Ég varð bara að skrifa nokkur orð um upphaf og aðdraganda bresku Windsorættarinnar.
Breska Windsorættin er örruglega ein göfugasta ætt í heiminum, en það eru ekki margir sem vita að nafnið Windsor er hugdetta Lávarðar.
Þetta ættarnafn varð einungis til með því markmiði að dylja þýskan uppruna konungsins á tímum fyrri heimsstyrjaldar. Í raun höfðu konungar Bretaveldis verið þýskumælandi í 200 ár allt frá 1700 til 1915 og þegar Georg V varð konungur varð hann fyrsti enski konungurinn sem gat talað án þýks hreims. Hann leit á sig sem Breta í húð og hár en var af þýskri ætt Sachsen-Coburg-Gotha ættinni, en hún hafði verið við völd í Bretalandi í um 80 ár. Þó að Georg hafi litið á sig sem Breta var annað uppi á teningnum hjá þjóð hans og sérstaklega á þeim ófriðartímum sem þá ríktu. Englendingar áttu í hatrömmu stríði við þjóðverja og fréttir af ósigrum bresku herjanna í Frakklandi og grimmd þýska hersins gagnvart óbreyttum borgurum urðu til þess að mikið þjóðverjahatur blossaði upp um allan heim. Ástandið var svo slæmt í Englandi að fólk af þýskum ættum var grýtt og hús þeirra brennd. Athæfi bresku þjóðarinnar urðu til þess að Georg V konungur varð mjög var um sig og hann hafði sig ekki frammi þó að þýskir ættingjar hans í Bretlandi væru sviptir titlum og sendir í útlegð. Á þessum tímapunkti taldi konungur að gera þyrfti konungsfjölskylduna alþýðlegri og hann sett lög um að meðlimir hennar mættu giftast inn í aðalsættir. Síðan varð það eftir miklar niðurlægingar í fjölmiðlum og á breska þinginu þar sem einn þingmaður kallaði konung “þýskan svínaslátrara” að hann fékk hreinlega nóg. Hann ákvað að breyta nafni sínu og losa þannig konungsfjölskylduna við hinn þýska blæ sem yfir henni ríkti. Síðan hófst leitin og nokkrum vikum síðar þegar hirðmenn hans voru búnir að leita allsstaðar fann S. lávarður hið fullkomna breska nafn Windsor. Betra nafn var vart til því Windsorkastali var tákn alls þess sem breskt var, einnig hafði hann verið (að nafninu til) aðsetur breskra konunga í 800 ár. Síðan var yfirlýsingin um nafnabreytinguna gefin út hinn 17. júlí 1917 og hljóðaði hún þannig að: “konungur og allir afkomendur hans skyldu nú vera af Windsorætt”.
Þess má geta að Georg V sýndi aldrei minnstu eftirsjá vegna nafnabreytingarinnar.