Jæja elskurnar.
Myndakeppnin heppnaðist ekkert alltof vel þessvegna vil ég sjá gígatíska þátttöku í þessari keppni!
Þemað er að sjálfsögðu rómantík. Rómantísk smásaga, smásaga með rómantísku tvisti. Bara það sem að þið túlkið rómantík, ég er ekki hér til þess að dæma. Svo verður sett upp könnun um hver á bestu söguna.
Reglur:
1. Sagan má ekki vera lengri en 2000 orð og ekki styttri en 250 orð.
2. Keppnistímabilið er dagurinn í dag - 27. mars.
3. Ætla að gefa fólki meiri tíma til þess að lesa svo að kosningatímabilið verður 28. mars - 11. apríl, semsagt tvær vikur.
4. Sagan má vera á íslensku eða ensku, en engu öðru tungumáli.
5. Hún verður að innihalda rómantík.
Merkið söguna með “Nafn á sögu - Keppni”
Meina það er ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera;). Ef það verður góð þátttaka í þessari keppni þá er ég jafnvel að hugsa um að hafa ljóðasamkeppni.
Fyrirfram þakkir
ikea
Ps. Má ég líka minna ykkur á það að ritstuldur varðar við lög.