fyrr á öldum höfðu önnur ríki Evrópu reynt af öllum mætti að sporna gegn sameiningu Þýskalands. Í þrjátíu ára stríðinu 1618-1648 þegar Habsborgararnir reyndu að sameina hið heilaga rómverska ríki í eitt þá mættu þeir öflugri andspyrnu. Ekki aðeins frá þeim furstum sem kunnu að meta sitt frelsi í viðskiptum og trúmálum heldur líka frá bæði Dönum og Svíum úr norðri (sem óttuðust eflaust fátt meira en eitt risavaxið stórveldi úr suðri) og frá Frökkum úr vestri.
Á 19. öld voru Frakkar aftur á móti langtum meira uppteknir af innanríkisdeilum, byltingar árið 1830, 1848, 1852 og loks. Stórveldistími Danmerkur og Svíþjóðar var löngu liðin og ríkin tvö voru nú meira í stöðu áhorfenda frekar en þáttakenda.
Byltingar
Árið 1848 urðu byltingar út um alla Evrópu og þar með talið líka hin þýskumælandi hluta hennar. Í suðvestur Þýskalandi þar sem ríkti mikil fátækt og sterk frönsk byltingaráhrif, brutust út byltingar sem breiddu sig loks út um þýska sambandsríkið. Stúdentar og verkamenn í Vín gerðu uppreisn hinn 13. Maí. Stjórnin gafst upp og forsætisráðherra Austurríkis Metternich neyddist til að flýja land. Ungverjar lýstu yfir sjálfstæði tveim dögum síðar. Ítalir gerðu einnig uppreisn gegn Austurríki.
Þetta ár var líka bylting í Prússlandi en ólíkt hinum kom ekki til vopnaátaka. Friðrik Vilhjálmur IV dró herinn tilbaka, gerði hin þrílita byltingarfána að sínum eigin, kallaði saman þjóðþing og heiðraði meira að segja fallnar hetjur byltingarinnar.
Í Frankfurt komu saman fulltrúar allra þýsku ríkjanna utan Austurríki og Sviss til að ræða við byltingarmennina. Þetta leiddi til afnáms allrar kvaðavinnu bænda í Þýskalandi og gerði út af við seinustu leifar lénsskipulagsins. Ritfrelsi og skoðanafrelsi voru ekki samþykkt.* Seinna þetta ár fóru íhaldsamari öfl að láta að sér kveða. Í Prússlandi var stjórnlagaþingið leyst upp með hernum. Hin íhaldsömu öfl völdu sér til forustu ungan mann að nafni Otto Van Bismarck.
1848 Urðu einnig uppreisnir í bæði Danmörku og í Slésvík Holstein héröðunum inn á valdasvæðum danska konungsveldisins. Danski konungurinn samþykkti nýja stjórnarskrá og ákvað að innlima héröðin inn í Danmörku. Í kjölfar þess hófst tveggja ára stríð sem fyrir milligöngu stórveldanna (Rússlands, Bretlands) endaði á samkomulagi um óbreytt ástand.
Bismarck
Otto Van Bismarck var persónulega á þeirri skoðun að einstaklingar skipti engu máli í sögunni heldur séu þeir aðeins valdalaus peð sem stýrist af hræringum samfélagsins. Það er þess vegna mjög kaldhæðnislegt að honum sé þökkuð sameining Þýskalands. Í sumum sögubókum lítur meira að segja út eins og hann hafi beinlínis smíðað landið með hamar, nokkrum plönkum og sög.
Bismarck varð kanslari á sjötta áratug nítjándu aldar og naut hann stuðnings kaupmanna og Junkara. (Junkarar voru gömul valdastétt frá miðöldum og stór landeigendur). Þegar hann tók við hafði Prússland verið að reyna að sameina Norðurþýskaland undir sig með litlum árangri í marga áratugi. Aðferðirnar hingað til höfðu verið bandalög, verslunarsambönd, sameiningarleiðir þar sem báðir aðilar njóta góðs af. En leið Bismarcks átti eftir að vera talsvert blóðugri og áhrifaríkari. Hann taldi að landið gæti einungis verið sameinað með járni og blóði.
Bismarck endurskipulagði prússneska herinn. Þótt að Prússland væri orðið blómlegt iðnríki þar sem landbúnaður, verslun og iðnframleiðsla blómstruðu þá hafði herinn verið í algerri niðurníðslu. Kannski ekki skrítið, því Prússar höfðu ekki háð stríð síðan þeir ásamt Bretum sigruðu Napóleon 1815. Við tökum eftir því að þeir börðust í tvö ár við Danmörku og niðurstaðan varð vopnahlé. Hvað segir það okkur um her Prússlands þegar við vitum að her Dananna var heldur ekki upp á marga fiska?
Bismarck fjölgaði í hernum og fór að leggja meiri áherslu á riddaralið en Prússar höfðu áður gert.
Fyrstu stríðin
Árið 1864 hófst fyrsta stríðið af þeim þrem sem sameinuðu Þýskaland þegar Prússland og Austurríki lýstu yfir stríði og gersigruðu Dani. Stríðið snerist um Slésvík-Holstein héröðin á milli Jótlands og Hamborgar. Danski herinn var úreltur og illa undirbúinn. Það er nokkuð skrýtið en staðreyndin var sú að þótt meirihluti héraðanna væri þýskumælandi þá töldu flestir íbúanna sig vera Dani*. Danakonungur hafði átt héröðin í mörg hundruð ár.
Árið 1866 hófst stríð Prússlands gegn Austurríki og stóð það á í sjö vikur. Þetta voru deilur um eignarhald á Slésvík-Holstein héröðunum en einnig viðbrögð Austurríkis við yfirvofandi stofnun Norðurþýskasambandsríkisins. Með Prússum börðust Ítalir sem voru að reyna að brjótast undan einveldi Austurríkismanna. Austurríki tapaði og eftir það gengu norður þýsku furstadæmin undir verndarvæng Prússlands.
Óttin tekur á sig mynd
Nú var Frökkum hætt að lítast á blikuna. Í augnablikinu var landinu stýrt af keisaranum Napóleoni Bonaparte, ekki sá sem áður var minnst á áðan heldur frændi hans sem hafði notfært sér hve Frakkar söknuðu stórveldistíma sinna. Frakkland hafði ávallt hagnast á óeiningu þýsku ríkjanna og hafði margsinnis stækkað sig á kostnað þeirra, meðal annars í Napóleonsstríðunum.
Napóleon hafði lofað hlutleysi í stríði Prússa og Austurríkismanna því hann hélt að þessi tvö ríki myndu bæði veikjast af deilunum sem myndu standa lengi og greiða þar með veginn fyrir franskt stórveldi.
Honum hefur væntanlega verið brugðið þegar hann frétti nokkrum vikum seinna af uppgjöf Austurríkismanna.
Napóleon brá sennilega en meira þegar hann heyrði frá áætlunum um prússneskan keisara á Spáni. Við skulum aðeins velta fyrir okkur pólitískri stöðu þessa klaufalega keisara.
Hann hafði náð völdum með að spila á væntingar Frakka til fransks stórveldis með annan Napóleon í hásætinu. Í upphafi gekk honum vel. Sigur vannst á Rússlandi í Krímstríðinu og Napóleon virtist vera sigursæll herforingji. Hann hóf afskipti af baráttu Ítala fyrir sjálfstæði og kom illa út úr því. Hann klúðraði tilraun Frakka til að öðlast ítök í Mexíkó. Í samningaviðræðum Austurríkismanna og Prússa reyndi hann að fá lönd fyrir meintan stuðning sinn við Prússa en fékk ekkert upp úr því. Hann var undir stöðugri pressu frá frönskum þjóðernissinnum sem vildu stríð gegn Prússlandi.
Hjarta hans hefur sennilega tekið eitt aukaslag þegar Spánverjar steyptu af stóli drottningu sinni Ísabellu 1868 og báðu um að fá konungsefni frá Prússlandi sent til sín. Fyrir valinu varð Leopold Hohenzollern-Sigmaringen sem var af kaþólskri hliðargrein Prússnesku keisarafjölskyldunnar. Því hefur verið haldið fram að Bismarck hefði sjálfur komið þessu í kring með pólitískum klækjum en í raun var þetta hugmynd Spánverjanna sjálfra sem eflaust sáu einhvern pólitískan hag í því að hafa Þýskan keisara.
Athyglisvert er að benda á að næstum tveim öldum áður var háð stríð þegar Frakkar undir forystu Loðvíks 14 börðust gegn því að þýskur prins settist í konungsæti Spánar. Og þar áður í þrjátíu ára stríðinu börðust þeir gegn sameiningu Austurríkis, Þýskalands og Spánar.
Frakkar hótuðu stríði og Vilhjálmur prússakeisari reyndi að forðast það af öllum mætti. Hann lét leita uppi prinsinn en þar fór í verra. Prinsinn var í fjallgöngu upp í Ölpunum og hafði ekki hugmynd um hvað var á seyði og það að hann skyldi vera ein mesta ógnun við heimsfriðinn á þessum tímapunkti.
Faðir hans hafnaði konungstigninni fyrir hans hönd, kannski af því hann vildi ekki stríð eða kannski af því honum þótti nóg að hafa einn son á konungsstóli, en bróðir Leópolds var Karl Rúmeníukonungur. (Rúmenía hafði tekið sér Prússneskan konung þegar það fékk sjálfstæði frá Ottómönum).
Til að gera langa sögu stutta þá var hörmungum afstýrt fyrir Frakka. Leópold varð ekki konungur og Napóleon gat varpað öndinni léttar. Eða hvað….
Seinasta stríðið…í bili
Frakkar gerðust nú svo djarfir að sendiherra þeirra í Prússlandi Vincent de Benedetti fór á fund Vilhjálms I og krafðist þess að Vilhjálmur skrifaði undir plagg upp á það að aldrei skyldi nokkur af Hohenzollern ættinni verða konungur Spánar.
Með öðrum orðum, algjör pólitísk uppgjöf. Bismarck lét birta útgáfu sína af samtali Keisarans og sendiherrans í blöðum. (Byggt lítillega á lýsingum keisarans). Þar lét hann líta út fyrir að þeir hefðu móðgað hvorn annan. Sem gæti vel verið.
Franska stjórnin ákvað að lýsa yfir stríði þar sem Prússar ekki vildu skilyrðislaust gefast upp. Það urðu afdrifarík og hrokafull mistök því Prússar gersigruðu þá.
Hversvegna voru Frakkar sannfærðir um að þeir myndu gersigra Prússa í stríði? Var það af því að keisarinn þeirra hét Napóleon, eða báru þeir kannski saman löndin á landakorti og komust að þeirri niðurstöðu að þar sem Frakkland væri stærra hlyti það að vinna Prússland?
Það er oft sagt að Þjóðverjum hefði þyrst í stórveldisstöðu og því verið árásargjarnir. En tökum eftir því að Frakkar hófu stríðið ekki Þjóðverjar og það voru Þjóðverjar sem reyndu að komast undan stríði með því að láta Leópold afsala spænsku krúnunni.
Hvað um það. Prússar unnu og hertóku sjálfa París. (Ekki í seinasta sinn sem Frakkar áttu eftir að glata höfuðborg sinni sökum blindrar trúar á yfirburða hernaðarmátt sinn). Við getum samt ekki eignað Bismarcki einum um sigurinn, hér réðu hershöfðingjar á borð við Helmut von Motke og að sjálfsögðu hermenn Þýska hersins miklu um.
En hversvegna brugðust hin stórveldin ekki við gegn sameiningu Þýskalands?
Prússar aðstoðuðu Rússa við að bæla niður uppreisnir í Póllandi og þeir létu í ljósi hugmyndir um að endurskoða friðarsáttmálan 1856 í þá átt að Rússar mættu aftur hafa herskip við Svartahaf. Danir og Austurríkismenn höfðu þegar verið sigraðir. Bretum leyst lítið á stórveldisburði Franska keisaraveldisins sem minnti kannski óþægilegi mikið á gamla erkifjandann, Napóleon I. (Myndum við styðja Þýska kanslarann Adolf Hitler náskyldan ættingja ,,Das Fuhrer” í einhverju?).
Lokaniðurstaðan
Þjóðverjar tóku stór landsvæði af Frökkum og þvinguðu þá til að borga fimm milljarða franka í stríðsskaðabætur. (Frakkar áttu eftir að muna það lengi og í fyllingu tímans borga í sömu mynt tilbaka).
Lýst var yfir stofnun Þýska keisaraveldisins í speglasalnum í Versölum 1871. Þetta var sambandsríki fjögurra konungsríkja, sex stórhertogadæma, sjö furstadæma og þriggja borgríkja með eigin lög og stjórnarskrá. 65% landsins tilheyrði einu ríki: Prússlandi sem hafði yfirhönd í öllu.
Ríkið var stýrt af keisara og erfðist keisaratignin. Keisarinn hafði rétt til að lýsa yfir stríði, semja frið, stofna til bandalaga og skipa nýjan kanslara. Þjóðkjörnir fulltrúar mynduðu ríkisþing og allir karlmenn höfðu kosningarétt.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Þýskaland árið 1871 lýðræðislegasta og frjálslegasta ríki Evrópu. Það var á þessum tímapunkti næst voldugasta og kannski voldugasta ríki heims, a.m.k. hernaðarlega séð.
En framundan voru fleiri stríð sem voru hræðilegri en nokkur hefði getað ímyndað sér. Prússnesk hófsemi vék nú fyrir hrokafyllri og groddalegri tilburðum minna kænni manna. Manna sem trúðu á jafnvel en stærra og máttugra Þýskaland og reyndu að láta drauminn rætast.
Heimildaskrá
Schulte-Peevers, Jeremy Gray, Anthony Haywood. 2000. Germany. Lonely Planet, Australia.
Ýmsir. 1990. Íslenska alfræði orðabókin. Örn og Örlygur. Reykjavík.
Jarle Simensen.1987. Saga mannkyns ritröð AB. Vesturlönd vinna heiminn. Íslensk þýðing: Jón Þ. Þór. Almenna bókafélagið. Reykjavík.
Lars-Arne Norborg. 1987. Saga mannkyns ritröð AB. Vesturlönd vinna heiminn. Íslensk þýðing: Gísli Ólafsson. Almenna bókafélagið. Reykjavík