Ég mæli með því að þið lesið fyrri hlutann áður en þið lesið þennan… hann er einnig á Sagnfræði áhugamálinu…
Innrásin
Í morgumskímunni 6. júní kl. 6:30 stigu fyrstu sveitir bandamanna á land. D-dagur var hafinn.
Aðgerðinbar dulnefnið Ofjarl eða Overlord. Dulnefni landgöngu strandanna voru Utah, Omaha, Gold, Juno og Sword. Áður en lagt var yfir sundið um morguninn sagði Eisenhower við hermennina “Við sættum okkur ekki við annað en sigur”. Maður getur vart ímyndað sér stemninguna sem hermennirnir upplifðu áður en lagt var í'ann. Spáið í því að vera að leggja upp í eina mestu orrustu sem mannkynið hafði upplifað. Þetta hefur örugglega verið spennu blandin hræðslu tilfinning.
Innrásar herinn saman stóð af 12.000 flugvélum, 4.100 landgönguprömmum, 1.200 skipum og 950 skriðdrekum, ásamt um 2 milljónum hermanna, eins og kom fram í fyrri greininni.
Órúlegustu atburðir áttu þér stað Bandamönnum í vil. T.d. var Rommel ekki í Frakklandi, að morgni 6. júní (innrásardagurinn), hann var heima hjá sér í Þýskalandi í tilefni af afmæli konu sinnar. Þetta olli því að hann var ekki kominn til Normandy fyrr en 4 síðdegis, til að stjórna aðgerðum.
Bandaríkja menn tóku að sér að ráðast á Utah og Omaha strandirnar, Bretar tóku að sér að ráðast á Gold og Sword og svo réðust Kanadamenn á Juno strönd. Við Juno,Sword, Gold og Utah mættu hermennirnir miklu minni mótstöðu en á Omaha. Ástæðan er sú að þennan morgunátti að fara fram heræfing (önnur tilviljun!) svo hermennirnir þar voru tilbúnir í bardaga og vel byrgir af skotfærum. Omaha ströndin var helvíti á jörðu, eins og sást kanski best í myndinni Saving Private Ryan, en byrjunnar atriðið á að gerast á Omaha ströndinni.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr öðrum hrikalegum orrustum eins og Stalingrad. En því er ekki hægt að mótmæla að innrásin í Normandy er ein allra mikilvægasta orrusta nútímans.
þriðji hlutinn kemur fljótlega……