Spitfire flugvélar Þessi grein er þýdd af heimasíðu flugvélarinnar Spitfire og auk þess sem ég bætti ýmsu inn í þetta eftir eigin minni. Og ég ætla að reyna að birta greinar um flestar flugvélar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Það er kannski engin flugvél í heiminum með sama orðstír og Spitfire flugvél Breta, enda með réttu þar sem þessi flugvél átti stærstan hlut í því að sigra orrustuna um Bretland og breytti þannig útkomu seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta var fyrsta orrustuflugvélin sem byggð var af Konunglega Flughernum (RAF) sem var algjörlega úr járni, og var þekkt fyrir ótrúlega mjóa vængi. Á meðan Hurricane flugvélin þróaðist úr tvíþekju, sem er flugvél með tvo vængi á hvorri hlið, var Spitfire byggð á teikningum einvængja flugvélar alveg frá upphafi.
Og jafnvel þó að það væru fleiri Hurricane flugvélar 1940 heldur en Spitfire flugvélar og skutu niður fleiri flugvélar, þá náði Spitfire áhuga breska almúgans.

Þessi vél var hönnuð út frá teikningum sjókappaksturflugvélar og fyrsta frumgerð Spitfire fór í loftið 1936. Vélin var svo flókin að það var erfitt að fjöldaframleiðla, en fyrsta gerð vélarinnar Spitfire Mk 1 kom til Konunglega Flughersins 1938.
Þessar vélar voru með tveggja blaða hreyfli en seinni gerðir voru gerðar til að hafa þrjú blöð. Þetta gerði það að verkum að flugvélarnar gátu flogið 7.000 fetum hærra og gerðu steypur og snúninga mun auðveldari. Seinna voru flugvélarnar lagfærðar og settur á þær svo kallaðan kúluflugklefa sem jók skyggni, og meiri brynju.


Þegar framleðsla hófst á nýrri vél, Rolls Royce Merlin XII, 1940 sem sett í næstu kynslóð Spitfire, Spitfire Mk II og voru fyrstu vélarnar tilbúnar í júní 1940.
Spitfire MK II var betri í alla staði, með stærri bensíntönkum, skotheldu gleri og enn betri brynju. Auk þess sem hægt var að setja auka bensíntanka á vængina á sumum vélunum.

Þegar orrustan um Bretland stóð yfir, var hraði og hreifanleiki Spitfire það sem hélt jafnvægi í bardögum gegn þýskum MesserSchmitt Me. 109 og gaf Bretum betri stöðu gagnvart öllum öðrum þýskum flugvélum. Og þó svo að Spitfire gæti ekki flogið jafn hátt og MesserSchmitt, þá gat hún stungið hana af, annað en Hurricane. Spitfire hafði þó þann galla að stundum flæddi of mikið bensín inn á vélina, en það var hægt að halda henni gangandi með því að framkvæma hálfan snúning og dýfu. (Ég veit þó ekki hvernig það virkaði……)
Þessi galli var þó lagaður og er Spitfire flugvélin sennilega eitt mikilvægasta varnartæki í stríðssögunni.

(Spitfire var fyrst notuð í bardaga í október 1939 yfir Firth of Forth í Skotlandi, þegar Flugsveitir Konunglega flughersins mættu þýskum Junkers Ju 88 sprengjuflugvélum og skutu auk þess eina niður.)

(Spitfire var 9,12 m. á lengd og vænghafið var 11,22 m. flugvélin komst mest á 587 kmh og var búin 8x0,3 tommu vélbyssum (fjórar á hvorn vænginn) auk þess sem hægt var að koma fyrir sprengjum á vængjunum)

(Árið 1937 voru teikningar af Spitfire og Hurricane tilbúnar til að hefja framleiðsu en svo lítið fé var gefið í það verkefni að framleiðsla var lítil sem engin. Þá ákvað Beaverbrook nokkur að fjármagna framleiðsluna sjálfur, jafnvel þó að hann var lítið sem tengsl við breska herinn heldur var hann eigandi dagblaðsins Daily Express og má segja að hann eigi hluta í verndun Bretlands)

http://www.acm.cps.msu.edu/~kortasma/spitfire.html

M esserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”