Jæja, held að það sé kominn tími til þess að fara að lífga aðeins upp á þetta áhugamál. Okkur Stec datt í hug greinasamkeppni fyrst en svo fórum við að pæla hvort að það sé ekki smá klúður að hafa samkeppni þegar fólk er kannski að deila vandamálum eða ráðum með okkur hinum í greinum sínum. Ég hef ekki fundið neitt nafn á þetta svo ég kalla þetta greinainnsending í bili(hugmyndir vel þegnar:)).
Efnið verður semsagt eftirfarandi: Hvað hafið þið gert í fyrrverandi eða núverandi samböndum til þess að halda neistanum gangandi, krydda upp á lífið og gleðja hvort annað?
Tímaramminn verður 1. ágúst - 22. ágúst. Svo þið hafið nógann tíma til að undirbúa ykkur:)
Reglurnar eru:
-Greinin verður að vera eftir ykkur sjálf
-Vel uppsett og lesanleg, ef þið eigið við les-eða skrifblindu að stríða þá er um að gera að fá einhvern til þess að lesa hana yfir fyrir ykkur:)
-Greinargóð og ítarleg. Semsagt hæfilega löng.
Jæja go nuts.
Kærar kveðjur
Stec og Ikea