Augusto Pinochet og fleiri góðir menn Augusto Pinochet Ugarte fædddist árið 1915, í Santiago, höfuðborg Chile. Hann útskrifaðist frá herskóla Chile árið 1936, og óx í tign innan hersins og endaði sem yfirforingi hans undir stjórn Salvador Allende.

Bandaríkjamenn fengu Pinochet til liðs við sig í stefnu sinni að losa öll ríki undan marxistasjórn, og tóks honum með hjálp kanans að steypa Allende af stóli árið 1973, árið eftir að hann varð yfirforingi hersins.

Eftir að Pinochet skipaði sig forseta árið 1974 hóf hann að bæla niður vinstrihreyfingar í landinu. Ríkisstjórn hans byrjaði að handtaka þúsundir manna fyrir skoðanir sínar, og voru margir myrtir, pyntaðir eða hurfu sporlaust. Aðrir fengu að sitja í fanglesi við bágan kost í áratugi eða til lífstíðar og flýðu þúsundir landið. Árið 1977 fordæmdu sameinuðuþjóðirnar Pinochet, fyrir pyntingar á andstæðingum sínum.

Árið 1980 var hann kjörinn forseti til átta ára, þrátt fyrir ofsóknir sýnar. Árið 1986 lifði hann af morðtilraun og fór þá að taka enn harðar á andstæðingum sínum. Þetta leiddi þó til þess að kjósendur voru ekki tilbúnir að halda kalli til annarra átta ára og missti hann forsetasæti sitt árið ´89 í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hélt þó sæti sínu sem yfirmaður hersins og lét ekki af þeim störfum fyrr en árið 1998. Þá gekk hann í starf öldungardeildarþingmanns, en það starf fékk hann gefins til lífsstíðar vegna lagaákvæða sem gefa fyrrum forsetum lífstíðarsæti í öldungadeild chileska þingsins. Þessi staða hans gerði hann ósakhæfan í heimalandinu gegn hvers kyns kærumálum gegn honum, vegna glæpa sem hann framdi í forsetastóli. Þrátt fyrir þetta var ekki ómögulegt að lögsækja hann annars staðar í heiminum, og þegar hann dvaldi á sjúkrahúsi á Bretlandi árið 1998, kröfðust Spánverjar að hann yrði framseldur vegna mannréttindabrota sinna. Chileska ríkisstjórnin krafðist þess að hann yrði látinn laus á þeim forsendum að hann hefði diplómatísk réttindi sem öldungardeildarþingmaður. Árið eftir gátu Bretar kært Pinochet vegna ákvæða í alþjóðlegum mannréttindasáttmála frá 1988.

Vegna heilsuleysis þjóðarmorðingjans var hann látinn laus af Bretum árið 2000, en skömmu eftir heimkomu hans til Chile, úrskurðaði Hæstiréttur þarlendis að hann skildi afsala sér öllum réttindum sem segðu að ekki mætti sækja hann til saka vegna brota sinna. Þá var honum hneppt í stofufangelsi sem dæmt var ógillt nokkrum mánuðum seinna, þar sem Hæstiréttur úrskurðaði hann sem samverkamann, þ.e. ógildaði beina aðild hans að morðum, mannránum og pyntingum. Mál Pinochet er enn lifandi í Chilesku réttarkerfi.

Þetta er gott dæmi um hentistefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum. Þeir hafa í gegnum tíðina valið sér bandamenn, nær einungis eftir stjórnmálaskoðunum. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi er líklegur til að útrýma stórum hluta þjóðar sinnar, svo lengi sem hann er ekki kommi, og getur haldið vinstrisinnum í skefjum, eða heldur gildum múslimskrar trúar í lágmarki. (sbr. Pinochet, Batista á Kúbu Saddam Hussein og Talíbanarnir í Afganistan). Þetta er allt frábært fólk sem Kaninn getur sannarlega státað af að hafa komið til valda, og þurft svo kannski að aflífa nokkrum áratugum seinna.

Kaldhæðnislegt hvað Bandaríkjamönnum tekst alltaf að hjálpa ,,góðu köllunum," ekki satt?

Heimildir um Pinochet fengnar á Encarta.com