Hervern Bandaríkjanna
Þegar seinni heimstyrjöldin var í hámæli varð staðsetning Íslands alveg
gífurlega mikilvæg hernaðarlega. Sá sem réð yfir Íslandi réð yfir öllu N-Atlantshafi
og þar með öllum siglingum þar á milli. Í beinu framhaldi af þessari staðreynd
varð kapphlaup milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Bandaríkjamanna hins
vegar um að ná hér landi. Bretar voru fyrstir á staðinn og komu þar með í veg fyrir
að Þjóðverjar næðu valdi á Íslandi sem var mjög vel séð af Íslensku þjóðinni.
Koma Bandaríkjamanna
Fljótlega eftir að bresku hermennirnir komu til landsins fóru nokkrir
Íslendingar að leita til Bandaríkjamanna og reyndu að fá þá til að taka að sér
hervernd Íslands í stað Breta. Þar voru á ferðinni Sveinn Björnsson, sem seinna
varð forseti og Vilhjálmur Þór. Ef þetta hefði gengið eftir hefði það haft nokkra
augljósa kosti og galla fyrir báða aðila. Bandarísk hervernd hefði verið öruggari en
bresk, en Íslendingar vildu hins vegar halda í hlutleysi sitt frá sambandslögunum
en ef þeir bæðu um erlenda hersetu myndu þeir glata því. Bandaríkjamenn voru
enn hlutlausir í stríðinu þó þeir styddu Breta og Frakka en það var aðallega
fjárhagslega, ef þeir tækju að sér hervernd Íslands myndu þeir glata sínu hlutleysi.
Aftur á móti voru Bandaríkjamenn farnir að líta á Ísland sem hernaðarlega
mikilvægan stað. Að lokum komst á samkomulag milli Bandaríkjamanna og
Íslendinga með milligöngu Breta en bresku hermennirnir þurftu að hverfa frá til
mikilvægari starfa í heimalandi sínu þar sem töluverð hætta var á innrás Þjóðverja
þar. Bretum fannst ómögulegt að skilja landið eftir óvarið þannig að þeir fengu
Bandaríkjamenn til að taka að sér herverndina með samþykki Íslensku
stjórnarinnar. Íslendingar settu fáein skilyrði fyrir hersetu Bandaríkjamanna og
þau þrjú mikilvægustu voru í grófum dráttum þessi:
1. Bandaríkjamenn skulu fara af landi brott um leið og
stríðinu væri lokið.
2. Bandaríkjamenn skulu virða frelsi og fullveldi Íslands
algerlega.
3. Bandaríkjamenn áttu að vernda hagsmuni Íslendinga
og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja
Íslendingum allar nauðsynjar.
Dvöl hersins á Íslandi
Bandaríkjamenn gengu að þessum skilyrðum. Fyrstu bandarísku herskipin komu
til landsins 7. júlí 1941. Það var ekki fyrr en 27. apríl 1942 sem tilkynnt var
opinberlega að Bandríkjamenn hefðu tekið við yfirherstjórn á Íslandi. Alþingi
samþykkti herverndarsamninginn með 39 atkvæðum gegn þremur. Breskir og
Bandarískir hermenn á Íslandi voru 40 til 50 þúsund á meðan Íslendingar voru
120 þúsund. Bandaríkjamenn lögðu flugvöll í Keflavík, komu sér upp herstöð á
Miðnesheiðinni og byggðu annan flugvöll á Melgerðismelum í Eyjafirði. Við komu
Bandaríkjamanna efldust varnir landsins verulega þar sem þeir voru mun betur
vopnum búnir en breski herinn. Hergögn hans voru flest frá því í fyrri
heimstyrjöldinni en bandaríski herinn kom með ný og öflugri vopn.
Hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna hafði mikil áhrif á þróun innanlandsmála og
utanríkisstefnu á Íslandi.
Keflavíkursamningurinn
Í kalda stríðinu vildu Bandaríkjamenn vera öruggir um að hafa herstöðvar á
Íslandi en Íslendingar höfnuðu beiðni þeirra. Bandaríkjamenn höfðu samt tromp á
hendi. Samningar sögðu til um það að þeir ættu að fara þegar stríðinu væri lokið
og formlega er það þegar friðarsamningar eru gerðir, enn höfðu engir
friðarsamningar verið gerðir við Þjóðverja og því var eiginlega bara vopnahlé þó
ljóst væri að stríðinu væri lokið. Bandaríkjamenn höfðu her í Þýskalandi og gátu
þess vegna sagt að þeir þyrftu aðstöðuna á Íslandi til flutninga til þessa hers.
Haustið 1946 gerði Ólafur Thors samning við Bandaríkjamenn sem nefndist
Keflavíkursamnigurinn. Fjallaði hann um það að innan hálfs árs myndi herinn fara
og Íslendingar fengju afnot af Keflavíkurflugvelli en Bandaríkjamenn mættu hafa
starfslið og tæki á vellinum. Keflavíkursamningurinn var uppsegjanlegur eftir sex
og hálft ár með árs fyrirvara. Hann var samþykktur eftir nokkurt þref með 32
atkvæðum gegn 19. Með þeim samningi var herverndarsamningurinn frá
stríðsárunum
felldur úr gildi, Bandaríkjamenn afhentu Íslendingum Keflavíkurflugvöll til eignar
og yfirráða og skyldu fara á brott með allan herafla innan hálfs árs.
Nýsköpunarstjórnin, hin sitjandi ríkisstjórn á þessum tíma, sprakk vegna þessa
samnings og deilanna í kringum hann. Árið 1951 féll þessi samningur úr gildi og
nýr samningur, varnarsamingurinn, var gerður. samkvæmt honum tóku
Bandaríkjamenn að sér hervernd Íslands á vegum NATO um óákveðinn tíma. Hefur
þessi samningur verið eitt mesta hitamál íslenskrar stjórnar eftir stríðið.
Bandaríski herinn er enn hér og nú nýlega hélt hann stóra æfingu þar sem herlið
kom úr öllum áttum, var hún hluti af átaki sem nefnist Norðurvíkingur.
Eins og sjá má hefur ýmislegt gengið á í samskiptum Íslands og
Bandaríkjanna þegar um herinn er að ræða og enn í dag eru miklar deilur um
hvort herinn eigi að dvelja hér eða ekki. Svo mikið er þó víst að á meðan
ríkisstjórnin hefur einhvern ávinning af því mun herstöðin i Keflavík vera á sínum
stað.
Heimildir
Uppruni nútímans, Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, Mál og menning
1997.
Stríðsárin á Íslandi 1939-1945, Jenný Björk Olsen og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir,
Námsgagnastofnun 2000.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury