Hérna er svarið við könnun minni, takk fyrir að taka þátt.

Mannskæðasta loftárásin í Síðari heimsstyjöldininni loftárásin á Hiroshima? Sú mannskæðasta var reyndar 13. og 14. febrúar 1945. Það var árásin á Dresden, mestu menningarborg Þýskalands. Dresden var falleg og menningarleg borg sem blómstraði á þessum tímum og var Hitler mjög annt um hana. Mörg óbætanleg listaverk og menningarleg verðmæti frá Þýskalandi og Evrópu voru þarna. Það er talið að um 300.000 menn hafi fallið í valinn og flest öll listaverk eyðilagst í árásinni. Borgin var nánast jöfnuð við jörðu. Sumir sagnfræðingar segja að Churchill (Bretland), Roosevelt (Bandaríki Norður-Ameríku) og Stalín (Sovétríkin), sem allir voru sjúkir á einn hátt eða annan, hafi skipulagt þessa árás í hefndarskyni fyrir öll þau áföll sem hentu þjóðir þeirra, svona eins og fjöldamorðin í Póllandi, loftárásir á borgir Bretlands og árás Japana á Pearl Harbour og eyðileggingin í Sovétríkjunum.

Svo 13. febrúar 1945, þegar stríðið var formlega búið fyrir Þjóðverja, hófu breskar og bandarískar sprengjuflugvélar leið sína til Dresden, fullhlaðnar af öllum gerðum af sprengjum, og slepptu nóg af sprengjum til að gera himininn svartan og vekja upp mikla taugaveiklun meðal borgara Dresden. Eins og segir að ofan þá var borgin lögð í rúst. Þessi árás var ekkert nema fjöldamorð á saklausum borgurum og varðar þetta við alþjóðalög.

Eftir þessa árás hefur aldrei verið gerð svo mannskæð árás. Þessi árás hefur ætíð verið hálffalin í lygum bandamanna sem hefur alltaf elt þjóðverja eins og skugginn. Þetta ætti að breyta viðhorfi ykkar á hinum saklausu bandamönnum sem áttu aldrei að hafa gert neitt af sér.

Takk fyrir mig.

Heineken - Heineken