Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá umsókn samþykkt var ok vá svalt. Svo hugsaði ég allt í lagi, best að fara að framkvæma allt þetta sem ég talaði um í umsókninni. Ætla að gefa ykkur smá innsýn í það sem ég hafði hugsað mér að gera til þess að hressa aðeins upp á þetta áhugamál.
Ég tek algjörlega undir með Stec að það vanti greinasamkeppni hérna. Eitthvað til þess að koma hlutum í gang. Mínar hugmyndir að greinasamkeppnum voru eftirfarandi:
1. Rómantík í daglegu lífi. Hérna geta notendur tjáð sig um hvað þeir gera eða gerðu til þess að halda neistanum gangandi í sambandinu. Þessi greinasamkeppni gæti m.a. hjálpað öðrum sem koma hingað inn í leit að einhverjum hugmyndum til þess að krydda sambandið.
2. Datt í hug að það væri hægt að hafa greinasamkeppni sem snerist um það að notendur senda inn ljóð/texta/smásögu eftir sjálfan sig að sjálfsögðu með rómantísku ívafi. Það gæti verið forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út:)
Svo er ég með eina hugmynd í viðbót. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að viðra hana við ykkur eða geyma hana til betri tíma. Kannski ég segi ykkur hana svo þið getið sagt mér hvað ykkur finnst:)
Datt í hug að hafa myndasamkeppni. Þar sem notendur geta tekið myndir af hverju því sem þeim finnst rómantískt og sent inn. Bara hvað sem er, sólsetur, kertaljós, pör, svanir, bara name it;)
Jæja þetta er svona það sem ég hafði í huga. Orðin algjör langloka hjá mér. Vil endilega fá að heyra ykkar álit ásamt því að fá að vita hvað ykkur fannst um hugmyndina hans Stec því ég vil fara að lyfta þessu áhugamáli aðeins upp og það er ekki hægt án ykkar:)
Svo vil ég líkt og Stec þakka traustið sem mér er sýnt og vona að maður fari nú ekki að bregðast ykkur.
Einnig vil ég benda á að ykkur er frjálst að koma með hugmyndir líka. Að í rauninni hverju sem er:)
Kveðja
Ikea