Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur
Fæðing og uppvöxtur.
17. júní árið 1811 á bæ að nafni Burstabær að Hrafneyri við Arnarsfjörð fæddist hjónunum Þórdísi Jónsdóttur og Sigurði Jónssyni sonur. Þau skírðu hann Jón Sigurðsson, hann varð skírður það í höfuðið á báðum öfunum sínum einn var meiri að segja ný dáinn þegar hann fæddist. Þetta var fyrsta barn þeirra hjónanna eftir að hafa verið gift í átta ár. Þau eignuðust síðar tvö önnur börn sem hétu Jens (06.07.1813) og Margréti (02.01.1816). Honum var snemma kennt að sjá um sig sjálfur og og hann varð settur í allar vinnur sem voru í boði fyrir hans aldur. Saga er til um hann á unglinga aldrinum þegar hann var að vinna á sjó fyrir föður sinn. Hann var látinn róa á báti föður síns. Eftir fyrsta róðurinn fóru skipverjar að skipta með sér aflanum eins og þá tíðkaðist. Yfirmaðurinn sagði a ungu drengirnir ættu aðeins að fá hálfan hlut meðan við aðra skipverja. En Jón sagði að hann hafði unnið fyrir heilum hlut ekki síður en hinir skipverjarnir. Að lokum eftir að hafa talað um þetta gaf hann honum heilan hlut . Þessi saga hefur geymst í hugum manna því hún hefur að sýna hvað bjó í Jóni ungum, að hann lét ekki hlut sinn fyrir neinum fara ef hann væri viss um að hann hefði rétt fyrir sér. (Sjálfstæði Íslendinga 3 bls.21)
Námið og stúlkan
Jón fór aldrei í skóla heldur lærði hann heima allar námsgreinar til stúdents og var það sambærilegt við nám úr Bessastaðarskóla. Faðir hans gat auðvitað kennt honum þvi hann var jú sjálfur prestur og móðir hans gat líka kennt honum þó hún hafði ekki farið í skóla áður iens og allt annað kvenfólk á þeim tíma, hún kunni mjög mikið í tungumálum. Jón var ekki góður í latínu svo mestur tími hans fór í það. Aðrar námsgreinar greinar sem hann þurfti að læra til stúdenstpróf voru danska, hebreska, gríska, íslenska, trúfræði, saga, landafræði og stærðfræði.
Þegar Jón var kominn á 18 ára ,1829, aldur fór hann suður til Rekjavíkur til að taka stúdentspróf skólinn sem flestir aðrir piltar voru í var á Bessastöðum. En Jón fór ekki þangað heldur fór hann til Gunnlaugar Oddsonar dómkirkjuprestsins í Reykjavík sem hafði fengið leyfi til að útskrifa stúdenta. Jón var hjá honum í nokkra daga og var spurður út úr námsefninu, dómkirkjupresturinn var mjög hreykinn af Jóni. Hann gaf honum síðan stúdentsvottorðið þó Jón hafði samt aldrei á ævi sinni farið í skóla.
Jón hafði tvennt um að velja eitt var að sigla til Kaupmannahafnar og fara í háskólanám eða þá að verða prestur því að til þess þurfti aðeins að vera með stúdentspróf. Jón ákvað að hugsa sig aðeins um og fá vinnu í Reykjavík.
Hann fékk vinnu í Jakobæusverlun sem skrifari og bókhaldsmaður. Danskur kaupmaður að nafni P.C Knudtzons átti þessa búð. En föðurbróðir Jóns stjórnaði henni Einar Jónsson að nafni. Hann var giftur Ingveldi Jafetsdóttir og áttu þau saman fjögur börn. Ingbjörg hét ein dóttir þeirra fædd 1804. Hún kynntist Jóni og trúlofuðu þau sig fljótt. Ingibjörg átti heima í húsi á Þingholtunum þangað til hún varð eins árs þá fluttu þau að Mýrarhúsum í Seltjarnarnesi. Þau bjuggu þar í átta ár. Á fermingaraldir fluttu þau á Þerney í Kollafirði. Þar lærði hún að gera allt til að halda búskap svo sem að vinna skyr og vinna smjör úr mjólk og föt úr ull einnig að lesa og rita. Allir áttu að læra að rita og lesa fyrir ferminguna en fáar konur og fátækir drengir fengu ekki að gera það. Bræður hennar þrír urðu allir vel menntaðir en ekki hún eins og allar aðrar konur. Menntun kona fólst í því að læra að halda heimili.
Vorið 1830 var hann ráðinn skrifari Steingrími Jónssyni, biskupi í Laugarnesi. Á þessum tíma er talið að hann hafi fenginn mikin áhuga á gömlum handritum, og áhugi hans á fornfræði og sögu vaknaði, en auk stjórnmálaafskipta helgaði hann líf sitt þeim málum Jón mátti ekki giftast Ingibjörgu fyrir en hann hafði lokið háskólaprófi því að faðir Ingibjargar setti þau skilyrði.
Árið 1833 fór Jón til Hafnar og ætlaði að leggja stund á málfræði og sögu. Jón stundi háskólanám að kappi fyrstu árin í Kaupmannahöf en síðar beindist áhugi hans á stjórnmálum, rannsóknum og hagfræði. Þessi áhugamál urðu frekar tímafrek að skólanám lenti á hakanum. Jón hætti því í námi og fór því að sinna áhugamáli sínu, Stjórnmálum.Árin sem hann var í háskóla bjó hann á Garði sem var hálfgjörð heimavist. En sat samt Ingibjörg heima á Íslandi í festum.
Bylting í Frakkland og Þjóðernisstefna
Árið 1789 var gerð bylting í Frakklandi.Smákaupamenn, handiðnaðarmenn, verkamenn og atvinnuleysingar fóru um götur og voru að leita af vopnum. Allir voru að fara til Bastillunnar sem var gamall kastali í París sem var notuð sem fangelsi. Þar höfðu margir setið inni fyrir að sætta sig ekki við einveldisstjórn Frakkakonungs. Fólkið réðst inní kastalan og skutu á verðina í marga klukkastundir. Að lokum æét fangelsisstjórinn draga upp hvíta fánan og fólk streymdi inn. 14. júlí er þess vegna þjóðhátíðardagur Frakka vegna þess að mörgum finnst það vera sigur fólksins yfir einveldinu. Frelsi hefði sigrað ófrelsi. Frakkland varð að lýðveldi sem þýðir að ríki hefur engan konung né keisara. Stjórn ríkisins átt að vera í höndum fulltrúa fólksins, enkum þingmanna sem voru kosnir af almenningi. Margar þjóðir bárust nú fyrir lýðræði og héldu að þetta væri besta og réttlátasta stjórnarformið. Napoléon Bonaparte varð mjög vinsæll og notaði þær til að krýna sjálfan sig keisara. Hann lagði undir sig mörg lönd. Mörgum fannst sárt að láta útlenda menn ráða yfir sér. Þess vegna breiddist sú skoðun út að hver þjóð ætti að hafa sína stjórn fyrir sér. Þessu fylgdi gjarnan mjög mikla trú á ágæti eigin þjóðar, ást á þjóð, móðurmáli og þjóðlegum siðum. Allt er þetta kallað þjóðernisstefna
Lýðræðisstefan og þjóðernisstefnan stefndu að auknu frelsi.Á þessum tímum voru menn líka á þeirri skoðun að fjrálsverslun væri góð leið til að gera ríki auðug.
Christian Rask var Dani sem kom til Íslands og lærði íslensku sjálfur. Hann hélt að eftir hundruðu ára myndi íslenska vera útdauð því að fólk á Íslandi talaði svo mikla dönsku.
En hann hafði ekki rétt fyrir sér heldur þvert á móti. Menn tóku sífellt fleiri og fleiri íslensk orð. Þetta stafði að því að þjóðernisstefa kom til Íslands og Íslendingar fóru að berjast fyrir að öðlast sjálfstæði.
Sjálfstæðisbaráttan
Danir fengu nýjan konung árið 1839. Íslendingar gripu tækifærið og sömdu ávarp til hins nýja konungs. Þeir vildu fá innlent ráðgjafaþing. Nokkru síðar 1840 gaf konungur út bréf þar sem að bað embættismenn sína á Íslandi til að athuga hvort það væri rétt að reisa Alþingi aftur á ný á Þingvöllum. Margir Íslendingar voru glaðir yfir að fá að heyra þetta. En allt var ekki tilbúið. Það átti eftir að skipuleggja margt. Hverjir ættu að fá að kjósa? Hverjir ættu að fá kjörgengi? Átti hver sem er að fá að vera á þingfundinum? Átti að tala dönsku eða íslensku á þinginu? Og síðast af hverju ætti það vera í Þingvöllum í stað fyrir Reykjavík? Hann deildi þessu með Íslendingum í Kaupmannahöfn.
Fjölnir var tímarit sem ræddi um öll mál Íslands á þeim tíma. Fjórir Íslendingar sem voru staddir í Kaupmannahöfn voru að gefa það út. Þeir hétu Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson og Jónas Hallgrímsson.Þeir og Jón voru allir þjóðernis- og lýðræðissinnar og voru þess vegna sammála öllu vaðandi skipulags Alþingis. En að einu voru þeir ósammála um, Jón vildi hafa þingið í Reykjavík á meðan þeir vildu hafa það á Þingvöllum. „En þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að hyggju skynsemi og forsjálni með Reykjavík“ sagði hann um málið. Meðal annars vegna deilu þessara mála, byrjaði hann og nokkrir menn að gefa út nýtt tímarit í Kaupmannahöfn sem átti að heita Ný félagsrit og það kom út fyrsta sinn árið 1841 og kom út árlega næstu þrjátíu árin. Fjölnir átti hins vegar ekki bjarta framtíð síðasta tímaritið kom út árið 1846. Á sömu árum varð Jón Sigurðsson ráðinn stjórnmálaleiðtogi Íslendinga, bæði á Íslandi og í Kaupmannhöfn. Fyrstu kosningar fóru fram árið 1844 Jón var auðvitað í framboði og var kosinn á þing fyrir Ísafjarðarsýslu, 80 coru á kjörskrá en 52 mættu aðeins á kjörfundinn sem var haldinn 13. apríl. Jón fékk 50 atkvæði og Kristján Guðmundsson fékk tvö. Svo árið 1845 var Alþingi endurreist í Reykjavík. Mörgum varð sammála Jóni um að það væri skynsamlegri staður til að halda þing á en á Þingvöllum. Þingið kom aðeins annað hvert ár saman og sátu á því 20 fulltrúar þjóðarinnar. Aðeins efnaðir karlmenn fengu rétt á að kjósa og kjörgengi. Fátækir verkamenn og konur fengu ekki kjósa eða fá að láta kjósa sig. Sama ár, 1845, um sumarið giftust Jón og Ingibjörg. Faðir Ingibjargar dó nefnilega og þess vegna fengu þau að giftast. Ingibjörg var þá búin að sitja í festum í 12 ár. Þau fluttu til Danmerkur saman. Eftir stofnun gerðust fáar breytingar í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Allt var eins nema að það var ráðgjafaþing. Einveldi konungs var þarna ennþá. En konungur á embættismenn hans tóku nokkurt mark á ráðleggingunum þingsins. Eftir endurreist Alþingis fengu Íslendingar því fyrsta vottið af sjálfstæði eftir að hafa verið stjórnað í mörg ár af útlendum löndum. Árið 1848 var aftur gerð bylting í Frakklandi. Sama ár urðu konungsskipti í Danmörku. Hinn nýji konungur hét því sama árið að leggja niður einveldið sitt og hefja undirbúning hvernig stjórn landsins skyldi vera háttað í framtíðinni.Þannig lög nefnast stjórnarskrá.Hann hét því líka að vernda sérstökréttindi í hverjum landshluta. Hann lofaði Íslendingum að þeir fengu að halda Alþingi og ekki yrði ákveðið hvernig stjórn Íslands yrði í framtíðinni nema í samráði.
Jón Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að konungsskiptin veittu tækifæri til að ná nýjum áfanga í sjálfstæðibaráttunni. Þess vegna ritaði hann í Ný Félagsrit árið 1848 mjög fræga ritgerð sem nefnist Hugvekja til Íslendinga. Í henni setti hann fram þau rök sem Íslendingar beittu í sjálfstæðisbaráttunni næstu áratugina.
„En eins víst er hitt að Íslendingar hafa ekki hyllt Dani eða Þjóðverja né neina aðra þjóð til einveldis yfir sig þó þeir hafi jafnframt Dönum og Normönnum hyllt einvalda konunga. Þar af leiðir aftur að þegar konungur afsalar sér einveldinu þá höfum vér ástæðu til að vænta þess að hann styrki oss til að halda að minnsta kosti þeim réttindum sem helguð eru með hinum forna sáttmála þegar land vort sameinaðist Noregi.“
(Jón Sigurðsson: Hugvekja Íslendinga (brot)í ræðu og riti)
Með skírskotum til hins gamla sáttmála á Jón við samning sem Íslendingar gerðu við Noregkonungs árið 1262 og hann hefur verið kallaður Gamli Sáttmáli. Þessi sáttmáli tryggði m.a Alþingi löggjafavald ásamt konungi allt til 1662. Þegar konungaskiptin urðu í Danmörku skiptist einveldi konungus í þrjá þætti, löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald.Þetta stjórn kerfi er kallað þingbundin konungsstjórn. En hvað átti nú að verða um stjórn Íslands þegar þessar miklu breytingr urðu í Danmörku? Hvaða ráð höfðu menn fyrir því? Vegna þess var haldinn þjóðfundir í Reykjavík árið 1851. Danska stjórinn lagði frumvarp um stöðu Íslands í ríkinu. Þar var gert ráð fyrir að Íslendingar kysu sex fulltrúa á danska Ríkisþingið og settu þar lög um mál Íslands og Danmörku og að Alþingi yrði ráðgjafaþing um sér mál Íslands. Danska stjórin vissi að Íslendingar yrðu ekki ánægðir með þetta svo þeir sendu 25 fulltrúa á fundinn ef uppreisn skyldi vera. En þess þurfti ekki, en íslenskir fulltrúar á fundinum undir forrystu Jóns Siguðssonar, voru með allt í annað í huga þeir vildu fá löggjafavald i innanlandsmálum Íslendinga og að ráðherra valdið átti að vera í höndum íslenskra ráðherra á Íslandi og einn átti að hafa sæti í ríkisstjórn Dana í Kaupmannahöfn. Fulltrúi danska konungsins var stiftamtmaðurinn yfir Íslandi hann hét Jørgen Ditlev Trampe greifi. Þegar fundinum hafði staðið í fimm vikur, skammaði hann fundarmenn fyrir að eyða tímanum hans til einskins. Eftir að sleit hann fundinn í nafni konungs. Rétt áður en hann hafði sleppt orðinu greip Jón fram til að verja gerðir fundarmanna. Trampe neitaði því og allir þingmenn risu upp og sögðu flestir saman í hljóði þessu frægu orð ; Vér mótmælum allir! Þessi endalok þjóðfundarins urðu til þess að sjálfstjórnarmál Íslendinga lenti í sjálfheldu og konungur var en einvaldur yfir Íslendingum í meira en tuttugu ár.Tvennt gerði deiluna um stjórn Íslands sérstaklega torvelda. Eitt af því var að Íslendingar voru ekki sammála um hvaða einstaklingar ættu að samþykkja lög og reglur um stjórn Íslands. Danir vildu að Ríkisþingið ætti að gera það en Íslendingar héldu sér við rök Jóns Sigurðssonar að Ísland væri land Danakonungs en ekki danska þingsins. Hitt vandamálið var að tekjur Íslands nægðu ekki fyrir launum embættismanna og fleiru og árlga þurfti að borga mismuninn úr ríkissjóði Dana. Þess vegna var mjög erfitt að heimta sjálfstjórn þegar þannig stóð á. Miklu seinna árið 1874 fengu Íslendingar stjórnarskrá.
Seinni ár Jóns og Jónshús í Kaupmannahöfn
Þann tíma sem Jón bjó í Kaupmannahöfn með Ingibjörgu lifði hann aðalega á að gefa út bækur og skráði skjöl. Hann var mjög lengi forseti Kaupmannahafnadeildar Hins Íslenska bókmenntafélags og Alþingis. Þess vegna fékk hann viðnefnið Jón Forseti.
Hann og Ingibjörg bjuggu á Østervoldgade 8 (Austurvegg) meira og minna allan tíman sem þau bjuggu í Kaupmannahöfn. Húsið var hálfgerð félagsmiðstöð Íslendinga. Margir Íslendingar í Kaupmannahöfn komu og heimsóttu það og fengu íslenskan mat og spjölluðu við aðra Íslendinga. Núna er þetta hús kallað Jónshús. Danskur maður gaf íslenska ríkinu það árið 1966 síðan þar hefur það verið einskonar félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn.Jón og Ingibjörg voru barnlaus en þau tóku systurson Jóns í Fóstur. Hann hét Sigurður Jónsson og varð seinna sýslumaður.
Jón sigurðsson veiktist síðar og dó 7.desember 1879 Seinna 16. desember lést Ingibjörg. Þau eru núna grafin við Suðurgötu í Reykjavík. Íslendingar hafa sýnt minningu Jóns og margvíslegan hátt. Halda þjóðhátíðardag á afmælisdeginum hans, hafa reist styttu, börn í skólum hafa lært um hann og margt fleira. Jón er hugum fólks í dag mjög mikilvægur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og var það líka fyrir mörgum árum. Bara hreint út sagt: Óskabarn Íslands sómi þess, sverð og skjöldur.
Guð er enskur!