9 nóvember 1932 Gúttóslagurinn.
Sögulegur dagur í sögu íslendinga er runninn upp. Það eru nákvæmlega 70 ár síðan, að háð voru ein mestu og harkalegustu götuslagsmál sem að farið hafa fram á Íslandi síðan á Sturlungaöld. Þann 9 nóvember árið 1932 kom til slagsmála milli lögreglunar í Reykjavík og verkamanna við Gúttóhúsið sem að stóð þar sem að bílastæði Alþingis eru núna. Gúttóhúsið var samkomuhús og þar voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Á fundinum 9 nóvember 1932 var tekin til afgreiðslu tillaga um að lækka kaupið í atvinnubótavinnunni sem að bærinn hélt uppi í kreppunni miklu til að stemma stigu við gífurlegu atvinnuleysi í Reykjavík. Það safnaðist mikill mannfjöldi við Gúttó og þegar að leið á fundinn fór að bera á miklum ólátum og mótmælum inni í húsinu, lögreglan í Reykjavík var með allt sitt lið á staðnum þegar leið á daginn um 30 lögregluþjónar stóðu á móti mörg þúsund mótmælendum við húsið. Það laust í mikinn bardaga og svo mikið gekk á að nær því hver einasti lögregluþjónn varð fyrir miklum meiðlsum og varð óvígur. Það var slegist upp á líf og dauða í Kirkjustræti og nálægum götum þegar að lögreglan reyndi að brjóta sér leið út úr Gúttó. Sumir lögregluþjónarnir slösuðust svo mikið að þeir náðu sér aldrei, t.d var einn handlegsbrotinn á báðum höndum. Annar var nærri því drepinn þegar að hann var sleginn í höfuðið með leifum af tré. Já, að kvöldi 9 nóvember 1932 var engin lögregla í Reykjavík. Það voru allir lögregluþjónar Reykjavíkur meira og minna stórslasaðir og sumir náðu sér aldrei það sem eftir var. Hermann Jónasson (faðir Steingríms Hermannssonar) var þá lögreglustjóri og honum tókst að flýja uppí Arnarhvol þar sem að hann læsti að sér. Þess má geta að tillögunni um að lækka launin í atvinnubótavinnunni var stungið undir stól og hún ekki tekin upp aftur. Já, það gerðist þann 9 nóvember 1932. SEPTEMBER.