ég var að gera ritgerð í sögu og datt bara í hug að senda þetta inn fyrir nokkur stig:)
,,Í hópi allra þeirra venjulegu brotamanna, sem Englendingar fluttu í útlegð til Botany Bay og Van Diemens Land á fyrri hluta nítjándu aldar, voru nokkrir merkilegir menn, sem áttu sérstæðan feril að baki. Eftirtektastur þeirra var ,,ráðríkur valdaræningi lítils ríkis”, eini kóngurinn, sem lagt hefur af stað frá London á fangaskipi á leið til fanganýlendnanna hinum megin á hnettinum.” (heimild: Sjálfsævisaga Jörundar hundadagakonungs)
Upplýsingar
Jörgen Jörgensson, eða Jörundur Jörundsson kallaður hér á Íslandi.
Jörundur var kallaður Jörundur Hundadagakonungur því hann ríkti yfir Íslandi frá 13. júlí til 23. ágúst. Hann kallaði sig ,,alls Íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands’’.Jörundur hundadagakonungur var í Bretlandi í fangelsi en losnaði þó þaðan stuttu seinna. Jörundur kom með manni að nafni Samuel Phelps til Íslands árið 1809 sem túlkur, næstum strax og búið var að festa landfestar á ,,rændu” þeir völdum af Trampe stiftmann. Jörundur og Phelps grunuðu að Trampe hefði bannað fólki að versla við þá og réðust að húsi Trampe með 13 vopnaða menn og fluttu hann í fangageymslur í skipi þeirra. Fyrsta verk Jörundar var að hengja auglýsingar á auglýsingatöflu sem voru eftirfarandi:
,,1 Allur danskur myndugleiki er upphafinn á Íslandi.”
,,2 Ísland er laust og liðugt frá Danmerkur ríkisráðum.”
Þar stóð einnig að kalla saman ætti þing á Íslandi skipað átta mönnum, og myndi það hafa bæði löggjafarvald og dómsvald. Ísland skyldi fá nýjan fána, hann átti að vera blár með þremur hvítum þorskum ( fjallað verður
meira um fánann í ritgerðinni ). Friði var lýst við allar þjóðir, og fullyrt var að Bretar mundu veita landinu vernd. Jörundur fékk sér forherta glæpamenn fyrir lífverði og hafði þá alla vopnaða. Jörundur ætlaði svo sannarlega að láta til sín taka á Íslandi og lækkaði alla skatta um helming og jafnaði tekjuhallann en þurfti reyndar að leggja ofurlítinn toll á innflutning enskra vara sem hann leyfði. Jörundur hækkaði tekjur klerkastéttarinnar, allt frá biskupnum og niður í lægst settu djákna. Fjárupphæð til opinberra skóla og fiskveiða var veitt og Jörundur þvingaði alla sem skulduðu ríkinu til að greiða það hið fyrsta. Jörundur lét það ekki vera nóg heldur veitti hann þjóðinni uppgjöf allra skulda við dönsku stjórnina sem höfðu ginið yfir söfnunarfé því, sem eprópskar þjóðir og þó sérstaklega Bretar söfnuðu til hjálpar Íslandi, þegar Hekla gaus 1783 og nánast eyðilagði landið með hraunstraumum. Virki voru byggð við höfnina með sex fallbyssum til að verja höfnina, riddaraliði var komið á og sjálfstæðisfáni Íslands var dreginn að húni allt að skipun Jörunds hundadagakonungs. Hinn 12. júlí 1809 var fáninn dreginn að húni á Petræusarvöruhúsi í Hafnarstræti í Reykjavík. Fáni þessi leið þó undir lok með Jörundi. Þrátt fyrir það verður þessi fáni að teljast fyrsta hugmyndin um þjóðfána fyrir Ísland. Enskt herskip kom til Íslands til að fylgjast með gangi mála hér á landi. Skipstjórinn komst að því að ,,einhver” danskur stríðsfangi hefði stofnað hér sjálfstætt ríki og heitið því fulla vernd Englands. Skipstjóranum hefur ekki litist vel á blikuna og hrak Jörund frá völdum. Í Englandi var Jörundur handsamaður fyrir að yfirgefa England. Jörundur var sendur til fanganýlendu Englands, Ástralíu og þar endaði hann ævi sína.
Fáni Jörundar
Ekki er vitað, hvers vegna Jörundur valdi þjóðfánanum bláan lit. Það kann þó að hafa ráðið miklu hér um, að blátt hafi verið talinn þjóðarlitur Íslendinga og á þessum tíma var merki Íslands þorskur með konungskórónu á strjúpanum á rauðum skildi, og hafði svo verið lengi. Þess má til gamans geta, að þegar Jörundur hundadagakonungur ríkti hér 1809, þá birti hann auglýsingu á strætum Reykjavíkur 26. júní, þar sem hann skipaði svo fyrir, að Ísland skuli hafa sinn eigin fána. Í annarri auglýsingu Jörundar, 11. júlí, segir að íslenski fáninn skuli vera blár með þremur þorskfiskum í efsta horni. Merki Íslands var þá og hafði lengi verið þorskur með gullinni kórónu yfir á rauðum skildi. Erfitt er vera viss um það nú, hversvegna Jörundur valdi fánanum bláan lit. Sagði hann síðar sér til varnar að fáninn, sem hann lét draga á stöng, hafi verið hið forna flagg landsins svo sem sjá megi á innsigli þess. Á hann þar líklega einungis við þorskmerkið í fánanum en ekki litinn. Hugsanlegt er að hann hafi vitað um að Skúli Magnússon fógeti fékk Eggert Ólafsson til þess að teikna fána fyrir Innréttingarnar og duggur þeirra tvær, ,,Friðriksósk” og ,,Friðriksgæfu” á árunum 1752-1754. Var þetta flagg með flöttum þorski ásamt stöfunum PII (Privilegerede Islandske Interessenter). Þetta var þó auðvitað enginn landsfáni. En þegar Jörundur valdi lit á fánann ,,sinn”, hefur þess e.t.v. þegar gætt að blátt hafi verið álitið einskonar þjóðarlitur á Íslandi.
Þess má til gamans geta að þegar Jörundur var norðanlands í einni ferð sinni um landið til að fá háttsetta embættismenn á sitt band má sjá merki um grimmd hans og staðfestu, þegar hann kom til amtmanns eins og vildi fá afhenta fjárhirslu stjórnarinnar en var neitað. Jörundur lét þá dreifa hrísi í kringum húsið og hótaði að kveikja í bænum, amtmaðurinn sá að honum var alvara og lét hann af hendi fjárhirslurnar. Sögur segja einnig að Jörundi hafi verið boðið uppí kaffi eftir þetta ,,atvik”. Aldeilis merkilegt hjá amtmanninum að geta haldið andliti eftir þetta.