Hér ætla ég að vera með stutta ritgerð sem ég var að leika
mér að gera.

—–

Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að skrifa um Egyptaland. Áhugi minn
á Egyptalandi á rætur að rekja til bókarinnar „Huginn og
Muninn segja frá” sem fjallar um norræna goðafræði. Út frá
því fór ég að kanna ýmis trúarbrögð, og lenti loks á
Egyptalandi. Egypsku goðin heilluðu mig það mikið, að ég
sökk dýpra og dýpra í Egyptalandsfræði, og það fjölhæft, en
ekki bara á sviði goðafræði.

Almennt um Egyptaland

Langt á undan Faróunum sem reistu Pýramídana hafði hinn
frjósami Nílardalur laðað að margan landnemann. Árleg flóð
skildu eftir sig frjósaman jarðveg, svo korn var meira en nóg.
Gnægtirnar sem fyrir voru komu upp nýrri siðmenningu. Þetta
byrjaði um 3000 fyrir krist, þegar konungurinn Menes
sameinaði Egyptaland í tvö ríki, en þau voru efra Egyptaland
þar sem Níl rann um flúðir frá upptökunum í hjarta Afríku, og
neðra Egyptaland þar sem Níl rann um ósa sína út í
Miðjarðarhafið. Það er mjög mikið vitað um þjóðina, því að
hún skildi eftir sig mikið safn rita, sem voru skrifaðar á
myndletri Egypta - Hýeróglýfum.

Samfélag Egypta

Samfélag komst fljótt á. Það var þá aðalega í Memphis, sem
var þáverandi höfuðborg Egyptalands, og Þebu, sem er
núverandi höfuðborg. Stéttarskipting var mikil, og voru flestir
Egypta í bændastéttini og byggðu líf sitt á góðri uppskeru.
Goðin skiptu líka miklu máli í samfélaginu, og var Faróinn,
konungur Egypta mikið dýrkaður enda talinn vera
holdgerfingur guðsins Hórusar, sem var fyrsti Faraó
Egyptalands.

Goð Egypta

Eins og áður kom fram voru goðin mikilvæg í lífi Egypta.
Goðin sáu mörg um verndun, og má meðal þeirra nefna
heimilisverndarann Bes. Oft voru haldnar hátíðir til heiðurs
goðunum. Egyptar trúðu á líf eftir dauðann. Þess vegna voru
t.d. Faróar lagðir til hinstu hvílu með mörgum munum, allt frá
mat til glæsilegustu skartgripa, því að þessa hluti átti hann að
geta notað í handanheimum. Á leiðinni til ódáinslanda voru
margar hindranir. Þekktasta hindrunin er vafalaust
dómsalurinn. Þar voru 40 dómarar, 20 á hverja hlið. Þar var
einnig vog, fjöður, og guðirnir Anúbis og Þót. Þegar inn var
komið var hjarta manns lagt á vogina móti fjöðurinni, sem átti
að tákna réttlætið (fjöður réttlætissins). Vó hjartað þyngra en
fjöðurin var maður samstundis étinn af skepnu, sem hafði
höfuð krókódíls, framfætur hlébarða og afturenda og
afturfætur flóðhests. Þót, skrifaraguðinn var þarna til að skrá
niðurstöðurnar. Einnig má nefna að á leiðinni fór maður á
sólfari Ra´s (æðsta sólguðs) í gengum undirheima. Þar berst
hann við rauðan snák. Þegar sólfarið svo kemur upp í austri
(þegar sólin kemur upp í austri) endurfæðast þeir sem voru á
skipinu. Faraó fór þó til ódáinslanda Ósírisar í stað
endurfæðingar.

Hýeróglífur

-„Hvað er þetta myndletur sem Egyptar notuðu?”
Þessi spurning var tíð á árum áður. Það var í raun ekki fyrr en
fyrir stuttu miðað við það hve lengi við höfum haft þetta letur
fyrir augunum á okkur að við réðum það. Ekki hefði verið hægt
að ráða það hefði Rósettasteininum ekki notið við. Þessi
steinn var sami textinn á tvem tegundum grísku, og
Hýeróglífum. Grískan var svo ráðin, og því Hýeróglífurnar um
leið. Nú eru þekkt rúmlega 700 tákn. Hýeróglífur voru mikið
tengdar goðunum. Til dæmis má nefna Íbisfuglstáknið, sem
átti að tákna guðinn Þót, sem var í líki Íbisfugls. Hýeróglýfur
mátti lesa til hægri, vinstri og svo niður.


Lokaorð

Eftir lesturs þessarar ritgerðar gerir þú þér væntanlega ljós
fyrir því af hverju Egyptar heilla svo sagnfræðinga. Einnig
ættirðu að hafa gert þér grein fyrir því að Egyptar voru trúaðir,
og miklir samfélagsunnendur.

kv. Amon