Þann 14. júlí árið 1789 þrammaði fjöldi fólks um götur Parísar með hrópum og háreysti. Þetta voru smákaupmenn, handiðnaðarmenn, verkamenn og atvinnuleysingjar. Þeir voru í leit að vopnum og á leið til Bastillurnar. Bastillan var gamall kastali, húsaþyrping fremur en hús, notuð sem fangelsi. Margir höfðu setið þarna inni fyrir það eitt að sætta sig ekki við einveldisstjórn Frakkakonungs. Mannfjöldinn braust inn fyrir varnarveggina og hófst þá bardagi sem stóð klukkutímum saman. Að lokum gafst fangelsisstjórinn upp og fólk streymdi inn í Bastilluna. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakka vegna þess að mörgum fannst sigur Parísarbúa á Bastillunni væri sigur fólksins yfir einveldinu. Þegar þetta gerðist var stjórnarbyltingin mikla hafin. Konungur hafði kallað saman þing sem átti að leggja á ráðin um hvernig fólkið ætti að stjórna með konungi og embættismönnum hans. Enginn vissi hversu mikið vald þingið mundi heimta handa almenningi og enginn vissi heldur nema konungur og aðallinn mundu bæla byltinguna niður með hervaldi. Þess vegna leituðu Parísarbúar að vopnum og endirinn varð sá að konungurinn var tekinn af lífi og enginn konungur hafður í landinu. Það var enginn þjóðhöfðingi. Öll stjórn ríkisins var í höndum fólksins, þingmanna sem kosnir voru af almenningi. Þeir mörgu fyrir neðan áttu að kjósa þá fáu fyrir ofan. Lýðræði ríkti í landinu.
Lýðræðið gekk ekki vel. Napóleon Bónaparte, einn af herforingjum Frakka, var mjög sigursæll og krýndi sjálfan sig til keisara. Styrjaldir héldu áfram og Napóleon lagði undir sig Belgíu, Holland, Spán, Ítalíu og mikinn hluta Þýskalands og Rússlands. Þjóðernisstefna myndaðist þá : Trú á ágæti eigin þjóðar, ást á þjóð og föðurlandi, móðurmáli og þjóðlegum siðum. Bæði lýðræðis – og þjóðernisstefnan stefndu að auknu frelsi. Lýðræðið átti að auka frelsi einstaklinga, þjóðernisstefnan ap auka frelsi eigin þjóðar. Á þessum tíma voru menn líka að komast á þá skoðun að frjáls verslun væri besta leiðin til að gera ríki auðug. Því var frjálslyndisstefnan í mikilli sókn á 19. öldinni.
Danir voru bandmenn Frakka í Napóleonsstyrjöldunum, en Bretar á móti þeim. Haustið 1807 hertóku Bretar dönsku verslunarskipin á leið frá Íslandi til Danmerkur og neyddu þau til að sigla til Bretlands. Þar lágu þau allan veturinn. Bretar fóru svo sjálfir að sigla til Íslands til að versla, með leyfi stiftamanns.
Árið 1809 komu til Hafnafjarðar Samuel Phelps, sem átti sápuverksmiðju, og Jörgen Jörgensen, fangi, til að kaupa tólg í sápu. En íslensku kaupmennirnir voru hvergi nálægir þannig að þeir fóru en komu síðan aftur um sumarið. Frederik C. Trampe var þá stiftamaður. Í Reykjavík vildi endinn versla við þá og voru þeir vissir um að Trampe hefði bannað fólki það, þvert ofan í gerða samninga.
Sunnudaginn 25. júní, eftir messu, fóru þeir því 13 saman, vopnaðir, heim til Trampe og handtóku hann. Þeir fluttu hann út í skip og höfðu hann þar í varðhaldi. Á meðan tók Jörgen að sér að stjórna landinu. Hann lét kalla saman þing sem skipað var átta mönnum. Það átti að hafa löggjafar – og dómsvald. Hann sagði að Ísland væri laust frá Danmörku og lofaði íbúum eigin fána og vernd frá Bretum. Íslandi var hér heitið fullu sjálfstæði og lýðræðisstjórn. Skömmu síðar kom breskt herskip til Íslands í eftirlitsferð. Skipstjóranum fannst Jörundur, eins og Íslendingar kölluðu hann, hafa full langt gengið. Hann rak hann frá völdum og til Bretlands. Þar var hann handtekinn fyrir að hafa farið úr landi í leyfisleysi. Á Íslandi var hann seinna kallaður Jörundur hundadagakonungur. Hundadagar eru frá 13. júlí til 23. ágúst. Þetta er nærri því allur hans valdatími á Íslandi.