Árið 1943 var ákveðið á fundi bandamanna í Kaíró að Kóreuskaginn skildi gerðu sjálfstæður. Hann hafði þá verið undir stjórn Japana frá 1910 en heimsveldin tvö voru ekki sammála um ríkisstjórn, Bandaríkin vildu Kapítalíska líðræðisstjórn, en Sovétríkin vildu Kommúnistastjórn. Það var tekið til þess ráðs að skipta skaganum í Suður- og Norður-Kóreu á 38. breiddargráðu. Vesturveldin aðstoðuðu S-Kóreu að byggja upp atvinnulíf og Sovétmenn gerðu það sama fyrir N-Kóreu. Bæði Vesturveldin og Sovétríkin voru með her á sínu áhrifasvæði, en árið desember 1948 drógu Sovétmenn her sinn heim og gerðu Vesturveldin (BNA) það sama í júní árið 1949.
S-Kórea byggði upp margskonar iðnað og tók BNA sér til fyrirmyndar með frjálsu markarðskerfi.
N-Kórea tók Sovétríkin sér til fyrirmyndar og hóf þungaiðnað og hervæddist að kappi.
Bæði löndin vildu sameinast hvoru öðru, en það náðust aldrei sættir um stjórn, bæði ríkin vildu halda sínu stjórnarfari.
Árið 1950 réðust N-Kóreumenn á S-Kóreu í þeirri von, að sameina löndin tvö og halda stjórnarfari sínu og hrekja burt áhrif Vesturveldana úr Asíu.
S-Kóreski herinn hafði ekkert roð í þann N-Kóreska og voru N-Kóreumenn flótir að ná yfir sig stórum hluta landsvæðis sunnan við 38. Breiddargráðu. En þá ákváðu BNA-menn að grípa inn í, og senda lið til aðstoðar S-Kóreumönnum. Fyrst um sinn, gekk BNA mönnum ekkert alltof vel, og N-Kóremenn héldu sigurgöngunni áfram, en þá gerði Douglas MacArthur hæstráðandi í Bandaríska hernum í Kóreu snjalla, en hættulega áætlun, að gera landgönguárás bakvið víglínurnar og klippa í sundur her N-Kóreumanna.
Þessi áætlun var mjög hættuleg, vegna þess að munur á háflóði og lágflóði var svo mikill að það var bara hægt að flytja ákveðið marga upp á landið í einu.
En þetta tókst, og voru BNA-menn og afgangar S-Kóreska hersins næstum búnir að klára dæmið og eyða N-Kóreu út af kortinu, en þá skárust kínversk yfirvöld í leikinn og náðu að ýta hersveitum BNA-manna til baka að 38. breiddargráðu og þá var samið vopnahlé.
(Stalín hafði vonað að S-Kóreu yrði eytt og BNA-mönnum ýtt útaf kortinu á meðan Sovétmenn stækkuðu áhrifasvæði sitt, en eftir þetta fóru bandarískar ekki neitt heldur héldu sig á skaganum)
(Í hita leiksins hafði Truman forseti BNA íhugað það alvarlega að nota kjarnorkuvopn, en ekki kom til þess.)
(Vopnahléslínan á 38. breiddarbaug er kölluð “status quo” (veit ekki hvað það þýðir) en rapparinn í þáttunum Off Centre sem eru sýndi á Stöð 2 á föstudögum kallar sig einmitt Status Quo)
(Forseti N-kóreu var Kim Il Sung sem var faðir Kim Jong Il sem er nú grimmur einræðisherra á N-Kóreu og forseti S-Kóreu hét Syngman Rhee.)
Þessi grein var skrifuð eftir mynni og ég biðst velvirðingar ef ég gerði einhver mistök, en leiðréttið þau endilega ef þið takið eftir eitthverju.
MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”