Þegar einræðisherranum Fulgencio Batista var steypt að stóli árið 1955 í Kúbu tók Fidel Castro við og hefur setið síðan. Einn af þeim sem höfðu hvað mest að gera með byltinguna var skæruliðinn Ernesto Guevara eða “Che” Guevara eins og hann er kallaður en “Che” er slangur á spænsku sem þýðir vinur og fékk hann það heiti því hann endaði nánast allt sem hann sagði við aðra á því orði. Che Guevara var næst valdamesti maður kúbu í nokkurn tíma þangað til hann fór til annarra landa til að reyna að hefja nýjar byltingar. Che Guevara er líka sá maður sem hefur líklegast ýtt Castro í átt kommúnismans.
Ernesto Che Guevara fæddist í Rosario, Argentínu árið 1928. Hann var elstur af fimm systkinum. Þegar hann var tveggja ára fékk hann alvarlegan asma sem hann þjáðist af allt sitt líf, þetta neyddi fjölskyldu hans til að flytja í þurrara loftslag og varð Alta Gracia í Cordoba fyrir valinu. Hann ólst upp í miðstéttarfjölskyldu og sýndi ritverkum Marx og Engels mikinn áhuga frá því að hann var barn. Árið 1947 þegar hann var 19 ára fór hann að læra læknavísindi í háskóla Buenos Aires. Tveimur árum seinna fór hann í fyrstu af mörgum löngu ferðum sínum. Hann ferðaðist um Norður Argentínu á hjóli, þetta var venjulegt reiðhjól sem hann hafði látið mótor á. Þar kynntist hann fyrst fátækt og ömurlegheitum Indíánaættbálkanna sem bjuggu þar. Tveimur árum seinna fór hann í aðra mun lengri ferð með vini sínum Alberto Granado um suður Argentínu og þegar hann sneri heim var hann ákveðinn í því að hann ætlaði að verða eitthvað meira en miðstéttar læknir. Árið 1953 útskrifaðist hann úr háskólanum og hélt þá áfram að ferðast, hann fór fyrst til Bólivíu og síðan Guatamala þar sem sósíalistinn Jacobo Arbenz var forseti. Arbenz var talinn vera góður maður sem langaði til að bananaræktunin sem átti sér stað þarna færi til almúgans. Bandaríska stjórnin vildi hinsvegar ekki tapa það miklum peningum þannig að bandaríska leyniþjónustan, CIA fjarlægði Arbenz og skipaði nýjan mann forseta. Che Guevara horfði upp á þetta gerast meðan hann bjó hjá Hildu Gadea, marxista af indjánaættum sem átti seinna eftir að verða eiginkona Che. Hún kenndi Che margt um pólitík og kynnti hann fyrir Nico Lopez, einum af aðstoðarmönnum Fidel Castro.
Eftir fall Arbenz árið 1954 fór Che til Mexíkóborgar ásamt Hildu og Nico þar sem hann vann á spítala. Í Mexíkoborg hitti hann tvo bræður sem voru líka pólitískir fangar, þetta voru Raul og Fidel Castro. Che var hugfanginn af þeim um leið og hann hitti þá og sá fljótlega að Fidel var leiðtoginn sem hann hafði verið að leita af.
Eftir að Castro bræðurnir útskýrðu ráðagerðir sýnar fyrir Che um að steypa Batista af stóli í Kúbu gekk Che til liðs við þá. Allir liðsmenn í hópnum fengu erfiða þjálfun í skæruhernaði frá foringjanum Alberto Bayo sem barðist í spænsku borgarstyrjöldinni. Che varð einnig fyrir miklum áhrifum af skrifum Mao Tse-Tsung á þessum tíma. Lögreglan var ekki ánægð með þessa “stríðsleiki” þeirra og handtók þessvegna þá alla. Mánuði seinna, í júní var þeim sleppt úr fangelsi. Það var 25. nóvember sama ár (1956) á stormasömu kvöldi sem Che, Fidel, Raul og um það bil 80 aðrir menn lögðu af stað til Kúbu á skipi. Þegar þeir komu í land breyddist orðrómur út um að þeir væru komnir, hermenn Batista reyndu að veiða þá uppi. Hópurinn dreyfði sér og Che lenti í umsátri, Che var skotinn en vegna mikillar heppni lenti skotið í kúluboxi sem Che var með á sér og skoppaði af honum. Það var á þessum stað sem Che þurfti að velja, eins og frægt er, á milli tveggja bakpoka því ómögulegt var að bera þá báða. Annar þeirra var með skotfærum og hinn læknarvörum, Che valdi þann sem var með skotfærum og má túlka það þannig að þá hafi hann fyrst breyst úr lækni í skæruliða. Che komst undan og varð einn af leiðtogum skæruliðahópanna. Hann var langöflugasti foringinn, hann skaut alla andhófsmenn með köldu blóði og menntaði menn sína einnig í lenískum fræðum. Andspyrnan vann marga stórsigra eftir þetta þar til þeir sprengdu loks upp brúna á Falcon ánni og þar af leiðandi var ómögulegt að komast frá Havana til austurhluta Santa Clara, eftir það skrifaði Che bréf þar sem hann lýsti því yfir að þeir hefðu unnið stríðið. Það var líka rétt hjá honum, stuttu eftir eða í byrjun ársins 1959, þrem árum eftir að þeir komu til Kúbu flúði Batista úr landi og sigur var unninn.
Eftir sigurinn var Che orðinn næstæðsti maður Kúbu. Hann sá um að hreinsa alla sem ekki voru Kommúnistar úr stjórninni og var forstjóri landsbanka Kúbu. Hann ýtti Kúbu svo fljótt í átt til kommúnistans að fjármálin fóru tímabundið í rúst, þetta var hann gagnrýndur mikið fyrir en hlustaði ekki á neinn. Árið eftir, sama ár og Bandaríkin settu viðskiptabann á Kúbu ferðaðist Che um Egyptaland, Indland, Japan, Indonesíu, Pakistan og Júgóslavíu sem utanríkisráðherra Kúbu. Árið 1961 voru Kúbverskir flugvellir sprengdir af Bandarískum flugvélum og 1500 CIA málaliðar ásamt flota og flugher bandaríkjanna réðust inn á Kúbu. Kúbverjarnir gjörsigruðu þá á þremur sólarhringum og tóku 1200 fanga. Þetta er gott dæmi um það hvernig Kúba hefur alltaf verið ein af þeim fáu þjóðum sem staðið hafa upp í hárinu á Bandaríkjunum og aldrei gefið neitt eftir. Bandaríska stjórnin hefur ráðið fjöldann allan af mönnum til að drepa Castro. Talið er að yfir 600 tilraunir hafi verið gerðar til að drepa hann en hann hefur lifað þær allar af.
Che fór smátt og smátt að færast frá Moskvu kommúnismanum til Mao og að eldra hugtaki; anarkisma. Che fór að þróa sína eigin kommúnisma heimspeki, hann sagði: “Maðurinn nær hinni fullkomnu mannúð aðeins þegar hann framleiðir án þess að neyðast til þess að selja sjálfan sig sem varning.” Che fór að gagnrýna Sovétríkin fyrir að skipta við lönd sem ekki voru undir kommúnisma. Einnig gagnrýndi hann Bandaríkin, eftir örlitlar tilraunir til að ná sáttum fyrir að fara illa með Suður Ameríku. Castro þurfti að láta Che fara, ekki algjörlega heldur til reynslu. Í marga mánuði var ekkert vitað um það hvar Che var og var orðrómur á kreiki um að hann væri dáinn. Hann hafði verið á ferð um mörg Afrísk lönd að íhuga möguleika á byltingu þar, Kongó varð fyrir valinu. Hann snéri heim til Kúbu til að þjálfa sjálfboðaliða í verkefnið og fór síðan til Kongó en mistókst vegna lélegrar hjálpar frá heimamönnum. Castro lét hann og menn sína snúa aftur haustið 1965. Í Nóvember árið eftir fór Che til Bólivíu til að reyna að stofna aðra byltingu. Heimamenn þar voru ekki eins áhugasamir og hann hélt og var hann handsamaður af Bólivískum her sem var þjálfaður af Bandarísku leyniþjónustunni og drepinn. Lík hans fannst ekki fyrr en árið 1997 í Vallegrande, Bólivíu. Það var borið kennsl á það sem eftir var af honum og hann var fluttur til Kúbu.
Ernesto Che Guevara varð hetja og nokkurskonar goð í augum ungmenna á sjötta og sjöunda áratugnum, þá sérstaklega hippanna. Það er alls ekki óalgengt að sjá fólk ganga um í bolum eða með plaköt upp á veggjum með mynd af honum enn þá daginn í dag. Che Guevara er löngu dáinn en goðsögnin hans lifir enn.