Eftir að hafa náð yfir sig eyjunum Tarawa og Saípan var komið að því að ráðast á eynna Iwo Jima í Bonin-eyjaklasanum, einungis 700 sjómílur frá Japan, þar höfðu Japanir komið sér fyrir og skipulögðu árásir á flugvélar
BNA-manna á leið sinni til að gera loftárásir á Japan.
Undirbúningur árásar á eynna hófust í byrjun desember 1944 og var áætlað að árásin yrði gerð um miðjan febrúar. Með þessari árás á að slá tvær flugur í einu höggi, með því að ná yfir sig tvem mikilvægum flugvöllum og til að koma á varnarhring til að umkringja Japan. Loftárásir hófust í byrjun desember og stóðu stanslaust yfir þar til að landárás yrði hafin. Þegar landárásin átti að hefjast sögðu könnunarflugsveitir að það væri allt gjörsamlega í rúst og að að stæði ekki steinn yfir steini á þessari 9 km löngu eyju.
(Loftárásirnar stóðu stanslaust yfir í 74 daga og var þetta lengstu linnulausu loftárásirnar í öllu stríðinu.)
En 22.000 manna japanskt herlið undir stjórn hershöfðingjans Kúríbayashi lét loftárásirnar lítið á sig fá og gróf sig niður í jörðina og myndaði ótrúlega flókið og vel gert neðanjarðarjarðganganet, sem lá um alla eynna.
Þegar landgangan hófst síðan 19. febrúar með því að 5. strandliðaherfylkið undir stjórn strnadliðsforingjans Schmidts gekk á land á ströndina lentu þeir í helvíti á jörð, þar sem skotið var á þá útúr frumskógi við fjallsrætur eldfjalls á eynni og gátu BNA-menn lítið annað gert en að skjóta blint inn í skógin, með engum árangri. Auk þess sem að skothríð frá nærliggjandi skipum kom að litlu gagni, vega niðurgrafinna sprengjuvirka. Loks komust BNA-menn upp úr ströndinni og þótti það mikið afrek þegar þeir komust á tind Suribachi-eldfallsins og komu þar fyrir BNA-fánanum og er til ljósmyn af því sem er nú heimsfræg.
(Víetnamar tóku Japani sér til fyrirmyndar í Víetnamstríðinu og grófu margslungið naðanjarðarkerfi, sem var ein ástæðan fyrir ósigri BNA-manna þar.)
En bardagar voru ekki búnir venga þess að japanskir hermaenn í þúsunadatali voru enn niðri í göngunum og urðu BNA-menn að svæla þá upp með eldvörpum.
Þessi árás átti að verða auðveld að mati BNA-manna og taka einungis 5 daga, en hún tók aftur á móti 5 vikur og endaði 25. mars með sjálfsmorðsárás 350 japanskra hermanna.
Var þessi árás gífurlega kostnaðarsöm fyrir BNA-menn, en þeir misstu 1/3 liðs síns eða 25.000 manns. En Japanir höfðu misst 21.00 af þeirra 22.000 manna setuliði Japana.
(Þessir bardagar sína hve baráttumiklir Japanir voru allt til enda, en t.d Þjóðverjar og Ítalir misstu allan baráttuvilja. Japanair aftur á móti börðust allt til enda, þar til að kjarnorkusprengjunum 2 var sleppt)
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”