——————————————– ————–
Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um Djúpuvík og síldarvinnsluna þar á árum áður og rifja upp gamla góða tíma þegar Djúpavík var á allra vörum, nú til dags eru ekki allir sem vita hvar Djúpavík er eða hvaða gildi hún hafði hér á árum áður fyrir athafna,viðskipta og efnahagslíf strandarbúa.
Ég var á leið á ættarmót vestur í Norðurfjörð á ströndum, þaðan er amma mín komin og þaðan á ég ættir mínar að rekja.
Þegar ég var búin að keyra í meira en 4 tíma frá Reykjavík kom ég tíl Hólmavíkur og hélt þaðan í Norðurfjörðin.
Á leið okkar þangað stoppuðum við í vík sem heitir Djúpavík.
Og rak ég þar augun í stórt,áhugavert og augljóslega yfirgefið hús.
Hvað er nú þetta Hugsaði ég, og pældi í því hvað stór auð verksmiðja væri að gera hérna í miðri stórbrotinni auðninni.Og sá ég þá í fyrsta skipti fyrrverandi Síldarvinnslu Djúpuvíkur.
Ákvað ég þá að láta slag standa og fræðast meira um hana.
Að sjálfsögðu var það fyrsta sem kom upp í hausnum á mér að hér væri gamalt frystihús á ferð og fór ég að spyrjast fyrir um hvað hefði verið gert í þessu gamla frystihúsi því ekki var það ennþá í notkun, á því var enginn vafi.
Fékk ég þá það svar að þetta væri gömul síldarvinnsla og hefði hér á árum áður gengt mikklu hlutverki þegar allur húnaflóinn var svartur af síld, sem nú tilheyrir horfinni tíð.
Og núna ári seinna er ég að skrifa ritgerð um þessa gömlu fornfrægu veiðstöð við Djúpuvík.
——————————————– —————-
Landnám í Djúpuvík
Við skulum Byrja á því að lýsa því hvar Djúpavík er.
Djúpavík stendur innarlega við sunnanverðan Reykjarfjörð í vestanverðum húnaflóanum.
Er þar stórbotið landslag og ævi fagurt um að lítast.
Gnævir þar yfir stórbrotinn klettabelti og fellur þar Djúpavíkurfoss fram af klettabrúnum.
Hefur þessi foss verið nefndur Eiðrofi en sagan seigir að stúlka hafi kastað sér í fossinn vegna svika unnusta hennar.
———————————————- —————-
Saga Djúpuvíkur er ekki löng en var byrjað að salta þar árið 1917 þegar mikill útgerðarmaður að nafni Elías Stefánsson stofnaði síldarsöltun í víkinni en var hún þá alveg óbygð.
Var hafist handa við að reysa verslunar og íbúðarhús og bygðar bryggjur og síldarplön.
Flyktist fólk af öllu landi í leit að góðu starfi og tekjumöguleikum til Djúpuvíkur.
Hélst þetta gott í tvö ár eða þangað til að allri starfsemi var sjálfhætt vegna kreppunar miklu árið 1919(krakkinu mikla) en fór þá Elías á Hausinn.
Eftir það var enginn síld lengi vel og gleymdis Djúpavík því í fyllingu tímans.
“Til gamans má geta að þetta sumar varð mikil verðlækkun á síld en hafði Elías Stefánsson fengið boð um að selja síldartunnuna á 100 krónur en hann hélt sig við 105 krónur. Þær 5 krónur urðu honum dýrar því missti hann sem næst aleiguna síðla sumar því þá vildi einginn kaupa síldina af honum var hún flutt út til Danmerkur þar sem eithvað af henni seldist en afgangnum hent í sjóinn.”
——————————————– —————
Djúpavík Hf og rekstur síldarvinnslunar á Djúpuvík
Laugardagin 22. september árið 1934 var haldin mikill fundur í glæsisal Hótel Borgar.Var þar rætt um stofnun hlutafélags til að byggingar og reksturs síldaverskmiðju við Djúpuvík sem var í reykjafirði í Strandarsýslu.
Samþykkt var að stofna hlutafélag og hafist var handa við stærstu og flottustu Síldarverksmiðju sem íslendingar höfðu átt.
Hlutafélagið var nefnt Djúpavík H/f.Stærstu hluthafar voru útgerðarfélagið Alliance og Einar Þorgilsson og Co.
Fyrr á árinu hafði verið hafist handa við að byggja síldaverksmiðjuna og átti hún að vera tilbúin árið eftir eða 1935.
Helgi Eyjólfsson hafði verið ráðin í verkið fyrr á árinu og nú þegar samningar lágu alveg fyrir flyktust Verkamenn,trésmiðir,múrarar,járnsmiðir,vélfræðingar og rafvirkjar því allt átti að vera tilbúið á næsta ári,og ekkert mátti fara úrskeiðis ekki einu sinni naglapakka mátti gleyma eða eins og Helgi Eyjólfsson komst að orði rúmri hálfri öld síðar “Ég varð að byggja allt í hausnum á mér áður en ég fór.Varð að hafa allt efnið á mér.Ekkert mátti vanta.Ekki einu sinni Naglapakka. Þá var allt stopp því samgöngur voru engar”
Og ekki mátti heldur láta síldina bíða eftir sér í henni var fólginn peningurinn sem átti að borga brúsann.
Á þessum árum voru ekki vegir út um allat land og því þurfti að fara með allt sjóleiðis timbur,vélar,naglar og öll verkfæri.Allt þurfti að koma sjóleiðina því vegur var ekki lagður Norður í Árneshrepp fyrr en árið 1965.Járnbrautarteinar voru notaðir til að flytja efnið í uppfyllinguna undir verksmiðjuhúsið.
Verkmennirnir sem voru á Djúpavík gistu í gömlu strandferðaskipi sem hét Suðurlandið og hafði verið dregið upp í fjöruna.Hafði það í elli sinni fengið hvílustað á Djúpavík og Þótti það vel hennta sem vistarvera fólks, sem þangað sótti sumarvinnu.Ekki voru allir hrifnir af þeim vistarverum og gistu því sumir í tjöldum.
Ekki voru allir eins hrifnir af komu skipsins.Og kvað Halldór Pétursson þetta við komu þess.
“rottan grá og gleðirík
gekk á land í Djúpuvík”
Og bendir það á að það hafi ekki einungis verið mannfólk sem gisti skipið.
Svo á því herrans ári 1935 var stærsta og flottasta síldarverksmiðja á landinu tveggja hæða steinbygging tilbúin.
Ásamt því að vera stærsta og flottasta síldarverksmiðja á landinu var þetta líka stærsta steinsteypuhús sem reist hafði verið á Íslandi.
Húsið hafði stærsta gólfflöt á landinu eða um tæpa 90 metra og í því voru öll fullkomnustu tæki sem þekktust á þeim tíma.
Þarna var nútiminn mættur í öllu sínu veldi því svona flottar græjur til vinnslu höfðu aldrei sést áður á Íslandi., t.d. var löndunarkraninn sem notaður var sá fyrsti sinnar tegundar á landinu og síldin var flutt á færiböndum inn í þrærnar sem voru innbyggðar í verksmiðjuna sem ekki hafði sést þá áðu því löndunarhraðin var þrefaldur á við það sem að þekktist.
Nú vantaði ekkert nema starfsfólk og var hafist handa við að auglýsa eftir því í dagblöðum.
Og svo kom að því. Laugardaginn 23.júli sigldi Súðinn inn fjörðinn með fjörugan hóp af bæði síldarstúlkum og síldarmönnum.
Var mikið fjör á leiðinni og drukkið mikið og glensað.
Þegar full mannað var orðið við djúpavík voru fastir starfsmenn verksmiðjunnar um 60 og á annað hundrað manns unnu við söltunina. Að auki hafði fólk vinnu í mötuneytinu og á skrifstofum
.Djúpavíkurævintýrið var hafið, nú var það bara síldina sem vantaði.
“Voru það mikil svipbrygði að vinna á Djúpuvík “eins og einn starfsmaðurinn komst að orði” Á Djúpuvík er ekkert þorp,einginn kirkja einginn lögga,enginn hreppstjóri og enginn áfengisútsala enginn rúntur eða kaffihús sem að ungt fólk getur verið á. En aftur á móti er ekkert mál að ganga eithvað burt og finna grasbala eða laud þegar mikið liggur á”
Og svo var það að fólk fékk fyrstu fregnir um síldina og öll tól verksmiðjunar voru sett í gang.
Togarar og vélbátar stýmdu inn fjörðinn drekkhlaðnir af síld og síldar stúlkur og drengir drifu sig í gallana og niður á bryggju.Nú átti sko að hefjast handa við að salta,krydda og bræða síld að endingu færðist svo þögn yfir mannskapin og fólk ákveður að hittast um kvöld og dansa.
Karlmenn fara í mötuneytið og borða þar en kvennmenn fara heim og hita kaffi.
“Ekki var ætlast til að karlmenn kynnu að elda, jafnvel ekki að hella upp á kaffi og því voru þeir með sér mötuneyti”
Íbúar Djúpuvíkur sniðgengu ekki gleðina. Á sumarkvöldum þegar síldin hvarf í djúpið var dansað mikið á síldarplaninu jafnvel brugðu menn sér Norður til fundar við gamla vini og félaga.
Þarna má sko með sanni seigja að það hafi borgað sig að byggja verksmiðju því að hún borgaði sig upp nær engum tíma.
Ævintýrið sem hafist hafði handa á Hótel Borg var nú að mala inn peningum og skila inn miljónagróða. Eða eins og einum athafnarmanninum komst að orði.
”Á síldinni öll erum orðin rík
Á Ingólfshöfða og Djúpavík"
Næsta áratuginn var næg síld í Húnaflóa og reksturinn gekk vel. En þegar síldin hvarf úr flóanum fór að halla undan fæti.Og árið 1951 var síldin nær alveg horfinn út flóanum.Síldarárin 1937-1947 voru því síldarárin sem stóðu upp úr í veldistíð síldarvinnslunar á Djúpuvík.Græddu menn alliance á tá og fingri á þeim tíma.Þegar ljóst var hvert stefndi þá reyndu menn að bregðast við með ýmsum ráðum, td með að róa til þorskveiða og bræða karfa í verksmiðjunni en allt kom fyrir ekki, síldinn hvarf og síldarævintýrið varð úti og verksmiðjan lokaði.Svo loks árið 1954 þögnuðu allar vélar í Djúpuvík og fólk fór að flytja í burtu því enginn var atvinnan.Og núna rúmum 60 árum síðan stendur þarna gríðarstór minnisvarði og minnir fólk á gamla góða tíma þegar allir firðir voru svartir af síld og strandarsýsla iðaði af mannlífi og gleði. En því miður er svo ekki lengur og þann tíma sem Djúpavík hefur staðið auð hefur hún orðið mörgu skáldinu að yrkisefni,
Þú ert draumur dagsins nýja
Djúpavíkin kær.
Hamrar rísa á hendur báðar
hlær við trylltur sær.
Hér skal tímans trú á máttinn
treysta vígi sín.
Meðan andinn efnið mótar
afl í vélum hvín.
Þarna má seigja að góðu tímabili í sögu Strandarbúa hafi lokið.
———————————————– —————–
Lokaorð
Stóð Djúpavik lengi vel auð eða þangað til að gamli kvennabraggin var gerður upp árið 1985.Nú er þar rekið Hótel Djúpavík í fyrrum kvennabragganum, sem hýsti síldarsöltunarstúlkur, þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn og er þar hægt að fræðast um sögu Djúpavíkur í máli og myndum.
Axel Bragi Andrésson
——————————————– ———
Heimildir
http://www.landvernd.is/landvernd /verkefni/menn_bu_arnes.html Heimasíða náttúrverndarsamtaka íslands.
http://www.hi.is/nem/fjallid/ymislegt/grein ar/strandir.html ferðaþjónusta strandarmann.
www.djupavik.com heimasíða Hótelsins.
http://www.vestfirdir.is/strand/djupavik. html heimasíða vestfjarða þar er umfjöllun um Djúpuvík.
Svartur Sjór af síld eftir Birgir Sigurðsson
Hrundarborgir. Djúpavík,Ingólfsfjörður og Gjögur eftir Þorstein Matthíasson
—————————-
Endilega seigið mér álit á þessari ritgerð á að skila henni eftir viku ef eithvað er sem þið getið sett út á þá væri gaman að fá að heyra það.
I lower my head