Norður Kórea


Stutt yfirlit yfir sögu Kóreuskagans fyrir kóreustríðið

Flestir gera sér í hugarlund að skipting Kóreu sé bein afleiðing af skiptingu heimsins í austur og vestur blokk eftir seinni heimstyrjöldina. En svo er ekki. Í meira en þrettán hundruð ár höfðu Suður Kóreskar höfðingjaættir ráðið lögum og lofum yfir Norður Kóreu í pólitísku og efnahagslegu tilliti. Eða alveg fram til 1905 þegar Kóreuskaginn var innlimaður í Japanska stórveldið. Í gegnum tíðina höfðu Norðanmenn barist gegn valdhöfum sunnan að. Fyrir Norður Kóreu var innrás Japana því líkari því að einn drottnari tæki við af öðrum fremur en að þeir hefðu glatað sjálfstæði sínu. En vissulega var það tilviljun ein sem réði því hvoru megin landamæranna heimsveldi Sovétríkjanna fékk sitt yfirráðasvæði og tengdist með engum hætti stjórnmálum á Kóreuskaga.

Ríki verður til

1 desember árið 1943 óskuðu Bandaríkin, Bretland og Kína eftir sjálfstæði Kóreu þegar Japanir töpuðu seinni heimsstyrjöldinni. Japanir neituðu að gefast upp og þá var gripið til þess ráðs að ráðast inn í landið. Bandaríkin báðu Sovíetríkin um hjálp í stríðinu. Þá var ákveðið að Bandaríkin, Sovétríkin, Kína og Bretland tækju þátt í því að hrekja Japani frá Kóreu. Aldrei var komist að samkomulagi hvað ætti að gera eftir stríðið. Sovíetríkin lentu með herlið sitt á nyrðri odda Kóreuskagans. Þar tóku þeir völdin í sínar hendur og hröktu Japani í burtu. Sama gerðist sunnan megin og Japanir töpuðu stríðinu. Sovétmenn töldu fólk á að þeir styddu sjálfstæði Kóreu. En það gerðu þeir ekki heldur byrjuðu þeir strax að leggja landamæri (38¨° breiddargráða). Rússum tókst fljótt að ná völdum í norðri og stofnuðu þar kommúnista flokk undir forustu Kim Il Sung. Hann hafði áður verið yfirmaður rauðu herdeildarinnar í Sovíetríkjunum. Síðan eftir árangurslausar tilraunir um frið blossaði kóreustríðið upp.



Kalda stríðið – tvær blokkir – Kóreustríðið

Bandaríkin og Sovétríkin lögðu mikið fé til uppbyggingar á hvoru ríki fyrir sig. Meðan Suður Kóreu menn dældu peningum í efnahagslífið þá byggðu norðan menn upp stóran og mikinn her. Og þegar Norður Kórea réðst inn í suðrið (norðan menn segja að sunnan menn hafi ráðist á Norður Kóreu en hitt er talið mun mun líklegra) þá var sigur norðan manna vís miðað við stærðarmun herjanna. Norðan menn náðu að króa sunnan menn af með miklu liðsafla. En Bandaríkjamenn réðust þá gegn Norðanmönnum úr suðri og náðu að hrekja þá alveg að landamærum að Kína. Þá göbbuðu sovét menn Kínverja til að hjálpa Norður Kóreu í stríðinu og það gerðu þeir. Með 200.000 manna liðstyrk Kínverja náðu þeir að vinna sig að gömlu landamærum ríkjanna(38°). Árið 1953 var síðan skrifað undir vopnahlé en stríði er þó tæknilega enn í gangi

Stjórnarfar – alræði – persónudýrkun - einangrun

Stjórnafar í Norður-Kóreu er einræði. Þar er forseti sem ræður öllu milli himins og jarðar. Sjónvarpsstöðvarnar tvær (þrjár á sunnudögum) sýna eingöngu þætti um ágæti leiðtoganna og fréttir sem eru með þeim hlutdrægustu sem er að finna í heiminum. Þar eru ríkistrúarbrögð sem er trú á fyrrum forseta ríkisins Kim il Sung (lést árið 1994 og þá tók sonur hans Kim Jong il við) og hugmyndum hans. Allir verða að ganga með nælu með mynd af þeim feðgum. Einangrun Norður Kóreu er mikil. Á síðustu árum hafa hjálparsveitir komið til landsins vegna matarskorts. Talið er að um tvær milljónir hafi dáið úr hungri í stjórnartíð Kim Il Sung. Eina vinaþjóð Norður Kóreu er Kína sem þrátt fyrir allt er ekki of sátt við stefnu Norður Kóreskra stjórnvalda.

hEfnahagslíf
Landbúnaðu r er helsta atvinnugrein þjóðarinnar og meiri hluti íbúanna býr til sveita. Talið er að um helmingur þjóðarinnar sé atvinnulaus. Lítið er um vinnu annað en í hernum eða málmiðnaði. Þetta kemur til vegna lélegrar stefnu stjórnvalda og einangrunar. Norðanmenn hafa þó í auknum mæli boðið upp á ferðir til Norður Kóreu en vegna strangs eftirlits og dynta stjórnvalda eru einungis fáir sem leggja þangað leið sína. Hvers vegna ætti maður að fara þangað? Þetta er að margra áliti með fallegri og ósnortnari löndum í heimi. Einnig er höfuðborgin (Pyongjang) full af merkum byggingum (skoðið myndir). Þrátt fyrir skort á peningum er ekkert til sparað í höfuðborginni. Kim Jong Il hefur til að mynda staðið í kostulegri samkeppni við sunnanmenn hvað varðar mikilfenglegar byggingar. Í því sambandi má nefna að þegar Suður-Kóreumenn reistu 102 hæða hótel máttu norðlendingar ekki vera minni menn og reistu hótel upp á 105 hæðir í höfuðborg sinni. Hótelið stendur að sjálfsögðu meira og minna autt enda hefur verið haft í flimtingum að ferðamannastraumur til Pyongjang sé álíka mikill og til Chernobyl, eftir kjarnorkuslysið.

Tölfræðilegar upplýsingar
Norður kórea heitir fullu nafni Alþýðulýðveldi Norður Kóreu (DPRK Democratic Republic of Korea). Heildar flatarmállandsins er 122.762 km2. Það nær yfir um það bil 55% Kóreuskagans. Norður Kórea nær aðeins inn á meginlandið og á landamæri að Kína, Rússlandi og Suður Kóreu. Á milli Norður og Suður Kóreu er hlutlaust svæði sem samið var um í vopnahléssamningnum. Það er 67 km breitt að austan og 33 km að vestan. Í Norður Kóreu ríkir svalt meginlandsloftslag. Veturinn er frá desember til mars og er kaldur mjög. Meðalúrkoma er 1000mm. Landið einkennist af fjöllum og dölum. Jarðvegur landsins er 60% prósent granít eða aðrir stórkrystallaðir málmar.


Ágrip gangi mála á okkar tímum í DPRK
1991
Norður og Suður Kórea ganga í Sameinuðu þjóðirnar
1992
Norður Kórea leyfir alþjóða kjarnorkustofnuninni að rannsaka kjarnorkuver sín en bannar þeim hins vegar að skoða allt annað.
1994
Kim Il Sung deyr (blessuð sé minning hans)
1995
Bandaríkin leyfa Norður Kóreu að byggja kjarnakljúfa sem mynda minna af nothæfu plútóníum.
1996
Mikið um flóð og hungursneyð í Norður Kóreu.
1998
Kim Jong Il gerður að lífstíðar forseta.
2000
Leiðtogar Norður og Suður kóreu hittast í sögulegum fundi í Pyongjang
2001
Goran Person heimsækir Norður og Suður kóreu.
Það ár fór Kim Jong Il einnig í opinbera heimsókn til Rússlands.
2002
Bush segir að Norður Kórea sé öxulveldi hins illa. Orrusta er háð milli Norðanmanna og sunanmanna á hafi úti 34 létust.
Sögulegur fundur Kim Jong Il og Junichiro Koizumi forseta Japans þar sem Kim afsakar það þegar faðir hans tók 20 Japani. Flestir taldir hafa dáið . Norðanmenn reka kjarnorkusérfræðinga úr landi.
2003
Og ræsa kjarnorkuofninn í Yongbyon til
Þess að framleiða rafmagn.