Ídí Amín fæddist árið 1925 í Úganda og var af smáu þjóðarbroti er nefndist Kakwa. Hann stundaði box sér til lífsviðurværis en gekk í herinn 21 árs gamall. Tuttugu árum síðar var hann orðinn háttsettur herforingi við stjórn Milton Obote. Þegar Obote fór frá völdum árið 1971 tók Amín við forsetastólnum eftir mikla innbyrðisbaráttu. Á þessum tímapunkti var Úganda nokkuð vel stætt land ef tekið er mið af öðrum Afríkuþjóðum. En Amín var fljótur að skemma það allt. Hans fyrsta verk var að skipa brottflutning allra Asískra íbúa út úr landinu og eftir 3 mánuði voru þeir allir (alls 60.000 manns) farnir. Úganda hafði fengið tíða matar og peningastyrki frá vesturveldunum en Amín sem var múslimi hóf að styrkja sambönd sín við Arabaríkin og kallaði þannig yfir sig reiði Vesturveldanna sem voru fljót að skrúfa fyrir alla þróunaraðstoð.
Á næstu árum framdi Amín sín mestu grimmdarverk með drápum á allt að 300.000 manns, jafnt pólitískir andstæðingum sínum sem óbreyttum borgurum. Hann gekk jafnvel svo langt að setja tilkynningar í útvarpið með nöfnum þeirra sem hann ætlaði að drepa. Einnig spruttu upp sögur um að hann stundaði mannát. Árið 1976 lýsti hann sig forseta til lífstíðar og síðan krafðist hann stórra landsvæða af V-Kenýu. Hann lagði þó niður kröfu sína stuttu seinna vegna hættu á viðskiptabanni. Árið 1978 réðst Amín inn í Tansaníu undir því yfirskyni að Úganda þyrfti nauðsynlega á Kagera héraði að halda. Þessi innrás varð honum ekki til frammdráttar því að Tasmaníski herinn ásamt andstæðingum ríkistjórnarinna hófu gagnárás og komu Amín frá völdum árið 1979. Honum tókst að flýja til
S-Arabíu þar sem hann býr enn.