Ég ætla að fara ítarlega út í herferð Genghis Khan í Asíu og Rússlandi. Ég vona að þetta verði fræðandi og sýni fram á hve söguleg Asía sé í stríðum og orrustum.


“Ég er ábyrgur á mörgum illvirkjum og ábyrgur á dauða margra manna, vitandi aldrei hvort það sem ég gerði var réttmætt. En mér er sama hvað fólk segir um mig og finnst um mig.” Þetta sagði Genghis Khan á 13. Öld(1200 - 1300).
Ferill Genghis Khan var samansafn illvirkja og annara illvirkja öðru eftir öðru. Þegar hann dó 1227, var hann ábyrgur fyrir dauða 20 milljón manna - um það bil einn tíunda af íbúum jarðar sem þá var vitað um. Hann byrjaði feril sinn þegar hann drap bróður sinn í rifrildi um fisk; hann var aðeins 12 ára.
Þegar hann var 33 ára að aldri var hann orðinn sannur leiðtogi
móngólsku hersingarinnar eða Genghis Khan, sem þýðir “stjórnandi alheimsins”. Árið 1211 hafði hann ferð sína í gegnum Kína. Hann brenndi og rændi hvern bæ og hvert þorp á leið hans. Þremur árum síðar stjórnaði hann Miðjuveldinu, norður-Kína að ánni Gulu, og neyddi hann öll veldi í Kína utan hans eigins til að senda honum 500 unga menn og konur og 3000 gripi sem friðarsáttmála. Árið 1217 skildi hann Kína eftir undir stjórn náns vinar síns og lífvarðar Muquali til að hreinsa upp allar leifar mótspyrnu. Hann fór aftur heim til Móngólíu og byrjaði herferð sem átti eftir að koma honum að hliðum Evrópu.
Konungur Gulja í vestur Mongólíu borgaði 75% eigna sinna til Genghis Khan til að halda friðinn. Hann var myrtur af Guchulug, keisaranum af Qara-Khitai þar sem nú er Kazhakstan. Ekkja og sonur Konungsins af Gulja báðu Genghis Khan um hjálp. Hann vildi glaður hjálpa og hann sendi herhöfðingjann Jebe, og innan árs var Guchlug og allt hans veldi komið undir stjórn Genghisar Kahns. Guchlyg var drepinn áður en veldi hans féll. Þetta færði Genghis Khan inn í heim Múhammedstrúar.
Vestan við Qara-Khitai var konungsríkið af Khwarezam, þar sem nú er norð-austur Íran, Turkmeniya, Uzbekistan ig Tadzikistan. Árið 1212 hafði Shah Mohammed lýst sjálfan sig stjórnanda Samarakand. Shah Mohammed var þáverandi konungur Khwarezam.
Khan vildi ekki fara í stríð við Shah því Mongólir keyptu fatarefni frá Samarakand. Genghis senti úlfaldalest fulla af sjaldgæfum málmum og beinum, gullstangir og feld búinn til úr alhvítum kameldýrum. Þessir 300 úlfaldar voru í fylgd með Móngólskum aðalsmanni sem bar skilaboð frá Genghis og svona hljómuðu þau, “ég veit hversu máttugur þú ert og hve stórt veldi þitt er. Ég vill lifa í friði við þig. Ég skal virða þig sem son minn. Og til að vara þig við, ég náði miðveldinu og sameinaði alla ættbálkana í norðri. Þú veist vel að land mitt er land stríðsmanna mikilla, náma silfurs, og að ég þarf ekki fleiri lendur. Ég veit líka að okkur langar báðum að stofna skiptileið milli okkar beggja.”
Mohammed fannst þessi skilaboð grunsamleg, hann samþykkti gjöf Genghisar en senti sendiberann aftur til baka án svars. Genghis sent aðra úlfaldalest nema þessi var 200 úlföldum stærri, úlfaldarnir báru fína felda. Með henni var Uqna, maður með sæti í Móngólsku konungshirðinni.
Fyrir framan hlið borgarinnar Qtrar lét borgarstjórinn slátra 100 kameldýranna og gerði farangurinn upptækann. Því næst drap hann Uqna. Genghis Khan reyndi einu sinni enn að útkljá þetta friðsamlega. Hann senti múslíma. Hann og fylgisveinar hans voru afhöggnir allir nema einn, voru höfuð þeirra svo rökuð og sent til baka. Seinasta móðgun Mohammeds við Genghis var að hann vðurkenndi borgarstjóra Qtrar sem hans eigin son.
Við þessu var aðeins eitt svar. Sumarið 1219 hafði Genghis safnað eitthvað á milli 150,000 og 200,000 hestamönnum saman, margir þeirra bardagavanir menn frá stríðinu í Kína. Og svo með öllum hans hermönnum, fjórum sonum hans og einni konu hans - Qulan, sem þýðir hún-rass-hélt hann af stað í stríð.
Shah Mohammeds her var mun stærri, en hann vissi ekki hvar hann myndi gera árás svo hann dreyfði þeim meðfram landamærunum. Þetta var eitthvað sem að fáviti myndi ekki gera því að vörnin var svo þunn á stöðum að Mongólarnir áttu í engu basli með að komast í gegn. Ef Mohammed hefði hugsað í smástund þá hefði hann áttað sig á því að hann myndi gera árás á Qtrar. Það var augljóst. Loksins var komið að hefnd.


Takk fyrir, næsti hluti kemur von bráðar.

Heimildaskrá:
The world's worst atrocities

og

Internetið!!!

Heineken - Heineken