Sæl öllsömul.
Þá hefur mér verið bætt í hóp stjórnenda hér á /romantik.
Þar sem /romantik er nú eiginlega “heimilið mitt” hérna á huga.is, þá er ég virkilega glaður yfir því að hafa fengið aukna ábyrgð hérna, og þarmeð að fá að leggja mína hjálparhönd við stækkun og betrun á þessu annars frábæra áhugamáli. Einnig er ég glaður að fá að sitja í stjórn með eins fínu fólki og stjórna hér fyrir.
Ég vona að þið séuð glöð fyrir mína hönd. Ég lofa að láta þetta ekki bitna á aðstoð þeirri sem ég hef verið að veita notendum /romantik fram að þessu. Ef eitthvað, þá mun þetta auka metnað minn og löngun, því núna er ég formlega ábyrgur fyrir gleði ykkar & hamingju hér fyrir innan :)
Verið nú dugleg að skrifa og ég skal gera mitt besta í að vera duglegur að svara.
Lifið heil.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
