Hér er smá grein um skipulögð fjöldamorð í WWII

Skipulögð fjöldamorð voru algeng á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir sem komu verst útúr þeim voru Gyðingar í löndum nasista. Nasistar sendi nær 12 milljón manns í fangabúðir, þar af sex milljónir gyðinga. Þessir atburðir eru oft nefndir helförin. Helförinni stýrðu SS sveitir nasista, sem var deild innan þýska hersins sem var búin að sverja eið um að hlíða öllu sem Hitler mundi skipa þeim að gera. Stjórnendur þessara sveita voru harðir stuðningsmenn Hitlers og harðir nasistar. Undirmenn í SS sveitunum höfðu verið aldir upp með Hitlersæskunni. Þetta voru þar af leiðandi grimmustu og heilaþvegnustu nasistarnir sem trúðu því að aríar væru æðsti kynstofninn og kynstofnar A-Evrópu og aðrir kynstofnar væru þeim lægri og svo Gyðingar lægstir.
Í flestum bíómyndum og í öðrum miðlum sem fjalla um seinni heimsstyrjöldina er í mjög stórum hluta þeirra fjallað um helförina og aðra hluti tengda henni, þess vegna hefur myndast sá misskilningur að flestir halda að allir nasistar hafi verið eins og SS menn; grimmir og með enga tilfinningu fyrir öðru lífi. Raunin er sú að margir nasistar utan SS tóku nasisman ekki alvarlega, og sennilegast er eina ástæðan fyrir því að nasisminn náði svona gríðarlegu fylgi í Þýskalandi er sú að hann spilaði á hatrið sem hafði myndast í hjörtum Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina. Miklir fordómar gagnvart Þjóðverjum hafa komið upp vegna þessa misskilnings og sumir halda að Þjóðverjar séu jafnvel ennþá flestir nasistar og einhver fífl.
Það voru ekki bara Gyðingar myrtir í helförinni heldur einnig mikið af rússneskum og pólskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga, einnig ofsótti Hitler minnihlutahópa eins og blökkumenn og sígauna. Nasistar byrjuðu ekki á því að senda bara allt fólkið í útrýmingarbúðir, þeir byrjuðu á því að brjóta niður stolt Gyðinga með því að niðurlægja þá á götum úti og banna þeim að nota garðbekki, gangstétt, og margt fleira. Gyðingum var einnig meinaður aðgangur að skemmtistöðum og veitingastöðum. Gyðingar voru ekki með meiri réttindi en rotta á þessum tíma. Eftir það þá smöluðu SS-nasistar Gyðingum saman í sérstökum Gyðingahverfum, sem voru gerð eins ömurleg og hægt var, og þeim var bannað að búa annarsstaðar. Svo var Gyðingum bannað að vera annarsstaðar en í Gyðingahverfunum og múrað var fyrir allar götur sem lágu að Gyðingahverfinu. Það var þröngt í Gyðingahverfunum og það dóu margir úr sóttum og hungri, einnig fóru flokkar SS-nasista um hverfin og drápu fólk sem var á ferli eftir útiverutímann eða það fólk sem hafði ekki náð að útvega sér íbúð og ekki náð að fela sig. Einnig fóru SS-nasistar inn í íbúðir og drápu heilu fjölskyldurnar. Nú voru nasistar búnir að ná tröllataki á Gyðingum og sendu þá í fangabúðir. Í ferðum til þrælabúðanna dóu margir, fólkið var sent með lest og tróðu SS-nasistar oft yfir 40 manns í 10 fermetra vagn.
Í fangabúðunum var fólkinu þar talið trú um að vinna gerði þau frjáls, þannig náðu nasistar fram vinnuvilja og vonin um frelsi minnkaði einnig hættuna á uppreisnum. Þegar fólkið var búið að vinna sig nær til dauða var það sennt í sturtu og því sagt að það væri að fara þaðan en það kom í raun gas úr sturtunum og fólkið dó samstundis. Þannig hélt fólk að SS-nasistar stæðu við loforð sín um að vinna gerði það frjálst. Það voru samt margir sem dóu við vinnu. Fólk var drepið þar ef að einhver SS-nasisti var ekki í góðu skapi og gáfu þeir einhverjar fáránlegar afsakanir fyrir morðunum, einnig var mikið af fólkinu fólk myrt fyrir að gera mistök við vinnu.
Þegar helförinni lauk voru svo SS-nasistar og aðrir nasista leiðtogar dregnir fyrir dómstóla og annað hvort dæmdir til dauða eða í langt fangelsi. Nasistar voru einnig niðurlægðir á götum úti eftir stríðið en þó voru þær aðgerðir ekki jafn harkalegar og aðgerðir þeirra gagnvart “óæðri kynstofnum”.
Nasistar eru til nú til dags undir heitinu nýnasistar og vegnar þeim bara þó nokkuð vel. Ég gæti trúað því að þeim flokkum stjórni gamlir SS-nasistar sem hafa lokið við að afplána fangelsisvist sína.


Kreoli