Nú var ég að taka eftir athyglisverðari könnun upp á þessu áhugamáli.
Hvaða manneskja er merkilegust af þessum. Þetta var langur listi en þó dugði hann ekki undir allar manneskjurnar sem mér fannst eiga heima þarna inni, Jesú, Karl Marx, John Lennon :), osfrv.
En spurningin er hvort einhver manneskja sé í raun merkilegri en önnur í mannkynssögunni.
Getum við sagt að Osama Bin Laden hafi valdið hryðjuverkunum 11. september eða var orsökin í raun bara óánægja í arabaríkjunum gagnvart bandaríkjunum?
Var Adolf Hitler ástæðan fyrir seinni heimstyrjöld, þurfti virkilega þennan einstakling til að koma þessum þjóðernisöfgum af stað. Hefði bara ekki annar fyllt skarðið?
Svipað með t.d. Charles Darwin. Margir fyrir hann höfðu komið með nokkurskonar þróunarkenningar t.d. Jean baptiste lamarck 1744-1829. Fyrir utan það auðvitað að Charles Darwin vann ekki einn að kenningunni.
Eru hugmyndir og stríð ekki bara háðar aðstæðum. Í heimi sem nú inniheldur 6 milljarði manna er það ekki bara tilviljun háð hver þeirra kemst á spjöld sögunnar.
Er ekki nokkuð bókað mál að snillingurinn er úrelt hugtak og Nietche er dauður?