Kvennréttindi Staða konunnar hefur ekki verið mjög góð í gegnum aldirnar. Karlar hafa ráðið öllu og konur ekki fengið ráðið miklu, jafnvel ekki yfir sjálfum sér. Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld sem konur fóru að berjast fyrir jafnrétti.
Í evrópu þróuðust málin þannig að í kjölfar upplýsingarinnar og frönsku byltingarinnar komu fyrst fram hugmyndir um jafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu. Umræðan snerist fyrst og fremst um stöðu konunnar í einkalífinu. Hvort konan ætti að vera undirgefin manni sínum eða jafnrétthá honum. Hugtakið kvenfrelsisstefna kom þó ekki fram fyrr en á fjórða áratugi 19. aldar.

Á Íslandi var staða kvenna með svipuðum hætti og í öðrum vestrænum löndum. Íslenskar konur öðluöust lagaleg réttindi á við kynsystur þeirra í Evrópu en höfðu ekki aðstæður til að fylgja þeim réttindum eftir.
Árið 1882 gengu í gildi lög um kosningarrétt kvenna til sveitarstjórna þ.e ekkna og ógiftra kvenna sem áttu með sig sjálfar. Kjörgengi öðluðust þær ekki fyrr en 1902. Giftar konur fengu hins vegar ekki kosningarétt til bæjarstjórnarkosninga fyrr en 1907 og árið eftir voru fjórar konur kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur af sérstökum kvennalista.
Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins, sem snerti konur og börn, og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: “ að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir” Til fundarins boðuðu Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Sigríður Hjaltadóttir Jensson. Telst þessi fundur stofnfundur félagsins þar sem samþykkt var af öllum fundarkonum að stofna félagið. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska kvenréttindafélag og var kosin bráðabirgðastjórn sem falið var að semja frumvarp að lögum félagins. Kosningu í stjórn hlutu: Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir formaður, frú Sigríður Hjaltadóttir Jensson, frú Guðrún Pétursdóttir, frk. Sigríður Björnsdóttir og frk. Laufey Vilhjálmsdóttir.

Þegar Kvenréttindafélagið var stofnað höfðu konur almennt ekki kosningarétt og var það eitt af höfuðáherslumálum félagsins til að styrkja stöðu kvenna að fá kosningarétt. Auk þess hvatti félagið konur sem að höfðu kosningarétt til þess að nýta sér þann rétt, en það höfðu frá 1882 ógiftar konur og ekkjur sem að stóðu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar eingöngu. Þær höfðu ekki nýtt sér rétt sinn til fullnustu.
Eitt fyrsta viðfangsefni KRFÍ var að beita sér fyrir framboði kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 1908. Og í þeim kosningaundirbúningi sýndu reykvískar konur slíka samvinnu og samheldni að nær einsdæmi er í sögu kvenréttinda á Íslandi. Fyrsti kvennalistinn var boðin fram í þessum kosningum og voru á honum 4 konur, Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Kvennalistinn fékk fjóra fulltrúa kjörna þ.e. allan listann og var það frábær árangur.

Það var 19. júní árið 1915 sem danski konungurinn staðfesti kosningarrétt kvenna. Með því urðu íslenskar konur þær fyrstu í heimi til að fá almennan kosningarrétt og kjörgengi.


Árið 1909 fengu síðan giftar konur og vinnukonur, sem greiddu útsvar, kosningarrétt til sveitarstjórnaalls staðar á landinu. Með stjórnarskrábreytingunni 19. júní 1915 fengu konurfyrst kjörgengi og kosningarrétt til Alþingis og hefði sá dagur síðan verið hátíðis og baráttudagur kvenna. Árið 1922 var fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason, kosin áAlþingi af sérstökum kvennalista.

Þann 23. október 1975 fóru íslenskar konur í verkfall til þess að mótmæla að enn höfðu þær ekki sama rétt og karlmenn í íslensku þjóðfélagi á mörgum sviðum og einnig til að sýna fram á mikilvægi kvenna í atvinnulífinu. Konur fóru ekki í vinnu og skildu börnin sín eftir hjá feðrunum og fóru út á göturnar. Allt þjóðfélagið lamaðist. Talið er að þetta hafi verið stærstu mótmælafundir á Íslandi fram til þess tíma. Á Lækjartorgi í Reykjavík er talið að milli 20 –25 þúsund konur hafi safnast saman. Kvennaverkfallið á Íslandi er þekkt víða um heim og margir tala um það sem tákn um samstöðumátt kvenna.

Í dag er kvenréttindabaráttan með öðrum hætti. Nú er ekki lengur barist fyrir kosningarétti og réttindum inni á heimilum heldur jöfnum launum á við karla og þess háttar. Konurnar heita heldur ekki lengur kvenréttindakonur heldur feministar Nýtt kvenréttindafélag sem heitir Bríet, félag ungra feminista var stofnað árið
1997. Í stefnuskrá þeirra segir meðal annars

4. Bríet eru kvenfrelsissamtök sem stefna að kynjafrelsi. Kynjafrelsi er að okkar mati réttur einstaklingsins til að gera hvað sem er og vera hvað sem er án þess að hann sé talinn ókvenlegur eða ókarllegur. Ljóst er að bæði kynin tapa á núverandi samfélagsástandi, karlar sem og konur. En mikið ójafnvægi myndast þegar aðeins konur berjast fyrir kynjafrelsi. Við getum ekki talað fyrir hönd karlmanna, en kynin geta þó talað hvort við annað og lært hvort af öðru. Því vonum við að karlmenn í okkar samfélagi myndi sín eigin baráttusamtök á sínum eigin forsendum. Bríet eru félagssamtök sem byggja á langri sögu kvenfrelsisbaráttu og getur miðlað reynslu sinni, en að sjálfsögðu aðeins útfrá okkar sjónarhorni, sem konur. Bríet eru því og geta aðeins verið samtök kvenna um kvenfrelsi. Kvenréttindi eru mannréttindi. Brot gegn konum eru mannréttindarbrot og gegn þeim skal vinna hvar sem í heiminum þau gerast.

Bríet hefur breytt ásýnd kvenréttindabaráttunnar og fært hana til nútímans. Stefnuskrá þeirra er margbreytileg og tekur á flestum hliðum mannlífsins.
Fleiri félög eru þó til og margar vefsíður sem fjalla um málefni kvenna á mismunandi hátt. Sumar hverjar á mjög gamaldags nótum og fjalla um uppskriftir og barnauppeldi meðan aðrar eins og tikin.is eru mjög pólitískar.

Eftir að hafa skoðað kvenréttindi er augljóst að hún hefur staðið yfir í stuttan tíma miðað við mannkynssöguna. Margt hefur breyst á rúmlega hundrað árum. Með þessum orðum lýkur ritgerðinni. Hér fyrir neðan eru nokkur merkileg ártöl sem ég safnaði saman.





Merk ártöl í kvennasögunni:
1874 Kvennaskólinn stofnaður, fyrsta bóknámsbraut ætluð konum hér á
landi
1882- Ekkjur og ógiftar konur sem standa fyrir búi eða sjá um sig sjálfar á annan hátt fá kosningarétt á sömu forsendum og karlmenn, þ.e. að vera orðinn 25 ára, mega ekki vera öðrum háð sem hjú, hafa fast aðsetur í hreppnum/bænum og hafa borgað til hans, mega ekki standa í skuld við þeginn sveitastyrk og þurfa að ráða yfir fé sínu.
1886 Konun veitt heimild til að taka próf frá Lærða skólanum en óheimilt að
sitja í skólanum.
1897 Fyrsta konan tekur stúdentspróf frá Lærða skólanum utanskóla
Elínborg Jacobsen
1902-Konur fá kjörgengi, þ.e. mega bjóða sig fram til kosninga.
1904 Konum heimilað að sitja í Lærða skólanum.
1907 Konur fá kosningarétt og kjörgengi í bæjar-og
sveitarstjórnarkosningum og kvennréttindar félag var stofnað
1908 Kvennalisti fyrst boðin fram í sveitarstjórnarkosningum
Fyrsta kona kosin í borgarstjórn
Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdótir, Guðrún Björnsdóttir
Sundkennsla kvenna hefst.
1910 Fyrsta konan lýkur stúdentsprófi eftir setu í Lærða skólanum
Laufey Valdimarsdóttir
1911 Konur fengu rétt til embættisnáms, námsstyrkja og embætta.
1914 Fyrsta verkakvennafélagið kvenna stofnað - Verkakvennafélagið Framsókn
1915 Konur fá almennan kosningarétt þó yfir 40 ára
1916 Fyrsta konan býður sig fram til Alþingiskosninga - Bríet
Bjarnhéðinsdóttir
1917 Fyrsta konan með háskólapróf - Kristín Ólafsdóttir
Fyrsta kona sem lýkur læknisfræðiprófi - Kristín Ólafsdóttir
1918 Konur fá kosningarétt á við rétt karla
1922 Kvennalisti fyrst boðin fram á landsvísu
Fyrsta kona kosin á Alþingi - Ingibjörg H. Bjarnason
1926 Fyrsta íslenska konan doktor frá erlendum háskóla - Björg C. Þorláksdóttir Blöndal
1935 Fyrsta kona sem lýkur lögfræðiprófi - Auður Auðuns
1970 Fyrsta kona ráðherra - Auður Auðuns, rauðsokkahreifingin stofnuð
1974 Fyrsta konan vígð sem sóknarprestur - Auður Eir
1975 Lög um fæðingarorlof samþykkt á Alþingi
1980 Fyrsta kona kjörin forseti Íslands - Vigdís Finnbogadóttir
Fyrsta konan sýslumaður - Hjördís Hákonardóttir
1983 Kvennalistinn fer á þing
1986 Fyrsta kona sem verður hæstaréttardómari - Guðrún Erlendsdóttir
1988 Fyrsta kona kjörin forseti sameinaðs alþingis - Guðrún Helgadóttir
Fyrsta konan ráðuneytisstjóri - Berglind Ásgeirsdóttir
1990 Fyrsta kona kjörin forseti hæstaréttar - Guðrún Erlendsdóttir
1991 Fyrsta konan sendiherra - Sigríður Snævarr
1994 Fyrsta konan borgarstjóri - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
1997 Fyrsta konan deildarforseti við Háskóla Íslands - Helga Kress.