“Fyrsta og annað boðorðið er að sjálfsögðu mikið Móse í hag þar sem svo lengi sem fólk dýrkar Guð og trúir Móse að hann sé hönd Guðs er hann við völd.”
Þetta fólk trúði þegar á einn Guð, og skilgreindi sig bara samkvæmt því, svo það var álíka klárt af honum og þegar Georg Bush talar um “frelsi”, hann er bara að bergmál óljósri, óræðri skilgreiningu sem Bandaríkjamenn hafa á sjálfum sér aftur til þeirra, ekki að finna upp eitt né neitt nýtt.
Fyrsta og annað boðorðið var sem sé það ófrumlegasta sem móses nokkru sinni sagði, enda var að þá þegar orðin aldagömul trú hjá Gyðingum að það mætti bara hafa einn Guð og allt það, ef þú villt nota Biblíuna sem heimild það er að segja, fyrst þú ert kominn út á þann hála ís…
Gyðingar annars sem gera Móse mun hærra undir höfði en Kristnir, taka hann um leið, jafnvel þeir bókstafstrúuðustu, mun óbókstaflegra, og Gamla Textamentið okkar er vitlaust þýtt, svo margt sem virðist ansi svakalegt er ekki nærri jafn “spennandi” í upprunalegu þýðingunni…Allt þetta með grýtingar og annað óhuggulegt verður svo allt öðru vísi séð í sögulegu ljósi, því Gyðingar létu dæma einhvern til dauða samkvæmt sögulegum heimildum um dómstóla þeirra og slíkt, í hæsta lagi á margra áratuga fresti, yfirleitt mun, mun sjaldnar….Dauðarefsingin fór sem sagt mun sjaldnar fram, varla einu sinni á öld oftast, og var annars eðlis (erfiðara að fá að dæma til dauða, mörg skilyrði sem þurfti að uppfylla og svona, og önnur ástæða, var ekki hugsað sem refsing beint heldur meira samfélagslegt..)heldur en í Texas eða bara hvar sem er sem hefur verið eða er dauðarefsing.
Íslendingar, sem dæmi, beittu hér áður fyrr mun oftar dauðarefsingu en Gyðingar, sem reyndar hættu alveg að beita henni fyrir ótal, ótal, ótal öldum (afþví í dag er ekki hægt að uppfylla skilyrðin til að dæma menn til dauða svo það væri ólöglegt)….svo bókstafstrúaðir Gyðingar í Bandaríkjunum til dæmis, eru almennt á móti dauðarefsingum af trúarástæðum, flestir Gyðingar þar eru mestu andstæðingar hennar í BNA yfirleitt, en af skynsemisástæðum frekar, enda almennt ekki mjög trúaðir.
Sem sagt, á Þingvöllum voru drepnir menn mun oftar, og mun fleiri, en nokkru sinni í Ísrael forn hebrea, fyrir utan stríð þá…Dauðarefsing var eitthvað stórfurðulegt, og illa séð almennt jafnvel þegar það gerðist, sem gerðist í hæsta lagi á meira en hálfrar aldar fresti, en var ekki daglegt brauð eins og meðal norrænna manna í gamla daga.
Gyðingdómur er mjög flókinn, og saga Biblíunnar og hebrea líka, og upplýsingarnar í Biblíunni eru ófullnægjandi og afvegaleiðandi, og betra að reiða sig á upprunalegari þýðingar, sagnfræði, og útskýringar, þetta var jú allt önnur menning, allt annað málfar, og við getum ekki skilið þennan heim út frá heimi okkar,….í raun væri auðveldara fyrir okkur að skilja víkingatíman…
Móses var giftur Eþíópískri konu sem var líklega fyrsti svarti Gyðingurinn. Hann átti líka eina aðra konu. Hann var alinn upp sem Egypti og hlýtur því að hafa verið mótsagnakenndur og furðulegur maður, af því að vera alinn upp í fjölmenningarlegu og flóknu umhverfi sem yfirstétt, en upplifa sig frekar sem einn af hinum kúguðu, þar sem hann vissi að þaðan var hann kominn. Þetta er mjög áhugaverð saga af furðulegri persónu. Hins vegar er allt á huldu um þennan mann meira og minna. Þetta gerðist allt fyrir löngu síðan, kenningar um Móses skipta þúsundum orðið, og enginn er sammála hver eða hvað hann var….
Að ætla sér að komast að því með að lesa lélega Biblíu á íslensku eru hins vegar leikskólavinnubrögð, og þú fengir 0 í sögu hjá mér, engin móðgun, ég rugla oft sjálf í vanþekkingu minni um flest annað en mína eigin menningu eins og hin 99,9% af mannkyninu sem eru blinduð af eigin menningarheimi og takmarkaðri “euro centric” 101 þekkingu á flestu, sem heitir bara að vita ekki neitt skal ég segja þér….
Lestu frekar sögu…..