Karl Marx
,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu – vofa kommúnismans“. Þannig hljóma upphafsorð lítils kvers sem gefið var út í Þýskalandi árið 1848. Höfundarnir tveir, Karl Marx og Friedrich Engels, útlistuðu þar hugmyndir sínar um vandmál öreigastéttarinnar og arðrán borgarana. Kver þetta lét lítið yfir sér en átti eftir að verða eitt áhrifamesta rit mannkynsögunnar, svo tekið sé djúpt í árinni, og þegar best lét fylgdi um þriðjungur mannkyns kenningum þeim sem þarna voru settar fram og þeim sem fylgdu í kjölfarið. Karl Marx er almennt talinn höfundur Kommúnistaávarpsins, þó svo að Engels sé einnig skrifaður fyrir því, og það var hann sem helgaði líf sitt rannsóknum á vandamálum þess þjóðfélagskerfis sem þá var við lýði í Evrópu. Hann þróaði kenningar sem breyttu heiminum og setti á þann hátt mark sitt á sögunna sem einn mesti hugsuður vorra tíma.
Karl Marx fæddist þann 5.maí árið.1818 í borginni Trier í Prússlandi. Foreldrar hans áttu bæði ættir að rekja til Gyðingapresta, rabbía, og voru í góðum efnum. Gyðingdómurinn stóð þó föður hans, velmenntuðum lögfræðingi, nokkuð fyrir þrifum og lét hann skírast til mótmælendatrúar tveimur árum fyrir fæðingu Karls til að eiga meiri möguleika á stöðuveitingum á vegum ríkisins. Karl Marx reyndist ágætis námsmaður og er í háskóla koma lagði hann fyrst stunda nám í lögfræði og hugðist feta í fótspor föður síns. Hann varð þó lögfræðinni fljótlega afhuga og hóf að stunda heimspeki og lauk hann doktorsprófi í henni frá Jena árið 1841. Karl Marx hófst þegar handa við skriftir og var meðals annars ritstjóri dagblaðs um tíma, en hann þótti helst til róttækur fyrir stjórn hins íhaldsama ríki Prússakonungs og áður en leið á löngu hrökklaðist hann til Parísar þar sem hann vann fyrir sér með skriftum. Ekki var honum þó lengi unað þar og tveim árum síðar, árið 1845, hraktist hann til Brussel þar sem hann dvaldist í tvö ár, og stundaði enn ritstörf. Árið 1847 finnur Karl Marx loks sinn lokasamastað er hann flyst til London þar sem hann bjó til æviloka, eyddi hann þar mestum tíma sínum á British Museum við rannsóknir, ritstörf og þróun kenninga sinna. Kostur hans og fjölskyldu hans, en hann giftist ástkonu sinni Jenny von Westphalen árið 1843, var ávallt nokkuð þröngur og lifði hann eftir komuna til London einkum á fjárframlögum frá vini sínum og skoðannabróður, Friedrich Engels. Karl Marx lést og var jarðsettur í London árið árið 1883.
Karl Marx er langþekktastur fyrir rit sín um sögulega efnishyggju, stéttartilurð –og barráttu og hina óumflýjanlegu öreigabyltingu. Marx áleit að andstæður væru hreyfiafl sögunnar, að framfarir yrðu þegar andstæðurnar tækjust á sköpuðu nýtt skipulag. Hann einbeitti sér einkum að efnahagslífinu og þeim andstæðum sem þar var að finna, öreigunum og borgurunum, þeim sem áttu framleiðslutækin og þeim sem unnu við þau. Karl Marx áleit að um leið og framleiðslutækin komust í einkaeign hafi byrjað að myndast bil á milli stéttanna, og það myndi dýpka og dýpka þangað til öreigarnir myndu rísa upp og taka framleiðslutækin og völdin í sínar hendur. Með því að þeir sem eiga framleiðslutækin ákveða kaup og kjör verkamannana, og njóta vinnu þeirra í raun í meira mæli heldur en þeir sjálfir, finna verkamennirnir ekki annan þann tilgang með vinnu sinni en að eiga fyrir frumþörfum sínum. Þeir fá ekki að njóta afrakstur vinnu sinnar, því sá gróði sem myndast, og Karl Marx nefndi gildisauka, rennur að mestu óskiptur í vasa avtinnurekandans. Sem getur þá notað hann til eigin þarfa, eða til að efla fyrirtækið, ef til vill með því að kaupa nýrri skilvirkari vélar í verksmiðjurnar, og þannig gera honum kleift að fækka starfsfólki. Þetta óréttlæti gagnvart verkafólkinu kallar Marx arðrán, og á við með því að verkafólkið fái ekki í raun laun erfiði síns í fullum mæli heldur renni þau í vasa borgaranna, sem með eignahaldi sínu á framleiðslutækjunum heldur almúganum í heljargreipum. Þannig væru öreigarnir einnig í eðli sínu orðnir firtir því líf þeirra snérist einungis um vinnuna, allt snérist um að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum en þeim gæfist enginn tími til að rækta sjálfa sig.
Þetta myndi, að mati Karl Marx, ekki breytast uns öreigarnir myndu átta sig á firringu sinni. Þá yrði heldur ekki aftur snúið og öreigarnir myndu gera byltingu og taka völdin í sínar hendur. Sú bylting var að hans mati óumflýjanleg og hann efaðist aldrei að hún myndi verða, og breiðast hratt út, ekki aðeins um Evrópu heldur út um allan heim.
Marx lifði þó ekki að sjá byltinguna breiðast út, þótt skimaði eftir henni út um allar jarðir.
Bylting í sönnum anda Karl Marx átti sér ekki stað fyrir en í Rússlandi árið 1917, er hann var löngu kominn undir græna torfu. En ekki fór af stað sú keðjuverkun sem Marx hafði spáð, en engu síður lifði á tímabili þriðjungur mannkyns í kommúnískum samfélögum. En sá tími er nú að mestu liðin og fáir líklegir að breyta eftir ráðum Karl Marx í nánustu framtíð.