Ég hef svolítið kynnt mér Mósebækurnar og þekki þær allavega alveg jafn vel og hver annar. Mér er líka farið að finnast ólíklegra og ólíklegra að Móse hafi verið í nokkru sérstöku sambandi við Guð(ég er samt ekki trúleysingi).

Guð átti að hafa birst Ísraelsmönnum uppi á tindi Sínaífjalls, Ísraelsmönnum var hinsvegar forboðið að koma nálægt rótum fjallsins og áttu að vera annað hvort grýttir eða skotnir ef þeir snertu rætur fjallsins. Sínaífjall er hærra en Hvannadalshnjúkur og því sé ég ekki hvernig maður sem er staddur niðri á jörð á að sjá nokkurn mann(eða Guð) uppi á fjallinu. Þarna var þrumuveður og því sennilega lélegt skyggni. Auk þess átti hver sá sem leit ásjónu Guðs að deyja.

“2M 19.19: Og lúðurþyturinn varð æ sterkari og sterkari. Móse talaði, og Guð svaraði honum hárri röddu.”
Ekki er talað um hvað Móse sagði eða hverju Guð átti að hafa svarað. Ég gæti alveg trúað að þetta “svar” hafi bara verið þruma. Svo er talað um að Guð kalli Móse upp á tindinn sem gæti alveg verið eitthvað sem aðeins Móse “heyrði”. Uppi á tindinum tekur Guð Móse á eintal og hann segir honum öll boðorðin og svona. Að sjálfsögðu varð enginn vitni að neinu slíku. Fyrsta og annað boðorðið er að sjálfsögðu mikið Móse í hag þar sem svo lengi sem fólk dýrkar Guð og trúir Móse að hann sé hönd Guðs er hann við völd.

Það þekkja allir söguna af því þegar Móse kemur niður af fjallinu og sér fólkið vera byrjað að dýrka Gullkálfinn. Þá “lætur Guð hann” slátra þúsundum manna. Myndi Guð láta slátra þúsundum manna fyrir að… ehm… villast(afsakið prestatalið).

Sífellt lætur Móse drepa fólk í nafni Guðs. Finnst ykkur líklegt að Guð léti drepa allt fólk sem ekki fylgir lögum hans?

Látið heyra í ykkur.
(\_/)