Kæru MeðHugar.

Þessi grein er framhald af fyrri hlutum. Ég mæli eindreigið með því að lesa þá hluta á undan.

Það bar nokkuð á réttmætri gagnrýni á lengd síðasta hluta. Málið er að þetta er gömul ritgerð eftir mig. Ég átti hana ekki lengur til inn á tölvunni, svo þegar mér datt í hug að skrifa þetta inn á Huga, ákvað ég að skipta henni í þrjá hluta, einfaldlega því ég nennti ekki að slá inn alla ritgerðina í einu. Þetta er ekki eitthvað plott til að græða stig, bara leti…..Ritgerðinni skipti ég í þrjá hluta, formála, innrásina og niðurlag, nú er því komið að því að skrifa niðurlagið. Ég bið fólk ekki um að vænta of mikils því ég var ungur að árum þegar ég skrifaði þetta og ég hugsa að ég myndi ekki leysa þetta alveg eins núna. 1. hlutinn var bestur, að mínu mati. Svo gagnrýni á lengd er nokkurnvegin óþörf, ég veit.

-Niðurlag-

Innrásin tókst ekki sem skildi, en vegna mistúlkunnar og misskilnings Þjóðverja náðu Bandamenn fótfestu í Frakklandi. Í byrjun júlí voru Bandamenn svo búnir að tryggja sér 20 mílna öruggt athafna svæði.

Eins og einhver nefndi var mjög mikilvægur þáttur í innrásinni yfirburðir Bandamann í lofti. Það er sagt hermenn sem voru í Þýska varnarliðinu hafi sagt sín á milli að ef þið sjáið slifurlitaða flugvél- þá er hún bandarísk, ef hún er blá- þá er hún bresk, ef hún er ósýnileg- þá er hún okkar. Þetta var brandari D-dags.

Þann 26. ágúst skrifaði setuliðsforingi Þjóðverjan í París undir uppgjafar samning.

Sóknin að Berlín gekk vel, að því gefnu að verið var að ráðast inn í höfuðvígi þriðja ríkisins, mig minnir að þjóðverjar hafi aðeins einu sinni rekið sókn Bandamann á bak aftur og það hafi nú ekki verið neitt alvarlegt. Stanslaust sprengjuregn hafði lamað mikið af hernaðarmætti og hreyfanleika þýska hersins.

Alfredt Jodl, sem hafði verið nánasti og persónulegasti herráðunautur Hitlers, undir uppgjafarsmning í Reims 7. maí 1945. Þess má geta að Jodl var dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi eftir stríð.

Á Utah- Strönd voru 23.250 hermenn sendir.
- Omaha Strönd voru 34.250 hermenn sendir.
- Gold Strönd voru 24.970 hermenn sendir.
- Juno Strönd voru 21.400 hermenn sendir.
- Sword Strönd voru 28.845 hermenn sendir.

12.júní voru 326.000 hermenn áströndunum, ásamt 54.000 farartækjum (skriðdrekar,jeppar og fl.).
2. júlí voru 929,000 menn og 177.000 farartæki komin til Frakklands. Skipaflotinn við Normandy taldi 6.939 skip, af öllum stærðum og gerðum.
Fyrstu tíu dagana eftir innrásina ( 6. til 16. júní) dóu alls 5.287 frá Bandamönnum.

Oft hugsa ég hvað hefði gerst hefðu Bandamenn ekki lagt í innrásina? Þjóðverjar ekki lennt í rússneskavetrinum? eða Bandaríkjamenn ekki varpað tveimur kjarnorkusprengjum á Japani? Möguleikarnir eru svo margir, þetta þykja mér áhugaverðar pælingar. Það er til bók sem ég hef lesið sem gefur sér það að Þjóðverjar hafi “unnið” stríðið. Bókin heitir Föðurlandið og er eftir Robert Harris, þetta er spennuskáldsaga, eins og ég segi áhugaverð pæling að ýminda sér heiminn ef styrjöldin hefði endað öðruvísi.

En, stríðið fór þannig að Bandamenn “unnu” stríðið og möndulveldin gáfust upp. Það er náttúrulega bara heimspeki umráða að fjalla um það hverjir “vinni” stríð, er það sá sem missir færri menn eða sá sem setur reglurnar eftir stríð?

Ég lennti í smá örðuleikum að raða saman öllum þeim fjölda heimildua á sínum tíma, en svo tókst mér það svona nokkurn veginn að lokum.

-Heimildir

-http://search.eb.com/normandy/
-Heiferman R. : Seinni Heimstyrjiöldin. Reykjavík, Fjölvi, 1978
-Aastad S. , Sveen A. : Heimsbyggðin síðari bók, Reykjavík, Mál og Menning, 1995
-http://campus.fortuncity.com/boston/978/body_ind ex.html
-http://search.eb.com/bol/topic?eu=57555&sctn= 1

*kveðja*

Ég veit ekki hvort að tenglarnir virki en samt