Gísli, Þorkell, Þorgrímur og Vésteinn fara eitt vorið á Þórsnesþing en þeir ákveða að frekar að vera inní tjaldi og drekka, kemur þá maður að nafni Arnór og skammar þá fyrir að ekki vera á þingi og segist mæla fyrir hönd allra á þinginu. Þorkell auðgi og Gestur tala saman um hvað lengur þeir Haukdælir munu halda glæsileika sínum og Gestur sem er Forspár svarar með því að þeir munu slitna eftir þriðja sumur. Færir Arnór þessar fréttir til Gísla og stingur Gísli upp á því að þeir muni ganga í fóstbræðralag.
Þegar þeir gengu til þing, gengur þeir undir torfþökuna og blanda blóði sínu í moldina, en skyndilega vill Þorgrímur ekki fara í fóstbræðrarlag við Véstein og Gísli segir:”Mig grunaði að svona færi”.
Þá liggur leið Gísla og Vésteins til Danmerkur og dvelja þeir þar einn vetur hjá manni sem hét Sigurhaddur. Vésteinn þurfti svo að fara til England að ganga frá erindum við Sigurð nokkurn og lætur Gísli búa til pening sem er alveg eins á báðum hliðum en brýtur hann í tvennt og lætur Véstein fá hinn helminginn, og segir að ef hætta stendur af á hann að senda Gísla helminginn sinn og öfugt.

Það var einn góðan veðurdag að Gísli lét alla menn vinna heyverk nema Þorkell, hann var einn heima karla á bænum og hafði lagst niður í eldhúsi eftir dögurð sinn. Eldhúsið var tírætt að lengd en tíu faðma breitt en utan og sunnan undir eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðar og Ásgerðar og sátu þær þar og saumuðu. En er Þorkell vaknar gengur hann til dyngjunnar því að hann heyrði þangað mannamál og leggst þar niður hjá dyngjunni.
Ásgerður biður hana Auði um að sauma skyrtu fyrir Þorkell bónda sinn en Auður vill það ekki en segir: “Það kann ég eigi betur en þú, og myndir þú eigi mig til biðja ef þú skyldir skera Vésteini bróður mínum skyrtuna.”
Ásgerður segir: “Það þykir mér eigi brigsl, þótt mér þyki Vésteinn góður. Hitt var mér sagt að þið Þorgrímur hittust mjög oft áður en þú værir Gísla gefin.” Og svarar Auður á móti: “Því fylgdu engir mannlestir, því að eg tók engan mann undir Gísla að því fylgdi neinn mannlöstur; og munum við nú hætta þessari ræðu.” En Þorkell heyrir hvert orð og það er þær mæltu og tekur nú til orða er þær hættu:

“Heyr undr mikit,
heyr örlygi,
heyr mál mikit,
heyr manns bana,
eins eða fleiri,”

og gengur inn eftir það.
Þá tekur Auður til orða: “Oft stendur illt af kvennahjali og má það vera að hér hljótist af í verra lagi og leitum okkur ráðs” ”Hvert er það?“ kvað Auður. ”Leggja upp hendur um háls Þorkatli er við komum í rekkju og mun hann þetta fyrirgefa mér og segja þá lygi.“
Um kvöldið gerir Ásgerður það og biður fyrirgefningar og spyr hvort hún eigi sofa í rúminu hjá honum eða fara. Þorkell segir að það sé hennar að ráða og Ásgerður fer í rúmið til hans. Auður segir Gísla hvað hafði gerst. Þorkell vill flytja burt og skipta búinu en Gísli vill það ekki, Þorkell segir að hann hafi ekkert gagn af sér og því gerir það ekkert til þótt hann fari. Þeir komast að niðurstöðu og fær Gísli búið en Þorkell allt lausafé. Þorkell flytur inn til Þorgríms goða mág síns. Miklar veislur voru haldnar til að fagna vetri og daginn þegar ein veislan var haldin sagði Auður Gísla að hann skyldi bjóða Vésteini en hann vildi það ekki um ótta að hann yrði drepinn. Maður að nafni Þorgrímu, kallaður nef sem bjó á nefstöðum bjó til spjót úr brotum Grásíðu með Þorkatli og Þorgrími goða inní smiðju einni. En Grásíðubrotin fékk Þorkell þegar hann og Gísli skiptu.
Gísli frétti að Vésteinn væri kominn frá Englandi og sendir tvo húskarla sem hétu Hallvarður og Hávarður til að vara Véstein við að koma ekki og lætur þá fá helminginn sinn af peningnum og segir þeim að ríða til Vésteins og láta hann fá helminginn sinn ef hann tekur ekki mark á viðvöruninni.
Þegar þeir finna Véstein segir hann þeim að þeir séu seinir og segir: “Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og mun ég þangað ríða enda er ég þess fús. Austmenn skulu hverfa aftur. En þig stígið á skip,” og segir þeim að segja Gísla það og mælir hann svo:“Svo verður nú að vera.” Vésteinn var forlagatrúar og þessvegna hélt hann áfram.
Vésteinn fer til Gemlufjalls til að hitta frænku sína sem hét Lúta og hún varar hann við, síðan ríður hann til Þingeyrar og hittir mann sem heitir Þorvaldur Gneisti og hann segir “Margt hefur skipast í Haukadal, og vertu var um þig.” Seinasta viðvörunin kemur frá Rannveigi og Geirmundi er hann ríður framhjá Sæbóli. Morguninn eftir Gefur Vésteinn gjafir, Refla, Höfuðdúk og mundlaugar, en Þorkell þiggur þær ekki.
Um nóttina skellur óveður á og allir fara að nema Vésteinn, Auður og Þórður en þau sofa sem fastast. Einhver kemur inn og rekur Grásíðuspjótið í gegnum hann og hann segir: “Hneit þar,” og dettur útur rúminu sínu dauður. Auður vaknar við þetta og öskrar á Þórð að taka spjótið úr Vésteini en hann Þórður neitar því þá yrði hann að hefna fyrir. Gísli kemur inn og tekur spjótið úr honum.

Vígið var ekki sannað en Gísli lét Guðríði fara á Sæból og athuga hvað væri á seiði þar, hún tók eftir því að allir voru vopnaðir og að Þorgrímur væri í öllum herklæðunum sínum og vopn. Þorgrímur sagðist vilja sjá um útförina en hann Gísli vildi það ekki og gerði það sjálfur. En hann Þorgrímur batt helskó um Véstein því það var tíska og þegar hann var búinn mælti hann: “Eigi kann eg helskó að binda ef þessir losna.” Eftir það kvað Gísli vísu:

Betr hugðak þá, brigði
biðkat draums ens þriðja
slíks af svefni vökðum
sárteina, Vésteini,
þás vér í sal sátum
Sigrhadds við mjöð gladdir
komskat maðr á miðli
mín né hans, at víni.
.:Rayon:.