Aldrei verðu öll ævisagan sögð. Sérhvert ár verður ekki vegið og metið. Öllum mönnum og málefnum ekki gerð skil. Hægt er að vera raun- veruleikanum trúr í anda og finna leið að hjarta mannsin.
Hann dó eins og hann hafði lifað: Einrænn maður, án auðs og eigna, án obinberra titla og embætta. Mahatma Gandhi var hvorki stjórnandi herja né mikilla landsvæða. Hann gat hvorki státað af vísindalegum afrekum né listrænum hæfileikum. Á útfarardegi mættu tignir menn frá öllum heimshornum til að votta þessum litla brúna manni, í lendarskýlunni sem leiddi þjóð sína til sjálfstæðis, virðingu sína. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði: “Mahatma Gandhi er orðinn talsmaður samvisku alls mannkyns. Hann gerði auðmýkt og sannleika voldugri en heimsveldið.”

“Mannshugurinn er eins og friðlaus fugl, því meira sem hann fær, því meira ágirnist hann og því verður hann óánægður að eilífu.”


Þjóðþingisflokkurinn í Indlandi hóf sjálfstæðisbaráttu um æðstu stjórn landsins, sem Bretar fóru með. Frægastur Indverskra þjóðernissinna á 20. öld er Mohandas Karamachand Gandhi, kallaður Mahatma (frábær sál), en hann átti mestan þátt í því að koma á samvinnu þjóðþingsins og almennings og að tengja sjálfstæðisbaráttuna félagslegum vandamálum.
Gandhi fæddist 2. oktober 1869 í Porbandar, Kathiawar á Indlandi. Foreldrar hans voru Karamchand og Putlibai Gandhi.
Árið 1883 giftist Gandhi Kasturba sem stóð honum við hlið og aðstoðaði hann í gegnum allt alveg til dauðadags. Gandhi menntaði sig í Englandi til lögfræðings og starfaði þar í nokkur ár sem virtur maður, að þeim sökum ferðaðist hann alltaf á fyrsta farrými og þess vegna gerði hann enga breytingu á því þegar hann fluttist til Suður - Afríku í apríl 1983 til að vinna sem lögfræðingur fyrir indverskt fyrirtæki. Kom það í ljós að litaður maður hafði lítil réttindi þar í landi og var það mikið hneyksli að Gandhi skyldi leifa sér að sitja á fyrsta farrými og var honum hent út þegar hann neitaði að setjast á þriðja farrými. Þetta atvik varð til þess að ergja Gandhi mikið. Hann vildi að litaðir fengju sömu meðferð og yrðu jafnir Bretum. Það var þarna sem Gandhi hóf baráttuna fyrir réttindum Indverja.
Gandhi var þar með mikil mótmæli gegn því að það ætti að taka fingraför af öllum Indverjum og að giftingar Indverja væru ógildar. Eftir að hafa mótmælt mikið og verið fangelsaður fékk Gandhi það sem hann vildi og hélt heim til Indlands árið 1914.
Í þetta skiptið var Gandhi ekki á fyrsta farrými heldur þriðja því hann vildi öðlast traust hjá Indverjum og það vissi hann að hann gerði ekki ef hann lifði sem ríkur einstaklingur á meðan flestir landar hans lifðu í fátækt. Þegar til Indlands kom var mikill fjöldi niðri við höfnina að taka á móti “Faðir landsins” eða Gandhi, því fréttirnar höfðu borist til Indlands um frammistöðu hans og mikla leiðtogahæfileika í Suður - Afríku.
Gandhi fylltist sorg þegar hann sá hvernig fólkið í landinu lifði og hvílík fátækt blasti við alls staðar. Gandhi var beðinn um að hálpa til við að frelsa landið undan stjórn Breta. Gandhi gekk í Kongressflokkinn þegar heim kom og breytti honum í fjöldaflokk. Gandhi þekkti lítið til Indlands og ferðaðist því á milli staða, útum allt land til að kynna sér aðstæður.

Því meira sem við látum undan hvötum okkar, því stjórnlausari verða þær “Hamingja er andlegt ástand, og því verður að hafa hemil á metnaðargirndinni með strangri skipan samfélagsins.”

Gandhi var með mótmæli gegn breskum klæðnaði því eftir að það hafði verið byrjað að flytja inn bresk föt hafði almenningur hætt að versla indverskan klæðnað og Indverjar urðu fátækari, því voru bresk föt brennd á mótmælunum og Gandhi hvatti fólk til að vefja á sig sjálft föt eða versla indverskan klæðnað. Gandhi sjálfur óf öll sín föt og klæddi sig sem verkamaður.
Gandhi var mikið á móti öllu ofbeldi og málshátturinn “Auga fyrir auga” vissi hann að mundi eyða fólki fyrir rest og ef Indverjar mundu vera með ofbeldi þá mundi breska stjórnin verða harðari og enn erfiðara yrði að fá frelsi. Sjálfur var hann tilbúinn að láta lífið, en enginn málstaður fengi hann til að myrða. Hvað sem Bretar gerðu, þá áttu Indverjar á engan að ráðast og engan myrða. Sjálfsvirðingu þeirra tóku Bretar ekki án þeirra vilja. Gandhi boðaði einnig þann boðskap að aldrei gera neitt við annan sem þið viljið ekki að sé gert við ykkur.
Þegar Gandhi kemst að því að ofbeldi hafði brotist út og Indverjar höfðu ráðist á breska hermenn og drepið tvo, þá neitaði hann að halda baráttunni áfram því hann studdi ekki ofbeldi. Þetta var í fyrsta skipti sem Gandhi fastaði, hann neitaði að borða fyrr en öllu ofbeldi yrði hætt. Þegar fólk sá að Gandhi var að standa við orð sín og verslast niður útaf matarskort þá hætti allt ofbeldi og almenningur lofaði að ekkert ofbeldi yrði í baráttunni. Þetta sýnir hversu mikil áhrif Gandhi hafði, fólk leit á hann sem Guð, enda var hann stórkostlegur maður sem vildi ekkert nema gott.
Bretar voru með einkaleyfi á saltframleiðslu. Gandhi sagði að lög væru óréttlát jafnt og menn og hann sagði líka að minnihluti - jafnvel einn maður - gæti sagt sannleikann. Gandhi vildi sýna og sanna að Indverjar gætu líka verið í saltgerð og þess vegna ákvað hann að labba niður að sjó og búa til salt á ströndinni og með honum í byrjun voru 79 sjálfboðaliðar. Gandhi labbaði 385 km niður að sjó og kom þangað á minningardegi dauðabaðsins í Matrakashi, þar sem her hafði komið og drepið 1600 Indverja á samkomu þeirra og þetta gerði herinn því það hafði verið búið að banna Indverjum að koma saman. Á leiðinni niður að sjó safnaðist mikill fjöldi allst staðar að og labbaði með Gandhi. Þetta var sennilega fjölmennasta ganga í Indlandi, þegar barist er fyrir góðum málstað kemur fólk úr öllum áttum, þótt hætta sé á ferð til að hjálpa. Þegar niður að sjó kom hófst saltgerðin, allir voru að búa til salt og saltverksmiðjurnar urðu að hætta framleiðslu því enginn keypti af þeim salt. Gandhi var handtekinn en samt hélt almenningur áfram að búa til salt án alls ofbeldis.
Bæði karlmenn og konur fóru til að komast inn í saltverksmiðjurnar, mennirnir gengu að hermönnunum og hermennirnir börðu þá, en konurnar byðu til hliðar og hlúðu að þeim særðu, svona gekk þetta lengi án alls ofbeldis frá Indverjum.
Blaðamaður sem var með þeim í för sagði frá þessum atburðum í blöðin, að hermenn séu að berja Indverja án alls mótlætis og Indland verði frjálst. Þegar Gandhi ætlar að fara að halda ræðu er hann handtekinn og þegar kona hans segist ætla að halda ræðuna í hans stað er hún líka handtekin. Í fangelsinu fær kona hans hjartaáfall og deyr, þetta var mikil sorg fyrir Gandhi en hann heldur samt áfram fullur baráttuvilja.
Landinu var skipt í Pakistan, land muslima og Indland land hindúa. Við þetta varð mikill fólksflutningur og muslimar vildu ekki búa í Indlandi og öfugt. Í águst 1974 varð mikil borgarstyrjöld við landamærin og mikið stríð var milli muslima og hindúa. Gandhi fór til Kalkútta og gisti þar hjá muslima, hindúar urðu alveg brjálaðir og Gandhi var rekinn frá Kalkútta af almenningi en fór samt ekki. Gandhi fastar aftur því hann vill ekki lifa sé fólk svona vont og hann ætlaði að fasta þangað til allir væru góðir við hvorn annan. Hindúa og muslima háskólafólk fór í friðargöngu saman en það var ekki nóg til að Gandhi hætti föstunni. Þegar menn komu til hans og sögðust hafa drepið náungann en væru tilbúnir að hætta því og sögðu honum að allir hefðu farið í guðshús og lofað frammi fyrir guð að vera vinir þá hætti hann í föstunni.
Góður vilji Gandhis var ekki alls staðar metin að verðleikum og féll hann fyrir kúlu ofstækismanns af hindúatrú þegar hann fór á opinbera samkomu í Pakistan.

“Komandi kynslóðið munu naumast trúa, að slíkur maður af holdi og blóði, hafi gengið á þessari jörð.”
Albert Einstein








Lokaorð

Gandhi bað fólkið um að berjast, berjast gegn reiði Breta, ekki auka á hana. Indverjar veittu engin högg, aðeins tóku við þeim. Kvöl þeirra sýndi þeim fram á óréttlætið. Það var kvalræðið, eins og ávallt. En þeir töpuðu ekki, þeir gátu það ekki. Bretar máttu pynta líkama Gandhi brjóta bein hans, jafnvel drepa hann og þá áttu þeir lík hans, ekki hlýðni. Þeir voru muslimar og hindúar, börn guðs. Gandhi sagði fólkinu að strengja heit, í guðs nafni að hvað sem yfir dyndi þá mundu þeir ekki hlýða lögunum sem Bretar settu.
Þetta var Gandhi, hann lifði sem fátækur maður alla sína ævi og gerði ekkert annað en reyna að aðstoða náungann og frelsa land sitt. Af mínu mati er Gandhi án alls efa einn stórkostlegasti maður sem uppi hefur verið og ég hefði ekki trúað því að svona mikill máttur lægi í einum manni. Hann hafnaði því að leiðin til hamingjunnar lægi um verstrænt iðnaðarsamfélag, en boðaði ómengað líf og hagkvæma vinnu, án tæknilegs metnaðar. Efnahagslegt sjálfstæði var forsenda hins pólitíska í hans augum