Sælt veri fólkið.

Því miður er aftur kominn sá tími árs að aðstoð mín í gegnum skilaboð verður mjög takmörkuð. Háskólinn er byrjaður á ný og er ég nú á þriðja ári, sem á það mögulega til að verða það þyngsta.

Ég skal gera mitt besta að koma inn boðum þegar ég mögulega get, en ekki láta ykkur koma það á óvart ef ég svara seint - jafnvel aldrei.

Ég ætla hinsvegar að gera mitt besta að klára þau mál sem ég er kominn með í vinnslu eins og staðan er.

Ég vona að þetta valdi ekki miklum óþægindum og að þið verðið því hjálpsamari við hvort annað í staðinn.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli