Þessi helmingur er heldur styttri enn sá fyrri vegna þess að ég klippti út mikið efni sem fjallaði um orustuna við Kúrsk, sem ég mun vonandi birta hér í náinni framtíð.
Ef þú hefur ekki lesið fyrri helming þessarar greinar hvet ég þig fyrst og fremst til þess, því annars muntu botna mjög lítið í þessum hluta.

Hitler varð að gera eitthvað til aðstoðar hinum innikróuðu hermönnum. Eitt ráðið var að búa til loftbrú eins og þeir gerðu á Moskvuvígstöðvunum veturinn áður. En þetta var þó mun stærra verkefni því 6. herinn þurfti á 750 smálestum að halda á degi hverjum. Þá var talað við Göring sem var alla tíð mjög montinn og hafði tröllatrú að flugher sínum og lofaði að hann gæti flutt 500 lestir á dag, þó svo að Jeschonnek, sem var flugráðsforingi hans að það væri útilokað. Þá tók þýski herinn sig til og safnaði saman flugvélum frá öllum heimshornum til aðstoðar við þessa miklu áætlun.
Þýski flugherinn reyndi allt hvað hann gat til að standa við markmið Görings, en þó það væri reynt, voru fluttningarnir ekki nema 100 lestir á dag. Þetta gerði stöðu 6. hersins ennþá vonlausari. Þetta tók Jeschonnek svo nærri sér að hann framdi sjálfsmorð.

(Þessi aðgerð mynnir mjög á Dynamo-áætlun Breta, þegar þeir söfnuðu saman öllum bátum, allt frá stórum orustuskipum, niður í örlitlar trillur, til að bjarga Hermönnum sínum frá Belgíu eftir mishepnaða áætlun um að koma belgískum og hollenskum borgurum til hjálpar.)

(Annað dæmi um loftbrú er t.d í Berlín, eftir stríð þegar Bandaríkjamenn þurftu að fljúga með allar birgðir til borgarinnar vegna banns Sovétmanna gagnvart þeim)

Þá ákvað Hitler að gera gagnárás í átt að Stalíngrad og veita 6. her Paulusar þannig aðstoð. Von Manstein safnaði saman mjög öflugum árásarher austur af Asovshafi, sem var kallaður Don-herinn. Vegna skorts á nauðsinlegum búnaði og öðrum birgðum tafðist herinn, en komst hann þó af stað 10. desember með 4. skriðdrekaher Hoths fremstan fylkingar. Þýskir hermenn reyndu oft, gegn algjöru ofurafli að frelsa félaga sína hinummeginn við herkvínna, og stundum tókst þeim líka að frelsa litla flokka bæði Þjóðverja og Rúmena og auk þess mættu þeir stundum litlum herflokkum sem ráfuðu um hinar gríðarlegu víðáttumiklu sléttur í reiðileysi og veittu þeim aðstoð.
En þegar 50 km voru í borgina skall á hríð með miklum frostum, og þá jókst mótspyrna Sovétmanna til muna. Þjóðverjar komust aldrei nær borginni en það. Enn einusinn hófust deilur milli Hitlers og hershöfðingjanna. Hershöfðingjarnir lögðu til að hið umkryngda lið í Stalíngrad skyldu gera útrás til móts við árás frelsunarherinn. En Hitler stóð fastur á sínu, útrás merkti uppgjöf, og Hitler neitaði að játa sig sigraðan.
Margir hershöfðingjanna ráðlögðu Paulusi að framkvæma útrásina, en Paulus neitaði að bregðast foringja sínum. Þar með voru örlög 6. hersinns ákveðin.
Sovétmenn sameinuðu heri sína undir forustu Rokossovskys og hóf hann stannslausa stórskotaliðs og eldflaugaárás að Stalíngrad. Á meðan inní í borginni áttu Þjóðverjar við æ meiri matvæla og skotfæraskort, auk þess sem að þeim vanhagaði um næstum því allt annað í þessum borgarrústum sem nú voru umluktar snjósköflum sem náðu upp í margra metra hæð.
Þegar Rokossovky bauð Paulusi að gefast upp í annað sinn sendi Paulus skeyti til Hitlers hvort hann mætti bjarga lífi hermanna sinna og gefast upp. En Hitler þverneitaði honum það, það skildi barist til síðasta manns. Auk þess að gefa Paulusi þessa skipun sæmdi hann honum marsjálkstign. Nú höfu allir flutningar stöðvast, því Þjóðverjar höfðu misst einu flugbrautina sína í hendur hinum æ-sterkari Sovétmönnum. Þeir höfðu engan eld til að hita sér þann litla mat sem þeir áttu eftir, né til að hlýja sér. Þeir vöfðu sig því inn í þau teppi og þá poka sem þeir höfðu til afnota og reyndu að halda á sér hita. Margir þýsku hermannana sultu eða frusu í hel. Þeir sem enn lifðu héldu þó áfram að berjast hvað best þeir gátu þar til á gamlaársdag þegar Sovétmenn höfðu umkringt höfuðstöð Paulusar. Kom hann þá upp ú greni sínu og gafst upp. Þetta voru endalok 6. hersins í Stalíngrad. Og þýddi það frelsum Stalíngrad og sigur Rauða hersins.

(Ég sagði í greininni “Þegar Rokossovky bauð Paulusi að gefast upp í annað sinn” Ég var ekki viss, hvenær hann bauð honum að gefast upp í fyrra skiptið, en ég held að hann hafi gert það þegar hann tók við allri herstjórn. Ég vildi bara ekki fara með rangt mál í greininni)
(Sovétmenn höfðu þróað eldflaugar sem þeir drógu á vagni og miðuðu á skotmörk og var þetta kjörið vopn í umsáturbardögum eins og þessum (Þetta vopn var kallað Stalín-orgelið)
(Þjóðverjar telja enn í dag að björgunaraðgerð Von Mansteins hafi verið ein hetjulegasta hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, þó að hún hafi ekki skilað árangri.)
(*Í 6. her Paulusar voru 250 þús. manns,
*100 þús létust í bardögum, úr sulti eða kulda,
*90 þús voru teknir höndum af Sovétmönnum, en af þeim lifðu aðeins 5000 manns vegna vanrækslu Sovétmanna gagnvart föngunum.)
(Sovéskir fangar fengu sömu meðferð og þeir þýsku í fangabúðum Þjóðverja og voru látnir vinna þrælkunarvinnu eins og má vel sjá það í myndinn Hart’s war)
(Í þessari orustu má einnarbest sjá þrjósku Hitlers, hann vildi heldur missa 250 000 manns heldur en að gefast upp.)(Það er náttúrulega enginn vandi að fórna lífum, svo lengi sem það er ekki manns eigið líf)
(Fyrir orustuna um Stalíngrad, stóð veldi Þjóðverja sem hæst, en eftir þetta langa umsátur fór að halla undan fæti hjá 3. ríki Hitlers)
(Að mínu mati var Stalíngrad-orustan mikilvægast orusta seinni heimstyrjaldarinnar.
Vegna hinna miklu afhroða sem þýski herinn hafði orðið fyrir, bæði í mannfalli og líka tímatapi, þar sem önnur áform Hitlers sátu á hakanum á meðan Hilter einbeitti sér að því að vinna Stalíngrad.)

Ég vona að ég hafi farið með rétt mál í greininni annars bið ég ykkur eindregið til að leiðrétta þær villur sem ég gerði.
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”