Albert Einstein Eftirfarandi mun ég flytja á morgun í SAG203 í FÁ, endilega commentið :D


Óhætt er að segja að Albert Einstein hafi verið einn fremsti vísindamaður og hugsuður sem hefur verið uppi, skilningur hans á alheiminum, virkni hans og efnissamsetningu, var gríðarlegur og var hann langt á undan sinni samtíð. Setti hann fram ýmsar mikilvægar kenningar sem áttu eftir að gjörbreyta sýn manna á virkni alheimsins.

Albert Einstein fæddist í Þýskalandi árið 1879, foreldrar hans voru Hermann og Pauline Einstein. Við fæðinguna hafði móðir hans áhyggjur af því að hann væri vanskapaður þar sem höfuð hans væri svo stórt, en læknar fullvissuðu hana um að svo væri ekki og innan nokkurra vikna þá jafnaðist höfuðstærð hans út.

Ári eftir að hann fæddist þá fluttu foreldrar hans til München þar sem Hermann, faðir Alberts, stofnaði þar rafmagnsverkfræðifyrirtæki ásamt bróður sínum Jakob Einstein.

Snemma í bernsku sýndi Albert mikinn áhuga fyrir vísindum, en þegar Albert var u.þ.b. fjögurra ára gamalla þá sýndi faðir hans honum áttavita og undraðist Albert mikið þegar nálin vísaði alltaf til norðurs sama hvernig áttavitinn snéri.

Þegar Albert varð sex ára gamall þá hófst skólaganga hans. Honum gekk ekki vel í skóla í Þýskalandi, þar sem skólakerfið var að mestu leyti byggt á gömlum Prússneskum gildum. En skólaferill Alberts einkenndist helst af óánægju hans gagnvart hörðum og öguðum skólareglum og einnig kennsluefnis sem tók ekki mið af áhuga hans á stærðfræði og eðlisfræði. Má líkja skólanum við herbúðir frekar en menntastofnunum. Honum gekk ágætlega í stærðfræði og eðlisfræði, en illa í tungumálum. Hann var mjög feiminn, hlédrægur og leiddist nokkuð.

Snemma á unglinsárum sínum fór hann í gegnum stutt trúarskeið í lífi sínu, hann kynnti sér Biblíuna og Gyðingdóm af miklum ákafa, en það entist ekki lengi og þegar hann varð 13 ára gamall þá hafnaði hann öllum almennum trúarlegum hugmyndum.

Þegar Albert er um 14 ára gamall þá selur fjölskylda Alberts fyrirtækisrekstur sinn, sem gekk mjög illa, og flytur til Ítalíu, en Albert varð eftir í Munich þar sem hann átti að ljúka skólagöngu sinni. Um hálfu ári síðar hætti Albert í skólanum og flutti frá Þýskalandi og til foreldra sinna á Ítalíu, sem voru undrandi á komu hans þangað. Albert sagði foreldrum sínum að hann hefði afsalað sér þýskum ríkisborgararétti og afneitað Gyðingdómi.

Albert undirbjó sig því næst fyrir inngöngupróf í Svissneska ríkistækniháskólanum, en þrátt fyrir mikinn undirbúning þá féll hann. En hann gafst ekki upp og eyddi einu ári í að undirbúa sig til að taka prófið aftur, sem hann náði. Í skólanum eignaðist hann mikilvæga vini og kynntist fyrstu konu sinni, Mileva Maric.

Árið 1900 lauk hann prófi frá Svissneska ríkistækniháskólanum og hóf að starfa sem kennari í Sviss og Þýskalandi. En árið 1902 settist hann að í Sviss og fékk starf hjá einkaleyfisskrifstofu sem tækniráðgjafi við að fara yfir umsóknir fyrir einkaleyfum. Tveimur árum síðar giftist hann Mileva Maric og eignuðust þau tvo syni sem þau ólu saman upp.

Árið 1905, eða þegar Einstein var 26 ára gamall, var eitt mikilvægasta ár Alberts, en það ár hefur verið nefnt kraftaverkaárið. Gaf hann út fjórar ritgerðir sem fjölluðu um kenningar hans;

1. Sú fyrsta útskýrir svokallaða Brownshreyfingu, þ.e. sikksakk-laga hreyfingar örsmárra agna.

2. Önnur gaf mönnum nýja sýn á hvernig ljósið virkar, en Einstein útskýrði að ljós er samsett af tveimur aðskildum hlutum af orku, þ.e. ljóseindum og bylgjum. Einstein útskýrði einnig rafgeislaáhrifn, þ.e. þá rafeindaútgeislun sem kemur frá hlut úr föstu efni þegar á hann skín ljós. Má nefna að sjónvarp og aðrar uppfinningar hafa verið búnar til eftir þessari kenningu Einsteins.

3. Sú þriðja kallast “Special Theory of Relativity” eða Afstæðiskenningin. Einstein lagði grunninn að þessari ritgerð þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Sýndi hann fram á í þessari kenningu að tími og hreyfing eru afstæðir miðað við athugandann.

4. Fjórða ritgerðin, og einnig ein af mikilvægustu, var stærðfræðileg viðbót við Afstæðiskenninguna. Í henni setur hann fram þá frægu formúlu, E=mc2. En í þessari formúlu má finna tengingu á milli orku og efnis, þar sem gríðarmikið af orku felst í litlu magni af efni.


Ári síðar fékk Albert doktorsgráðu fyrir vinnu sína. Hélt hann þá áfram með skrif sín og þróaði kenningar sínar enn frekar og árið 1915 setti hann fram kenningu sem ber nafnið General Relativity Theory. Síðar voru þessar kenningar sannreyndar með frægum tilraunum, og árið 1922 fékk Albert Einstein Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði.

Mestalla ævi sína vann hann sem prófessor við ýmsa háskóla, s.s. Háskólann við Bern, Prag, og Zurich. En árið 1915 settist hann að í Berlín, Þýskalandi, og vann sem prófessor í Háskólanum þar. Stuttu eftir skildu hjónin Albert og Mileva og bjuggu synir þeirra hjá Alberti. Albert giftist frænku sinni árið 1919 sem hét Elsa Lowenthal og bjuggu þau saman þar til hún lést árið 1936.

Hann var mikill friðarsinni og tók mikinn þátt í pólitík og alþjóðamálum á þriðja áratugnum, hann var ákafur stuðningsmaður Síonisma og árið 1922 fór hann í ferð til Bandaríkjanna til að afla fjár fyrir Hebreskan Háskóla í Jersúsalem.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð hann mjög mikið á móti þjóðernisstefnu og skrifaði margar greinar sem lýsa sýn hans á heimsmálum, en hann var ötull friðarsinni og vildi koma í veg fyrir styrjaldir m.a. með því að sameina heiminn undir stjórn einnar heimsstjórnar sem átti að gera her ónauðsynlegan.

En þegar Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933, og rétt áður en seinni heimsstyrjöldin, hófst flutti hann til Bandaríkjanna vegna ágangs Nasismans, og fékk hann prófessorstöðu hjá Princeton háskólanum.

Þegar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst skrifaði hann frægt bréf til Roosevelt, bandaríkjaforseta, þar sem Albert hvatti forsetann til að hraða á kjarnorkuvopnaþróun. En áður hafði Albert hafði frétt af tveimur þýskum vísindamönnum sem hafði tekist að skipta úranatómi, og taldi hann að ekki væri langt í að þjóðverjar næðu að búa til kjarnorkusprengju, sem hefði eflaust tryggt nasistum sigurinn í seinni heimsstyrjöldinni. Bréf Alberts Einsteins til forsetans hafði því þau áhrif að Manhattan-verkefnið hófst. En þrátt fyrir það þá var hann ekki fylgjandi þeirri hugmynd að nota slík ógnarvopn.

Árið 1955 lést Albert Einstein. Hann bjó í Bandaríkjunum til dauðdags, en fram að þeim degi vann hann að ötullega fyrir kjarnorkuafvopnun og heimsfriði.


Albert Einstein, heimildir:
http://www.sparknotes.com/biography/einstei n/summary.html
http://search.eb.com/eb/print?eu=108494
http://www.pbs.org/wgbh/nova/einstein/index.html
htt p://search.eb.com/ebi/print?eu=295996
http://www.visin davefur.hi.is/svar.asp?id=455
http://lorentz.phl.jhu.e du/AnnusMirabilis/