SAGA KATTA
Kötturinn á sér athyglisverða sögu, sem að hefur tekið mörgum breytingum í gegnum aldirnar, hann hefur verið dýrkaður sem hálfguð, elskaður, hataður og ofsóttur af mannfólki í gegnum tíðina.
Til að skilja stöðu katta í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að vita hvernig sambandið milli katta og manna byrjaði.
Það gerðist fyrir rúmum 5000 árum í efra Egyptalandi, en á þessum tíma borðaði fólk mikið af allskyns kornvöru, sem að þau geymdu yfirleitt í stórum geymslum, rottur sóttu mikið í þessar geymslur, og kettirnir sóttust einnig í geymslurnar til þess að éta rotturnar, sem að hjálpaði til við að eyða nagdýravandanum í Egyptalandi. Fólk skildi þessa staðreynd og byrjaði að skilja eftir mat hjá geymslunum til að laða kettina að. og hvetja þá til að hanga í kringum geymslurnar… Það virkaði, og fljótlega byrjuðu kettirnir að fjölga sér og lifðu vel á rottuvandamáli egyptanna.
Þar sem að Faraóinn átti mikið af korni í geymslum hallarinnar vildi hann leggja eignarhald á alla ketti landsins, og setja þá í geymsluna sína. En það gat hann ekki gert, vegna þess að kettir voru orðnir mjög vinsælir meðal almennings, og ef að hann myndi taka alla kettina frá þegnum sínum, gæti hann hætt á byltingu. Svo, í staðinn fyrir að taka alla kettina frá eigendum sínum, þá fékk hann það snjalla ráð að lýsa yfir að kettir væru hálfguðir, það merkir kannski ekki að þeir séu jafnir Faraónum, en þeir voru svo sannarlega mikilvægari en venjuleg manneskja. Með þessu skipulagi hans þá gat almenningur séð um kettina, en þeir voru samt opinberlega eign Faraósins.
Staða kattana breyttist til muna á einni nóttu. Ef að einhver myndi drepa kött, þá var sá hinn sá sami dæmdur til dauða. Ef að það kveiknaði í húsi þá voru köttunum bjargað fyrst út. Ef ef að köttur myndi deyja úr náttúrulegum orsökum, þá var fjölskylda kattarins skyldug til að fara með dýrið til prests en hann myndi ganga úr skugga um hvort að dauði kattarins hefði ekki örugglega verið af náttúrulegum orsökum.
Fjölskyldum var einnig skylt að syrgja kettina sína, meðal annars með því að raka augnabrýrnar af sér, eða þá að berja sig í bringuna nokkuð oft, en það þótti vera gott merki um dapurleika.
Í gegnum tímann þá varð kötturinn tákn fyrir heilsu, hjónaband og velgengni, og það að eiga marga ketti átti að boða lukku.
Kettir dreifðust til annarra landa með skipum.
skipa áhafnir höfðu nefnilega alltaf með sér ketti í skipinu til þess að drepa mýs sem að gætu hafa komist um borð. Kettir dreifðust fljótt til annarra landa, og urðu oft partur af trúarbrögðum, og goðsögnum ýmissa þjóða.
Má þar á meðal nefna gyðjuna Freyju úr goðafræðinni, en hún hafði höfuð kattar og líkama konu.
Tenging katta við guði, og gyðjur varð kettinum að falli.
Þegar kristnin breiddist út, þá voru guðir annarra trúarbragða fordæmdir, og þar sem að kettir tengdust mörgum öðrum trúarbrögðum þá voru þeir sagðir vera útsendarar djöfulsins.
Þetta leiddi til 100 ára, af hreinum pyntingum fyrir kettina.
Margir voru limlestir, drepnir, brenndir á báli, eða grillaðir lifandi. Afleiðingin var næstum algjör útrýming á köttum í Evrópu. Og kettir urðu afar sjaldséðir.
Á flestum stöðum í Evrópu var þessu hætt um svipað leiti og nornaveiðunum var hætt, En
Svona pyntingar voru haldnar áfram í frakklandi alveg fram á 19 öldina.
Sem dæmi má nefna Sánkti Jóhannesardag, en þá var vani að setja fjölda katta í körfur og sturta þeim yfir stórt bál. Og til þess að yfirgnæva sársauka kvein kattanna raulaði fólkið sálma.
Einnig var köttum kennt um pláguna miklu sem að stóð yfir frá 1348- 1530, en hún breiddist út með rottum. Og talið er að ef að kettir hefðu ekki verið næstum útrýmdir á þessum tíma, þá hefðu þeir hindrað útbreiðslu plágunnar.