Ég sá menn voru að velta uppruna J,V og W fyrir sér. Hér kemur örstuttur fróðleikur um stafina
J
Á 14. öld var stafnum I breytt aðeins. Vandamálið var að skrifarar gátu ekki greint á milli “n” og “ii” án punkta. Þess vegna var punkti bætt ofan við i og seinasta i-ið fékk hala. Þannig var skrifað xiij í stað xiii (án punkta). Síðar fékk j það hljóðigildi sem hann táknar nú. En sá vani að skrifa j í stað i í lok orða hélst mjög lengi. Í gömlum íslenskum bókum er seinasta i í rómverskum tölustöfum skrifað sem j samkvæmt þessari hefð. J var mjög seinnt viðurkenndur og var ekki notaður í orðabókum fyrr en seinnt á 19. öld. Mig minnir að það sé fyrr en upp úr 1900 sem að regla kemst á það hvenær á að skrifa j og hvenær i.
V
U og V voru notaðir til skiptis þangað til á 16. öld þegar farið var að gera skýran greinar mun á þeim.
W
Uppruni W er mjög einfaldur og sést best á ensku heiti hans “double U”. Upprunalega er hann tvö U en á þeim tíma voru ekki orðinn skil á milli V og U. Því voru tvö U skrifuð VV eða tvöfalt vaff. Stafurinn var tekinn upp á miðöldum. Ég veit ekki hvar það gerðist upphaflega en það voru Normanir sem tóku stafinn upp í enskuritmáli til að skilja á milli hlálfsérhljóðisins w og samhljóðans v. W er sérhljóði í velsku eins og er upprunalegt.
Greinar af http://search.eb.com/
http://www.tiac.net/users/waynem /calligraphy/uncial.html
http://typographica.com/alpha /J.html