Kæru hugarar er stundið þetta ágæta áhugamál.

Núna verð ég að beita sum ykkar smávegis fortölum.

Mér finnst að almenn tillitssemi og skynsemi eigi að gilda í garð náungans, sama á hvaða aldri tiltekinn einstaklingur er.

Tökum póst SunnuAngelicu á “vandamál” korknum til dæmis (hjelp mí). Hér kemur til okkar 12 ára stúlka með vandamál tengt samskiptum kynjanna í von um aðstoð frá okkur sem eru flest eldri og reyndari.

Hvað fær hún fyrir snúð sinn?

Fátt annað en: “vá, þvílík gelgja” “ég skil ekki orð í þessu gelgjumáli” og “þvílíka smápíkan” og annað í þeim dúr.

Auðvitað er 12 ára stúlka með talsmáta, hugarfar og vandamál er sæma 12 ára stúlku. Myndi ykkur ekki bregða í brún ef vandamál hennar myndu líkjast 20 ára stúlku - full af sem dæmi kynlífi, eiturlyfjum eða öðru slíku?

Þökkum fyrir að 12 ára stúlka hefur 12 ára vandamál eins og staðan er í heiminum í dag og sýnum henni almenna virðingu og tillitssemi.

Aldur hérna og viðeigandi hugarfar/málfar á ekki að skipta máli þegar kemur að vandamálum í samskiptum kynjanna. Vandamálin eru og verða aldurstengd og byggð á reynslu og þroska samkvæmt því.

Þótt að ég sé 27 ára, brátt 28 ára, set ég mig á hærri stall en ykkur hin og þykist ykkur betri og gagnrýni yngra hugar- og málfar ykkar ef og þegar við á?

Nei.

Ég reyni að deila af reynslu minni og skynsemi til ykkar sem getið notið góðs af og geri mitt besta í því.

Aldrei tel ég mig ykkur æðri eða þykist vera betri en þið þegar ég hef talsvert fleiri ár á bak við mig. Ég lít ávallt á ykkur sem jafningja þar sem það eina sem skilur mig að frá sumum ykkar er aldur og reynsla - og þegar maður gerir sér grein fyrir því, þá leggst maður ekki það lágt að halda að það geri mig á einn eða neinn hátt æðri, betri eða greindari, heldur aðeins reynslunni ríkari.

Að setja út á þá sem eru ykkur yngri og óreyndari gerir fátt sem ekkert annað en að setja ykkur á sama stall, ef ekki lægri en þann sem þið svo óskynsamlega fordæmdu fyrir aldur og viðeigandi vandamál tengd þeim aldri.

Hvernig væri, í stað þess að gagnrýna og tala niður til þeirra sem yngri eru, að miðla þeirri reynslu og visku sem árin hafa fært ykkur?

Setjum fordæmi, vitum betur.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli