Hér er smá umfjöllun um líf Hallgerðar Höskuldsdóttur.
Njótið vel.
Hallgerður Höskuldsdóttir eða Hallgerður Langbrók eins og hún var oftar kölluð var fyrst vart í Brennu Njáls sögu í fyrsta kafla í heimboði föður hennar, honum Höskuldi. Höskuldur var Dala-Kollsson. Móðir hans hét Þorgerður og var dóttir Þorsteins hins rauða, Ólafssonar hins hvíta, Ingjaldssonar, Helgasonar. Móðir Ingjalds var Þóra, dóttir Sigurðar orms í Auga, Ragnarssonar loðbrókar. Unnur hin djúpúðga var móðir Þorsteins rauðs, dóttir Ketils flatnefs, Bjarnarsonar bunu. Höskuldur bjó á Höskuldsstöðum í Laxárdal. Hrútur hét bróðir hans. Hann bjó á Hrútsstöðum. Hann var sammæður við Höskuld. Faðir hans var Herjólfur. Hrútur var vænn maður, mikill og sterkur, vígur vel og hógvær í skapi, manna vitrastur, hagráður við vini sína en tillagagóður hinna stærri mála. Hallgerði er fyrst lýst svona í fyrsta kafla þegar faðir hennar kallar á hana, hún var fríð sýnum og mikil vexti og hárið svo fagurt sem silki og svo mikið að það tók ofan á belti. Þegar Hallgerður vex úr grasi og vex upp er hún kvenna fríðust sýnum og mikil vexti og því fékk hún viðurnefnið langbrók. Hún var fagurhár og svo mikið hárið að hún mátti hylja sig með. Hún var örlynd og skaphörð. Fóstri hennar hét Þjóstólfur, hann var suðureyskur að ætt. Hann var styrkur maður og vígur vel og hafði margan mann drepið og bætti engan mann fé. Mælt var að hann væri engi skapbætir Hallgerði. Fyrst bóndi Hallgerðar hét Þorvaldur Ósvífursson. Hann bjó út á Meðalfellsströnd undir Felli. Hann var vel auðugur að fé. Hallgerður fékk engu að ráða um mannaval að þessu sinni heldur var það faðir hennar hann Höskuldur sem ákvað að hún giftist Þorvaldi. Veislu boð var haldið á Hrútsstöðum hjá Hrúti bróður Höskulds. Eftir boðið riðu Þorvaldur og föruneyti hanns heim á leið. Einn góðan veður dag heima á búi Hallgerðar og Þorvalds komu upp einhverjar heimiliserjur sem enduðu með því að Þorvaldur laust hana í andlitið svo að úr blæddi og gekk síðan á braut. Eftir þessi ósköp kom Þjóstólfur heim í hlað og sá sár hennar í andlitinu, og sagði hún honum alla söguna. Hallgerður bað Þjóstólf að hefna, Þjóstólfur þurfti eigi að hugsa sig tvisvar um og fór áleiðis til fjöru þar sem Þorvaldur og hans menn voru, Þjóstólfur hafði með sér í þessari för öxi eina sem átti eftir að vera afdrifarík. Drap Þjóstólfur Þorvald og menn hans alla með öxi þessari og er þá hjónabandi þessu lokið. Eftir þetta blóðbað kom Þjóstólfur heim á hlað og þar sat Hallgerður og mælti “Blóðug er öx þín. Hvað hefir þú unnið?” “Nú hefi eg það að gert,” segir Þjóstólfur, “að þú munt gefin vera í annað sinn.” “Dauðan segir þú mér Þorvald þá,” segir Hallgerður.“Svo er,” sagði Þjóstólfur, “. Eftir þetta fór Þjóstólfur norður til Bjarnarfjarðar á Svanshól og tók Svanur við honum þar. En Hallgerður fór heim til föður sins, til Höskuldsstaða. Einhverjir eftirmálar voru af vígi Þorvalds og reyndu menn að hefna fyrir vígið en eigi var félögum Þorvalds ágengt með hefnd sinni. Seinna í sögunni eru bræður þrír nefndir til sögunnar. Hét einn Þórarinn, annar Ragi, þriðji Glúmur. Þeir voru synir Óleifs hjalta. Þeir voru virðingamenn miklir og vel auðgir að fé. Glúmur hafði verið lengi í förum. Hann var mikill maður vexti og sterkur og fríður sýnum. Glúmur var vanur að fara utan ár hvert, en þetta árið var hann með annað í huga, hann hugðist næla sér í kvonfang. Hann hafði aðeins eina konu í huga og var það einginn önnur en Hallgerður dóttir Höskulds í Dölum vestur. Glúmur og félagar riðu austur til Höskuldsstaða og fundu þar Höskuld sem tók þeim vel og voru þeir þar um nóttina. Eftir að þeir bræður höfðu rætt við Höskuld og Hrút, komust þeir að samkomulagi, Hallgerður var ánægð með tilvonandi húsbónda. Nú var Hallgerður kvænt í annað sinn og í þetta skipti fékk hún að ráða hvort hún hefði áhuga á mannium sem bað hennar. Eftir veislu sem haldin var þeim til heiðurs riðu brúðhjónin suður til Varmalækjar. Sumar eitt á Varmalæk fæddi Hallgerður meybarn og var hún skýrð Þorgerður eftir föðurmóður Hallgerðar sem var komin af Sigurði Fáfnisbana. Glúmi og Hallgerði sömdust vel og voru saman um hríð. Nú var Þjóstólfur aftur kominn til sögunar og hafði hann barið húskarl hjá Höskudi á Höskuldsstöðum, og rak Höskuldur hann í burtu og tjáði honum að eigi mætti hann láta sjá sig aftur á þessum slóðum, reið Þjóstólfur suður þar til hann kom að Varmalæk og var honum vel tekið að Hallgerði. Þjóstólfur dvaldi um stund á Varmalæk. Eftir einhvern tíma var Glúmi og Þjóstólfi farið að semja illa samann og eigi vildi Glúmur hafa Þjóstólf lengur heima við. Og fór hann og tjáði Hallgerði allt sem á milli þeirra hafði farið, Hallgerður stóð með Þjóstólfi í þessu og fór allt í bál og brand. Eftir mikil rifrildi þá drap Glúmur til hennar hendi og fór í burt. Þjóstólfur frétti af þessu og talaði við Hallgerði, en hún bað hann að eigi skildi hann hefna. Nú vantði Glúmi margar kindur og þurftu því Þjóstólfur og Glúmur að fara á fjall og leita af kindunum. Á miðju ferðalaginu á fjalli komu til rifrildi milli Þjóstólfs og Glúms, enduðu rifrildin með því að Þjóstólfur hjó með afrifaríku öxini í Glúm og varð það hans bana högg. Þjóstólfur fór því einsamall af fjöllum og kom að Varmalæk, þar sat Hallgerður og sá blóðugu öxina, og mælti: ”Hvað segir þú tíðinda eða hví er öx þin blóðug?“ Þjóstólfur svaraði: ”Eigi veit eg hversu þér mun þykja. Eg segi þér víg Glúms.“ ”Þú munt því valda,“ segir Hallgerður.”Svo er,“ segir Þjóstólfur. Hallgerður hló að og mælti: ”Eigi ert þú engi í leikinum.“ Þjóstólfur mælti: ”Hvert ráð sérðu fyrir mér nú?“ ”Far þú til Hrúts föðurbróður míns,“ segir Hallgerður, ”og sjái hann fyrir þér." Fór Þjóstólfur til Hrúts og tjáði honum víg Glúms, þegar Hrútur heyrði þetta áttaði hann sig á því að Hallgerður hefði eigi sent Þjóstólf til sín að ástæðulausu, hún hafði sent Þjóstóls til sín til að láta drepa Þjóstólf og svo varð. Nú var annað hjónaband Hallgerðar á enda. Nú líður langur tími þar til Hallgerður kemur aftur við sögu, en í þetta skipti er það þegar hún hittir Gunnar Hámundarson á þingi. Gunnar og Hallgerður ræddust lengi vel samann og voru farinn að kunna vel hvort við annað. Gunnar spurði Hallgerði hvort hún væri ógefin og svo kvaðst hún vera. Gunnar fer og finnur búðir Dalamanna, hann spyrst fyrir um Höskuld og finnur hann, þeir spjalla samann og ekki líður á löngu þar til Gunnar spyr hverju Höskuldur svari ef hann bæði Hallgerðar, Höskuldur tók vel í það og Gunnar bað Hallgerðar. Af þessu varð og voru nú Gunnar og Hallgerður gefin saman, og nú þriðja hjónaband Hallgerðar. Fóru þau nú að Hlíðarenda og bjuggu þar. Einn veturinn bauð Njáll góðkunnur félagi Gunnars, Gunnari og Hallgerði til heimaboðs, þau þygðu það. Þegar þau voru kominn á Bergþórshvol heimabæ Njáls urðu strax óstætti milli Bergþóru konu Njáls og Hallgerðar. Uppúr þeim rifrildum og ósættum varð mikið mannsfall og mikil leiðindi. Einn morgun þegar Gunnar er að fara á þing, biður hann konu sína hana að vera ekki með vandræði meðan. Eigi varð Hallgerður að ósk Gunnars heldur sendir hún Kol í Rauðaskóg til að drepa Svart. Kolur er þræll á Hlíðarenda en Svartur er þræll á Bergþórshvoli, þessi dráp urðu til vegna þess að Svartur var að höggva í sameiginlegum skó Hlíðarenda og Bergþórshvols. Kolur fer og drepur Svart. Hallgerður segir Gunnari vígið og Gunnar segir Njáli frá því. Gunnar borgar Njáli 12 aura silfurs fyrir vinnumanninn. Bergþóra segir nýjum vinnumanni, Atla, að fara að drepa Kol. Hann gerir það. Gunnar og Njáll frétta af vígum þessum og þá greiðir Njáll Gunnari aftur með sömu peningum tilbaka. Þeir voru eftir sem áður jafn góðir vinir. Hallgerður lætur Brynjólf fænda sinn laungetin son Svans drepa Atla. Gunnar borgar Njáli mikið silfur fyrir enda var Atli ekki ófrjáls maður. Þóruður er góður vinur Njáls og hefur fóstrað alla syni hanns. Bergþóra vill að Þórður þessi fari og drepi Brynjólf frænda Hallgerðar. Hann var nú ekki til í það, enda enginn vígamaður. Hann gerði það nú samt fyrir Bergþóru. Sigmundur Lambason og Skjöldur leggja á ráðin um að drepa Þórð og gera það. Synir Njáls fara og hefna og drepa Sigmund og Skjöld. Og voru það síðustu vígin í þessum svo kölluðu þrælavígum. Löngu eftir öll þessi víg þegar það var allt grafið og gleymt, þá er orðið lítið um matvæli á Hlíðarenda, Hallgerður sendir þrælinn Melkólf að Kirkjubæ og segir honum að stela smjöri og osti þar og kveikja síðan í útibúrinu. Þegar Gunnar kemur heim af þingi þá ber Hallgerður bæði smjör og ost á borð og Gunnar sem vissi að slíkt ætti ekki að vera til á bænum spyr hana hvaðan þetta komi. Hún svarar að honum komi það ekki við og hann megi vel éta matinn þaðan sem þetta komi. Þá reiddist Gunnar mjög og lýstur hana kinnhest. Hún segist mundu launa honum kinnhestinn þótt síðar verði. Út frá þessum gjörðum Hallgerðar verður uppi mikið fjarðarfok. Gunnar og Hallgerður áttu tvo sonu. Hét annar Högni en annar Grani. Högni var maður gervilegur og hljóðlyndur, tortryggur og sannorður. Seinna meir þegar að mikilófriður skapast þá hefur Gunnar vegið tvisvar í hinn sama knérunn og verður þá að vera var um sig, Njáll varaði hann einimit við þessu að drepa eigi oftar en tvisvar úr sömu ætt. Gunnar var gerður útlaægur og þurfti að fara utan, ef Gunnar færi ekki þá væri hann réttdræpur. Gunnar segist ekki ætla að rjúfa sættina og hann segist mundu fara. Gunnar býst nú til brottferðar. Hann og Kolskeggur ríða í burt. Þeir ríða fram að Markarfljóti. Þá drap hestur Gunnars fæti og stökk hann af baki. Honum varð litið upp til hlíðarinnar og bæjarins að Hlíðarenda og mælti. Fögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, Bleikir akrar en sleiginn tún, og mun ég ríða heim og fara hvergi. Þessa afdrífaríku ákvörðun tók Gunnar. Nú var ákveðið að ráðast geng Gunnari er hann væri sofandi að Hlíðarenda, en um nóttinu vaknaði Gunnar við hundinn á næsta bæ og gat því varist um dálittla stun áður en hann var veginn. Þegar að í átökunum stóð bað Gunnar Hallgerði að lána sér lokk úr hári sínu vegna þess að búið var að slíta bogastrenginn hans. „Þá skal eg nú, “ segir hún, „muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.“ Svona lauk þriðja hjónabandi Hallgerðar þegar að Gunnar á Hlíðarenda var vegin að heimili sínu. Eftir þessar hramfarir spurðist lítið til Hallgerðar og kom hún lítið við sögu það sem eftir var. En hún var rekin frá Hlíðarenda af harðskeytri móður Gunnars Rannveigu. Eftir víg Gunnars fór Hallgerður til Þorgerðar dóttur sinnar og húsbónda hennar Þráins að Grjótá. Í Laugarnesi, skammt fyrir innan Reykjavík, er leiði Hallgerðar Höskuldsdóttur langbrókar, konu Gunnars á Hlíðarenda. Það er sagt að hún hafi beðið þess að hún væri grafin þar af því hún hefði átt að sjá það fyrir að þar mundi síðar verða reist kirkja, en aðrir segja settur biskupsstóll; ekki er það satt að leiði hennar sé jafngrænt vetur og sumar þó sögur segi svo, en seinna fölnar þar gras á haustin en annarstaðar á Laugarnestúnum. Þó Njála geti ekki um legstað Hallgerðar Langbrókar er ekkert ólíklegt að sögnin sé sönn því það er kunnugt að Glúmur Ólafsson miðmaður Hallgerðar átti í sameiningu við Þórarin bróður sinn bæði Varmalæk í Andakíl, Laugarnes og Engey, og urðu þeir á það sáttir að meðan þeir lifðu báðir skyldi Glúmur hafa Varmalæk, en Þórarinn Laugarnes, en þó áskildi Þórarinn sér, ef hann lifði lengur, Varmalæk. Það er og ljóst að hann flutti sig þangað eftir fall Glúms, en Hallgerður aftur að Laugarnesi.
Þessi frásögn mín er æviágrip Hallgerðar Langbrókar. Álit mitt á Hallgerði er kannski ekki hátt, en hún hefur eflaust verið mikill kvenkostur á sínum tíma og hefur mikið látið til sín taka. Hallgerði er oft lýst í bókini, og tók ég saman nokkrar lýsingar: Hún var fríð sýnum og mikil vexti og hárið svo fagurt sem silki og svo mikið að það tók ofan á belti. Þegar Hallgerður vex úr grasi og vex upp er hún kvenna fríðust sýnum og mikil vexti og því fékk hún viðurnefnið langbrók. Hún var fagurhár og svo mikið hárið að hún mátti hylja sig með. Hún var örlynd og skaphörð. Það er deilt um það hvort Hallgerður hafi átt þátt í vígi Gunnars þegar hún neittaði honum um hár til að nota í bogann, kannski var þetta ekki rétti tíminn til að muna honum kinnhestinn en hún sagðist muna honum hann og kanski var þetta ákurat rétti tímin, það er bara spurning um hvað lesendum finst. Sagan hefði eflaust þróast allt öðruvísi ef að Hallgerður hefði hjálpað bónda sínum og ljáð honum hár í bogan því að Gunnar var bardagamaður mikill og gat varist vel og var snillingur á boga. En eigi er hægt að segja mikið um það, hver hefur sitt álit og bókin er eins og hún er, og svona gerist þetta víst. Þannig að hver og einn verður að mynda sína skoðun á máli þessu og afleiðingum Gunnars og ákvörðun Hallgerðar.
Kv. Vedde