Stalin á yngri árum:
Stalin var skírður Jósef Dzhugashvili en tók sér fljótlega nafnið Stalin. Hann fæddist árið 1879 í Georgíu og lést árið 1953. Stalin fór í prestaskóla en var rekin úr skólanum fyrir pólitískan áróður. Þá sneri hann sér alfarið að pólitík. Hann aðhylltist hugmyndum Karls Marx og Friedrich Engels.
Stalin gekk í stjórnmálaflokk sem bar nafnið Bolsévikaflokkurinn. En Lenin var þar lykilmaður. Árið 1912 varð hann talin einn af bestu mönnum flokksins. Í októberbyltingunni árið 1917 komst Bolsévikaflokkurinn til valda í Rússlandi, Úranínu, Hvíta Rússlandi og fleiri ríkjum og fengu þau formlega heitið Sovétríkin 1923. Nikulás 2 Rússlandskeisari neyddist til að segja af sér. Ekki átti Stalin mikinn þátt í uppreisninni. Vladimir Lenin og Lev Trotsky áttu heiðurinn að henni. Lenin tók við völdum en valdatími hans var ekki langur því að hann lést árið 1924. Þá gerðist Stalin formaður Bolsévíkaflokksins.
Valdataka Stalins:
Á banabeði Lenins varaði hann flokksmenn sína við Stalin. En Stalin var of klókur. Hann sendi Trotsky í útlegð og tók völdin. Stalin taldi það út í hött að öll ríki myndu sjálfkrafa verða kommunistaríki án áróðurs og byrjaði að reyna að útbreiða sósíalisma. Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór ein og sér til að dreifa stefnunni um heiminn. Þetta gerðist aldrei.
Árin fyrir Heimstyrjöldin seinni:
Þótt að seinni heimstyrjöldin hafi ekki byrjað fyrr en árið 1939 hafði hún langan aðdraganda en á þessum tíma voru Sovétríkin orðin eitt af stærstu ríkjum heims Stalin var mjög tortrygginn maður og lét hann efla mjög varnirnar í kringum Sovétríkin. Einnig hurfu milljónir manna en talið er að þeir hafi verið sendir í Gúlagið en voru það fangabúðir í Síberíu.
Seinni styrjöldin:
Þýskaland hafði mjög mikið óbeit á Sovétríkjunum en flest ríkin sem mynduðu þau voru byggð af slövum og Hitler fyrirleit þá og vildi þá helst dauða eða sem þræla aría. Í fyrstu gerði Hitler bandalag við Sovétríkin því að hann vildi ekki heyja stríð á tveim vígstöðum og skiptu Hitler og Stalín Póllandi á milli sín. En 1941 gafst Hitler upp á að bíða lengur en þá hafði dregist að Þjóðverjar ynnu fullnaðarsigur á Bretlandi. Hann réðst inn í Sovétríkin um veturinn. Í fyrstu gekk Sovétríkjunum mjög illa og Þjóðverjar hertóku stór landssvæði en stoppuðu í borg sem hét Stalingrad en ber nú nafnið Volgograd. Sovétríkin lögðu mikla áheyrslu á að verja borgina af tveimur ástæðum. Handan hennar eru mjög mikilvægar olíulindir og ef að Sovétríkin hefðu misst þær þá hefðu þá skort olíu. Hin ástæðan var sú að borgin var skírð í höfuðið á Stalin Þjóðverjar höfðu ekki þurft að taka borgina en Hitler fannst það nauðsinlegt vegna þess að hún var skírð í höfuðið á Stalin. Síðan skall veturinn á og Þjóðverjar voru ílla undir svo kaldan vetur búnir. Þá sneru Sovétríkin vörn í sókn. Sovétríkin voru hrædd um að Japanir myndu gera árás úr austri en njósnari komst að því að engin árás yrði gerð og þá gátu þeir flutt hermenn frá Síberiu til vígstöðvanna. Rauði herinn hóf síðan gagnsókn og á sama tíma voru Bandaríkjamenn komnir í stríðið og Þjóðverjar voru að lokum reknir alla leið inn í Þýskaland. Sovétríkin áttu því mjög stóran þátt í að heimurinn féll ekki í hendur nasista. Eftir heimstyrjjöldina var talið að það yrði friður en þá hófst svo kallað vígbunaðar kapplaup eða kalda stríðið og deilur um landaskipun.
Vondar staðreyndir um Stalin:
Stalin er talin bera ábyrð á að hafa myrt 15 miljónir af sínum eigin ríkisborgurum sem hann taldi að ógnuðu völdum hans eða ætluðu að reyna að steypa honum af stóli. Einnig tók hann heiðurinn af Lenin og sagðist sjálfur hafa komið októberbyltingunni af stað. Hann lét reisa styttur af sjálfum sér um allt og minnir það óneitanlega á fasismann. Honum hefur verið lýst sem algjörum einræðisherra.
Heimildir: Sögu Atlas, Who was Stalin.