Mig langar að byrja á að þakka MesserSchmitt fyrir frábærar greinar,ég byrjaði að svara greininni en sá svo að þetta er jafnvel efni í aðra grein,svona framhald af þessum góðu greinum Messa. Mig langar að koma með nokkuð sem má ekki gleyma um orrustuna um Stalingrad… Návígisbardögunum..
Ég held að með sanni megi segja að orrustan um Stalingrad hafi verið einhver rosalegasta hernaðaraðgerð samtímans,jafnvel 6. júní 1944 (D Day) er minni á allan hátt.
En það má líka segja að orrustan um Stalingrad hafi um leið verið einhver raunalegasta hernaðaraðgerð samtímans.
Það er alveg með ólíkindum hvað mannlegt eðli getur sokkið djúpt niður á lágt plan,en um leið hvað viljinn til þess að lifa getur verið magnaður.
Þeir bardagar sem bæði rússneskir og þýskir hermenn börðust í voru svo rosalegir að erfitt er að ímynda sér það og enn erfiðara að skrifa um það.
Ímyndið ykkur 20 íbúða blokk, 1. hæðinni ráða rússar (allri nema einni eða tveimur íbúðum) 2. hæð ráða þjóðverjar og svo koll af kolli. rússar ráða kannski þessu herbergi þennann daginn og þýskir þann næsta,þannig að mjög erfitt er að vita hver er vinur og hver er óvinur.
Stöðugt er barist á milli hæða og herbergja,vélbyssuskothríð í gegnum veggi loft og gólf auk þess sem handsprengjum er kastað í tíma og ótíma í gegnum göt á veggjum og gólfum. Enginn möguleiki er að koma særðum og föllnum í burtu svo dögum skiptir,það er hátíð hjá rottunum.
Návígisbardagarnir (hand to hand combat)hljóta samt að standa upp úr í allri geggjununni,eins og orðið gefur til kynna er návígisbardagi akkúrat það.
Tveir menn mætast og annar deyr.
Úti á götum var barist í návígi um alla borg með allskonar vopnum eins og hnífum,byssustingum,hjálmum,höndum fótum og tönnum. Eitt vopn var mjög vinsælt og mikið notað af báðum herjum en það var rússneska fótgönguliðsskóflan.(Hermennirnir töluðu um það að þýska fótgönguliðsskóflan brotnaði við minnsta átak)
Rússneska fótgönguliðsskóflan var frekar stór (lagðist saman í miðju þannig að skaftið lagðist að blaðinu) og þung,hún var síðan brýnd þannig að hún var gerð flugbeitt,svo beitt að hæglega hefði verið hægt að raka sig með slíku tóli.
Vegna þess hversu þung og beitt skóflan var,var hún tilvalinn til þess að höggva með í gegnum þykkann vetrarfatnað óvinarins.
Messi talaði um hungur og vosbúð þýsku hermannanna í greinum sínum,það hefur alla tíð verið uppi þrálátur orðrómur um útbreitt mannát á meðal þýsku hermannanna og er það í raun alls ekki fráleitt.
Þær lýsingar sem maður hefur heyrt og lesið (hinar ýmsu stríðsbækur og heimildarþættir) um návígisbardaga og orrustuna um Stalingrad yfirleitt eru vægast sagt hryllilegar og maður áttar sig á því hversu heppinn við erum að þurfa aldrei að lenda í slíkum hryllingi.
Þannig að ef við heyrum í fréttum á næstunni “bandarískar og íraskar hersveitir börðust í dag í návígi á götum Bagdad” þá vitum við hvað það þýðir.
Að lokum smá tölfræðileg staðreynd. Eins og Messi sagði voru um 250.000 þýskir hermenn í 6. her Von Paulus,að lokum komu u.þ.b 5000 heim úr þrælkun eftir stríð, það þýðir að lífslíkurnar voru um 2 % sem sagt af hverjum 100 dóu 98.
Friður.