Starf kvenna í Andspyrnunni Marie-Madeleine Fourcade stjórnaði franska njósnahópnum, sem kallaðist Alliance. Undir forystu hennar átti Alliance nær 3000 útsendara í flestum borgum og stærri hafnarbæjum Frakklands. Frá hópnum fengu Bretar mikilsverðar upplýsingar um vopnabúnað Þjóðverja.

Beatrix Terwindt var hollensk flugfreyja, sem flúði til London og starfaði þar fyrir bresku leyniþjónustuna. 1943 fór hún aftur til Holland til að skipuleggja flóttaleiðir. Þjóðverjar höfðu komist inn í raðir hollenskra andspyrnumanna og biðu hennar, þegar hún lenti í fallhlíf sinni.

Noor Inayat Khan, indversk prinsessa, sem ólst upp í Frakklandi, var loftskeytamaðu fyrir SOE í París 16.júní 1943. Tveimur viku msíðar náðu Þjóðverjar stórum hópi andspyrnumanna þar, og í þrjá mánuði var hún helsti tengiliðurinn við Frakkland. Síðan var hún flutt til Dachau og tekin af lífi.

Eva Jørgensen Klovstad gekk tvítug í nborksan neðanjarðarhóp sem unnusti hennar stjórnaði. Þegar Þjóðverjar leystu upp hópinn flúði hún til Svíþjóðar og tók við stjórninni. Undir karlmannsnafninu Jakob safnaði hún brotunum aftur saman og síðan barðist hópurinn áfram allt til stríðsloka.

Edith “Lotte” Bonnesen starfaði í danska samgönguráðuneytinu, en hún vann einnig við neðanjarðarblað, faldi útsendara sem komu flugleiðis, skipulagði skemmdarverk og annaðist síðar dulmálsskrift á nær öllum skeytum til London. Þegar Þjóðverjar sóttu gegn henni 1944 flúði hún til Svíþjóðar.

Pearl Witherington talaði jafn góða ensku og frönsku og var send af SOE til Frakklands í september 1943. Þar starfaði hún með útlögum og sem sendiboði fyrir annan útsendara. Þegar hann var handtekinn í maí 1944 tók hún við stjórn á fjölmennum útlagahóp á hálfu svæði hans.

Heimildir:

http://www.sappho.com/poetry/m_m adeln.html

http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/SOEw itherington.htm

Heimsstyrjöldin 1939-1945, Andspyrnan

Kv. Ragnar Reifsneide