Seinast skrifaði ég um byrjun falls khwarezam. Og eins og ég lofaði þá verður þessi hluti skemmtilegri og meira fræðandi.
Næsti áfangi mongóla var borgin Khojend. Verjandi borgarinnar var mikils metin hershöfðingi sem hét Temur Malik. Malik var víst mjög góður stratgetisti og hafði unnið þá marga frækna sigrana. Hann var aðeins með 1000 menn. Það þurfti 20,000 mongóla og 50,000 fanga til að ná borginni. Temur Malik flúði til kastalans og barðist enn. Mongólarnir ákváðu að sökkva bátum í sýkið til að vatnið hyrfi. Temur vissi að þá myndi höllin falla. Hann tók á það ráð að stökkva í bátana og flýja. Og viti menn þetta tókst við mikinn fagnaðarfund.
Mongólarnir komust inn í borgina Nur í dulargervi kaupmanna. Borgarráðsmenn ákvaðu að borga 1,500 díneur sem verð fyrir að halda borginni. Það var ekki nóg og mennirnir ráku borgarbúana úr borginni og rændu hana svo, brenndu hana og sentu ránsfenginn til mongólíu.
Næst féll Bukhara, sem var ein fínasta borg vestursins. Þetta var eins og Mekka er í dag. Þegar mongólarnir gerðu árás þá reyndu hermenn borgarinnar að aflétta umsátrinu. Þeir voru eltir og drepnir. Mongólsku fangarnir brutu niður hliðin og slengivörpur eyðilögðu varnirnar. Genghis Khan fór sjálfur inn í borgina meðan bardagar stóðu sem hæst. Þegar bardaginn var búinn voru allir hermennirnir eftirlifandi drepnir. Allir borgarbúar áttu að fara burt en þeir sem földust voru drepnir.
Genghis Khan fór til miklu moskunnar því að hann hélt að það væri konungshöllin. Þegar helgiritum var fleygt í drulluna frömdu hundruðir múslíma sjálfsmiorð til að forðast þessa villimennsku. Menn drápu konur sínar til að mongólarnir næðu þeim ekki. Mongólarnir létu nefninlega eiginmennina horfa á meðan þeir nauðguðu konunum og svo drápu þeir konuna og eiginmannin.
“Þetta var myrkur dagur”, sagði múslímskur rithöfundur. “Ekkert heyrðist nema grenjurnar í mönnum, konum og börnum, þau voru aðskilin að eilífu því mongólarnir dreyfðu þeim á meðal sér”.
Genghis Khan átti að hafa sagt “ég segi ykkur, ég er refsimaður Allah, og ef þið hefðuð ekki syndgað svona mikið þá hefði Allah ekki sent mig til að ná ykkur”.
Svo var borgin brennd til ösku. Tugir ára liðu þangað til að búið var þar aftur. Þúsundir limlestra líka lágu þarna ´víð og dreif. Þeir sem bjuggu í nágrenni við borgina fluttu. Öll ræktarlöndin eyddust, dýrin hurfu. Bara rústir, rústir.
Genghis Khan hóf þá leið sína til Samarakand. Bakvið hann komu þúsundir fanga, neyddir til að vinna við að eyða sínu eigin landi. Samarakand var borg troðfull af sögu. Hún var merkileg á tímum Alexanders mikla. Hún senti melónur alla leið til Baghdad, þeim var pakkað í járnkassa með snjó til að halda þeim ferskum. Hún var full af gullsmiðjum, vopnasmiðjum, járnsmiðjum og mörgum mörgum fleiri. Jafnvel pappír var búinn til í borginni.
Samarakand var bara nýlega búinn veggjum, hliðið eitt var fjögur hlið. Mennirnir voru helmingi fleiri en í Bukhara svo að íbúar Samarakand voru bjartsýnir.
Genghis Khan var gapandi yfir vörnum borgarinnar. Hann kom um vorið 1220, hann bjó um sig rétt fyrir utan borgina og beið eftir liðsauka. Á meðan bjó hann til hring í kringum borgina til að forðast flótta borgarbúana. Svo nokkru síðar komu tveir af sonum hans með þúsundir fanga. Þeir sögðu að best væri að klæða þá í mongólska búninga og hræða verjendurna.
Verjendurnir sáu í gegnum þetta og gerðu árás fangarnir hörfuðu og leiddu verjendurna í gildru. Þeim var öllu slátrað.
Stjórnendur borgarinnar komu til að semja við Genghis, Genghis lofaði öllu fögru og þá gafst borgin upp, en viti menn, allt kom fyrir ekki. Allir eftirlifandi verjendurnir voru drepnir og þeir fátæku voru sentir til mongólíu og þeir ríku keyptu sig í burtu. Það voru ekki einu sinni einn 25% af hundraði gamla fólksfjöldans eftir.
Höfuðborg Khwarezam var ekki samarakand heldur Urgench. En þeir voru tilbúnir í að vera í umsátri í langan tíma.
Lokin koma í 4. og seinasta hlutanum og hann er extra langur.
Heineken - Heineken