Þetta er önnur af mörgum greinum sem verða birtar um hin ýmsu vopn seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar sem það eru svo mörg vopn sem voru notuð í þessari styrjöld, væri fínt ef aðrir tækju sig til og skrifuðu um hvað sem er (byssur, hverskonar flugvélar, skriðdreka og bíla, auk annara óvenjulegra vopna.) Ég fann þessa frábæru síðu um allveg fullt af flugvélum og ætla að þíða nokkurn hluta þeirra yfir á íslensku. Gjörið svo vel…………
Seinust tvö ár seinni heimsstyrjaldarinnar, sannaði Yak-3 sig sem eina öflugustu orrustuflugvél seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var snögg og hraðskreið þegar flogið var undir 13000 feta hæð og höfðu Rússar algjör yfirráð í loftinu á austur vígstöðvunum seinustu mánuði stríðsinshennar vegna.
Fyrst átti að hefja smíði Yak-3 flugvéla 1941 en var þó hætt við vegna skorts á hráefni auk þess sem velar Sovétmanna voru óáreiðanlegar. Í næstu áætlun um smíði vélanna, var notast við teikningar af Yak-1M, sem Rússar höfðu hafið framleiðslu á, og var það til þess að vængir Yak-3 urðu minni en áður var áætlað, sem gerði nýju flugvélina hraðskreiðari en fyrirrennari hennar. Þar sem Yak-3 var mjög létt veitti það henni meiri lipurð í loftinu. Fyrst flugvélarnar voru tilbúnar til notkunnar 1943 og var síðan komið fyrir hjá flugsveitum við víglínurnar í júlí 1944. Í ágúst sama ár var sett nýjar og betrumbættar vélar í nýjustu flugvélarnar sem gerðu þær nokkuð hraðskreiðari, en það var þó varla þörf á því að þær voru ekki tilbúnar fyrr en í stríðslok og vor því lítið notaðar í bardögum. Framleðisla Yka-3 hélt áfram til 1946.
Saga þessar véla er þó ekki lokið,jafnvel þó að hún hafi ekki verið notuð meira í bardögum, því að árið 1991 bað flugsafn í Santa Monica í Californíu um að fá að hefja framleiðslu þessara véla eftir upprunalegum teikningum í verksmiðju í Orenburg í Rússlandi og voru þær byggðar algjörlega eins og hinar gömlu orrustuflugvélar, nema að það var sett í hana vél frá fyrirtækinu Amercan Allison engines og var gefið nafnið Yak-3UA Nú í dag er hægt að kaupa þessar sögufrægu vélar á almenum markarði til einkanotkunnar.
Smá aukauplýsingar:
Þyngd: Tóm 2310 kg Full (Bensín og vopn) 2923 Kg
Vænghaf: 9 m
Lengd: 8,3 m
Hæð: 2,3
Hámarkshraði: 407 Mh
Flughæð: 35.105 fet
Vopn: 1x 20 mm og 2x 12,7 mm vélbyssur
(Þeir sem hafa spilað Red Alert 1 þekkja sennilega til þessarar flugvélar, þar sem þetta var ein tveggja flugvéla Sovétmanna í þeim leik, hin flugvélagerðin í leiknum var af mig-gerð)
(Eitt gælunafn vélarinnar er Ubiytsa sem þýðir morðingi)
(Til voru 4.848 vélar í vopnabúri Sovétmanna þegar þær voru flestar og það er einumgis vitað um 5 flugvélar sem geta enn flogið (það eru þá nýjar vélar frá 1991)
http://www.warbirdalley.com
MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”