Normandy - Eftir stríðið Þessi grein er um áhrif síðari heimstyrjaldar á þetta fallega hérað í Frakklandi, og hvernig héraðið tengist mismunandi minningum annara þjóða.

-Endurbygging borga.

Í þeim bardögum sem geisuðu í Normandy skemmdust ótrúlega mikið af byggingum, bæði í langværum loftárásum Bandamanna og svo í bardögum hermanna á jörðu niðri. T.d. í þorpinu Vesly, misstu 655 af 700 íbúum þess heimilið! Caen fór sérstaklega illa í stríðiðnu. Þegar hún var frelsuð voru aðeins múrsteinafjöll eftir. Mikill meirihluti bygginga höfðu verið jafnaðar við jörðu.
Það var ótrúlegt afrek að árið 1951 höfðu rústir Normandy að mestu verið endurbyggðar. Hin mikilvæga höfn í Le Havre var endurbyggð og komið í gagn 1950. Árið 1954 var endurfæðingu Caen loksins lokið með táknrænni endurvíxlu á Saint-Pier kirkjunni, sem skemmdist í loftárásum þann 7. júlí 1944.

-Hinir látnu.

Allir þeir þúsundir hermanna sem féllu í bardögum í Normandy sköpuðu vandamál. Það risu upp spurningar hvort jarða ætti hermennina í Frakklandi eða flytja þá til heimalands síns aftur. Fjöldi líka voru send heim til Bandaríkjanna en þau 9000 sem eftir voru, voru grafin í sérstökum kirkjugörðum og settir hvítir legsteinar á leiðin. Kross hjá kristnum og Davíðs stjörnu hjá gyðingum.. Þetta myndaði mjög áberandi “frumskóg af legsteinum”, og gerir yfirbragð grafreitsins frekar ópersónulegt. Kirkjugarðar þessir eru m.a. staðsettir fyrir ofan “Omaha”-ströndina
Upp á síðkastið hafa hinsvegar bandarískir ættingjar fallinna hermann, sem grafnir eru í Normandy, krafist þess að leifar þess séu fluttar aftur til Bandaríkjanna til hægt sé að grafa þær í “bandarískum jarðvegi”.
Franskur jarðvegur er ekki í tísku. Frábært framtak! Þumallinn upp, og jafnvel eitthvað annað á hendinni (uhumm.. kaldhæðni).
Bretar kusu að fara aðra leið en BNA. Þeir tóku frá lítil svæði hér og þar, nálægt fyrrverandi bardagasvæðum, svæðum sem urðu nægilega gróin aftur til að skýla kirkjugarðinum frá athygli forvitinna “ferðamanna” (fólk sem ekki er að heimsækja ættingja). Þannig urðu þessir grafreitir mun innilegri og friðsælli, fyrir ættingja og vini.


–Normandy í hugum fólksins.–

-Bretar

Bretar fóru fljótlega eftir sríð að heimsækja grafir fallinna félaga, vina og ættingja. Fólkið fór á eigin vegum, í skipulögðum hópum og einnig voru skipulaðir endurfundir hermanna í Normandy. Borgir og bæjir á suður strönd Bretlands tóku að skapa vinabönd við franska strandbæji í Normandy, þetta aðveldaði fólki margt varðandi staðsetningu grafreitanna og fleira.
Það var því algeng sjón fyrir Frakkana í sveitinni að sjá gamla hermenn ganga í hægðum sínum um fyrrum bardagasvæði, meðan eplatínslumenn og aðrir bændur sinntu áfram vinnu sinni. Breskum “pílagrímum” sem leggja leið sína til Normandy er samt allstaðar vel tekið. Fólk minnist ennþá þeirrar fórnar sem mennirnir færðu til að frelsa landið.

- Frakkar

Í dag er Normandy umbreytt. Frakkland nýtur blómlegs efnahagslífs og er í dag næst hagsælasta ríki Evrópu, næst á eftir Þýskalandi. Mikið af gróða undanfarinna áratuga heftur farið í að fegra og bæta Normandy hérað. Með hraðbruatum og öðrum samgöngum er Normandy nú mjög vinsælt meðal Frakka til að skreppa í helgarfrí og fara þangað í frí á sumrin. Þeir fáu sveitabæjir sem eftir eru lifa á styrkjum frá ESB. Sjávarþorpin eru full af einskonar sumarbústöðum sem fólk úr borgunum á.
Næstum öll sjáanleg merki um stríðið hafa verið útmáð, líka tilfinningalegu sárin. Mikið er þó af stríðsminjasöfnum á svæðinu, söfnum sem fjalla um allt frá andspyrnu hreyfingunni til flugvéla.

- Þjóðverjar

Minningar eru þungur baggi á þýskri sögu. Þó, eins og flesti hér vita, var Normandy ekki versti ósigur Þjóðverja. Stalingrad var t.d. mun verri, sömuleiðis hernaðarleg klúður eins og Hvíta Rússland og Kursk. Samt sem áður eru tíu þúsund Þjóðverjar grafnir í Normandy.

- Kanadamenn

Síðan í síðari heimstyrjöld hafa Kanadamenn ekki tekið þátt í herðnaði. Þeir höfðu það orðspor á sér eftir 1. og 2. heimstyrjöld að vera “shock” hermenn breska heimsveldisins, annálaðir fyrir hreysti og hugrekki. Núna eru Kanadamenn hinsvegar í forustu meðal friðargæslu á vegur SÞ og hjálpa heimilslausum og hungruðum um heim allann. Þeir eru sem sagt til fyrirmyndar.

- Bandaríkjamenn

Normandy reyndist vera hvatnig fyrir USA frekar en allt annað, varðandi hernaðar afskipti í heiminum. 1945 voru Bandaríkin orðin öflugasta ríki sem hafði nokkurn tíman verið á jörðinni, og það sem meira er ákveðið í að halda friðinn á jörðinni. Það hafa þeir verið að reyna síðan þá. Samt sem áður braust út stríð í Kóreu skömmu síðar, Rússar þróuðu kjarnorkuvopn og Kalda stríðið hófst. Svo það fór lítið fyrir friðinum, nema þeir séu enn að há “friðar-stríð”?
Bandaríkjamenn heimsækja Normandy ennþá, þó í minna mæli en áður. Eins og ég kom inn á þá vill vaxandi fjöldi fólks fá leifar ættingja sinna heim til Bandaríkjanna aftur, m.a. út af atburðum undanfarinna mánaða.

- Aftur til Normandy?

Það má velta fyrir sér hvaða fólk snýr aftur til Normandy.
Eins og hefur komið fram þá eru Bretar duglegir við það, skiljanlega.
Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru færri, út af fjarlægðinni.

Þjóðverjar hafa skiljanlega kosið að gleyma Normandy. Þeir standa núna uppi með mikinn varnarher til að og eru “fyrirmyndar” Evrópubúar, alla vega finnst þeim það. Það þjónar engum tilgangi fyrir þá að minnast síns þáttar í stríðum á síðustu öld, gegn nágrönnum sínum.
Í Bandaríkjunum er minningin að dofna, Normandy er aðeins einn margra bardaga sem USA hefur tekið þátt í sínan þeir tóku sér hlutverk löggunnar.
Kanadamenn hafa engu gleymt, en það hlutverk sem þeir hafa skapað þér í heiminu passar ekki við fyrri bardaga þeirra í Evrópu, svo þeir eru ekki jafn mikilvægir þeim og til að mynda Bretum.
Bretar hafa heldur engu gleymt, hins vegar hafa þeir barist svo oft í Frakklandi og misst svo marga menn þar, að kannski mun Normandy koma til með að falla inn í hópinn sem einn af mörgum bardögum.
Svo í raun mun sagan kannski geymast best í Frakklandi, þar sem bardagarnir voru háðir. Aðeins framtíðin sker úr um það. Eitt er víst að hið fallega sveitahérað mun veita fá svör um þá bardaga sem þar voru.

-Kveðja